fbpx

Ari by Ariana Grande

Ég Mæli MeðFallegtIlmirJól 2015Jólagjafahugmyndir

Vöruna sem ég skrifa um hér á ég ekki sjálf en mér finnst hún það spennandi að ég ákvað að gera skemmtilega teaser færslu um þennan flotta ilm. Færslan er ekki sponsuð á neinn hátt og allur texti er frá mér sjálfri eins og alltaf :)

Ef ég fengi tækifæri til að hanna mitt eigið ilmvatn þá myndi ég svo sannarlega vera komin með það á hreint að ég væri búin að meika það. Ég yrði samt held ég alveg svakaleg lengi að hanna ilmvatn ég skil eiginleg ekki hvernig fólk fer að því að hanna sinn eigin ilm ég fengi svo mikinn valkvíða! Nýjasta stjarnan sem hefur fengið að hann sinn ilm er unga og glæsilega söngkonan Ariana Grande.

Þið sem þekkið mig og eru dyggir lesendur vitið hvað ég er heilluð af heimi ilmvatna og finnst gaman að skrifa um ilmvötn – halló fenguð þið ekki ilmvatnsblaðið mitt ;) Svo þegar það er væntanlegt nýtt ilmvatn sem mér líst vel á verð ég bara að skrifa um það þó það sé ekki endilega komið. Ég er sjálf búin að fá að þefa af þessu ilmvatni en það er ekki komið til landsins en er vætanlegt á næstu dögum. Ég ætla að leyfa ykkur að fylgjast með komu ilmsins til landsins því ég er sannfærð um að hann muni falla vel í kram hjá íslenskum dömum og hver veit nema ég fái að gefa einhverjum heppnum hann þegar hann kemur loks. En þangað til langaði mig aðeins svona að sýna ykkur hann og kynna ykkur fyrir þessari flottu stelpu sem Ariana er…

Ariana er 22 ára en hún er þekkt söngkona og ég efast ekki um annað en þið kannist við lagið sem ég ætla að linka á hér fyrir neðan sem er ábyggilega hennar þekktasta til þessa. Hún hefur líka verið að leika í þáttum fyrir sjónvarpsstöðina Nickelodeon sem kom henni kannski fyrst í sviðsljósið en svo ættuð þið kannski að kannast við hana úr Scream Queens sem er guilty pleasure þátturinn minn! Í dag er hún ein af leiðandi fyrirmyndum ungra kvenna og mikill trensetter. Það sem ég hef séð af henni kemur hún alltaf vel fyrir og hún er með skemmtilegan stíl. En fyrir sjálfa mig þá heillast ég helst af röddinni hennar hún syngur ekkert smá vel…

En hér sjáið þið ilminn en hann kemur alveg í tæka tíð fyrir jólin og ég held að þessi sé mjög flottur í jólapakkann hjá ungum stelpum sem vilja sæta ilmi. Ég heillast sjálf dáldið af sætum ilmum, það eru ilmirnir sem fanga alltaf nefið mitt við fyrsta þef því toppur ilmsins er svo forvitnilegur. Glasið sjálft er svo mjög stelpulegt og ég held að bara glasið eitt og sér myndi vekja lukku hjá mörgum stelpum.

bottle-cutout

Svona skemmtilega skorin glös eru mjög falleg því þau grípa svo skemmtilega í birtu í kringum sig og endurkasta þeim í allar áttir svo svæðið í kringum þau ljómar. Dúskurinn gerir glasið svo mjög heillandi og kjút. Til að tease-a ilminn þá var sett saman flott video þar sem Ariana fær að láta röddina sína njóta sín, umhverfið er allt í takt við umbúðir ilmsins en hann ber nafnið Ari sem er gælunafn söngkonunnar fallegu.

Ég hlakka til að fá þennan sæta ilm í hendurnar, taka myndir af honum og deila betur með ykkur minni upplifun af fyrsta ilm þessarar flottu dömu. Ég er nefninlega alveg viss um að hann muni falla vel í kramið hjá ungum íslenskum dömum og þetta er fallegur gripur sem mun fegra vel snyrtiaðstöðuna!

Erna Hrund

Nótt & Dagur

Skrifa Innlegg