fbpx

Lífrænar hárvörur prófaðar!

Ég Mæli MeðHárLífið Mitt

Loksins, loksins hef ég lokið við að prófa lífrænar hárvörur frá þremur flottum merkjum. Ég sagði frá tilrauna starfseminni minni á Instagram fyrir nokkru síðan en úlnliðsbrotið setti ansi stórt strik í reikninginn en nú er ég loks búin og langar að segja ykkur frá því hvernig tilraunin heppnaðist og hvernig hárvörurnar fóru með mitt hár.

Ég ákvað að gefa mér nægan tíma í prófanirnar og fannst ég þurfa að gefa hverri hárvöru lágmark 5 þvotta, ég vona að það sé ásættanlegur fjöldi í ykkar huga en mér fannst ég vera komin með ágætis tilfinningu fyrir vörunum eftir þann tíma. Ég er algjör auli og þríf hárið mitt almennt alltof mikið en mér hefur tekist með mikilli þrjósku að ná að lengja tímann á milli smám saman síðustu vikur og það var helst með hjálp eins af sjampóunum hér fyrir neðan sem það tókst loks.

lífrænthár3

Hér sjáið þið vörurnar sem ég prófaði…

Lavera hárvörurnar fást t.d. í Heilsuhúsinu, vörurnar hennar Sóleyjar fást líka þar eins líka í sumum Hagkaupsverslunum. Vörurnar frá Yarok eru nýjar hér á Íslandi og fást í í netversluninni freyjaboutique.is.

lífrænthár4

Tilraunin hófst með hárvörunum frá Lavera. Mér fannst hárið mitt vera í smá tíma að taka þessum vörum opnum örmum en ég er frekar á því að það hafi verið vegna þess að ég var að skipta í lífrænt og rek það því ekki beint til hárvaranna. Ég valdi mér Volume sjampóið sem ilmar sjúklega vel og frískandi – appelsínurnar ilma dásamlega ég er að segja ykkur það. Mér fannst það ekki freyða neitt sérstaklega vel þegar ég setti það í blautt hárið en svo fékk ég gott tips frá Fíu minni með að bleyta það eftir að það væri komið í hárið og nudda svo – það virkaði og fór að freyða betur og þar af leiðandi freyddi það betur. Mér fannst ég reyndar að lágmarki verða að þrífa hárið oft þrisvar í hverri ferð með þessu til að ná því alveg hreinu, mögulega er hárið mitt of þykkt fyrir það. En ég elska ilminn af því!

Það er ekki til hárnæring í sömu gerð og sjampóið frá merkinu svo ég notaði þessa sem er fyrir viðkvæma húð. Mér líkar virkilega vel við þessa hárnæringu, hún er mjúk og þétt í sér og fer virkilega vel í hárið og mýkir það og gefur því fallega áferð. Ég var ánægð með hversu drjúg hún var, formúlan er þétt í sér og því þarf lítið sem ekkert af henni í hvert sinn.

lífrænthár2

Ég er mikill aðdáandi varanna frá Sóley, ég hafði ekki fengið tækifæri til að prófa hárvörurnar fyr en nú en ég elska þær alveg jafn mikið og allar hinar! Lind sjampóið finnst mér dásamlegt í alla staði, ég mæli eindregið með því en ilmurinn af því er æðislegur, sjampóið hreinsar hárið svo ótrúlega vel og mér finnst þetta eitt það besta sem ég hef prófað. Hárið verður ótrúlega mjúkt eftir notkun og mér finnst það hreinsa það vel að ég þurfti að þvo hárið mun sjaldnar á því tímabili sem ég var að nota það.

lífrænthár5

Birkir sjampóið og líkamssápan frá Sóley gefur Lind lítið eftir þegar kemur að gæðum. Ég var reyndar mjög sjúk í bæði svo Lind fór í hárið og þetta fór á líkamann. Formúlurnar eru báðar mjög svipaðar og hreinsa hárið ótrúlega vel. Báðar vörurnar þykja mér líka hafa sérstaklega nærandi áhrif á hársvörðinn sem er mikill kostur.

lífrænthár

Eins og ég kem inná hér fyrir ofan eru hárvörurnar frá Yarok nýjar hér á Íslandi. Merkið er mjög skemmtilegt á margan hátt, tvennt stendur þó uppúr en hárvörurnar eru þróaðar í samstarfi við notendur þeirra og því fer engin nú týpa af vöru frá merkinu á þess að fá góðvild frá ákveðnum hópi sem skilar sér í enn betri gæðum. Annað er að fyrirtækið skuldbindur sig til að gefa fastan hluta af gróða sínum á hverju ári til góðgerðarmála – svo í hvert sinn sem þið kaupið vörur frá merkinu þá eruð þið að gefa til baka!

Ég fékk nokkrar prufur frá merkinu og mig langar svo sannarlega að prófa meira. Þetta er líka það merki þar sem ég var að prófa meira en bara sjampó og hárnæringu. Ég er ástfangin af hitavörninni og hárseruminu (sem er reyndar ekki á myndinni) og krullukremið reyndist líka mjög vel. Ég náði kannski ekki að prófa hreinsivörurnar alveg eins vel og þær frá Sóley og Lavera en ég komst alveg á bragðið með vörurnar og langar að prófa meira og betur. En ég get sannarlega mælt með hitavörninni sem leynist þarna fyrir aftan. Sjampóið fannst mér samt hreinsa hárið mitt mjög vel, það ilmar alveg dásamlega eins og aðrar vörur frá merkinu og ég kann virkilega vel við umbúðirnar – þær eru svona mest stylish þessar frá Yarok af þessum þremur merkjum finnst mér. Kíkið endilega á úrvalið frá merkinu HÉR.

Mig langar að taka fram að þetta er eingöngu mín upplifun af hárvörunum. Ég er með frekar þykkt og mikið hár, það er dáldið þurrt á köflum, mjög sítt og svo er ég að sjálfsögðu með permanent ennþá í hárinu sem er að endast svona svakalega vel.

Af þessum hárvörum fannst mér Lind sjampó frá Sóley best, hárið mitt geislaði í hvert sinn sem notaði það, það var svo gott að nota það og mér fannst það haldast hreint lengst þegar ég notaði það. Ilmurinn er dásamlegur og þetta er sjampó sem ég mæli eindregið með fyrir ykkur sem eruð með eins hárgerð og ég. Allar þessar hárvörur eiga þó eitt sameiginlegt og það er að þær ilma allar dásamlega! Það er eitthvað við þessi náttúrulegu efni og ilminn af þeim sem gerir mig alveg vitlausa í vörurnar og fangar athyglina frá fyrstu notkun. Ég elska t.d. að spreyja hitavörninni frá Yarok í hárið því þá finn ég ilminn af því allt í kringum mig.

Núna stendur yfir prófun á þessum nýju hárvörum frá Trevor Sorbie sem eru sérstaklega fyrir sítt hár. Ég er búin að prófa vörurnar tvisvar núna og líst svaka vel á þær en þær fá betri færslu og dóm eftir smá tíma!

Náttúrulegar hárvörur – alla vega þessar hér fyrir ofan – gefa öðrum lítið sem ekkert eftir og ég fagna því að það sé svona ofboðslega gott og mikið úrval af þeim hér á landi. Það er svo gaman að hafa úr mörgu að velja til að geta fundið einmitt það sem hentar hverjum og einum. Eins og gildir um húðina okkar þá eru engir tveir með eins hár og dásamlegt að það sé gott úrval fyrir okkur öll!

Njótið dagsins!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Heimagerðu maskarnir hennar Evu Laufeyjar

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Rakel Einarsdóttir

    6. April 2015

    Hvaða hárnæringu notaðiru með lind?

  2. Eyrún

    14. April 2015

    Góð og gagnleg grein :) Er einmitt búin að vera svooo lengi á leiðinni að skipta yfir! Nú fer ég í það að prófa þetta! En ein spuring sem kemur hárvörunum ekkert við….hvaða fallegur bækur eru þetta sem vörurnar standa á þarna á myndinni? ;)

    • ohh þessar gersemar eru special edition útgáfur frá Penguin af tveimur af mínum uppáhalds bókum – Wuthering Heights og Sense & Sensebility – ég á nokkrar svona finnst þær svo fallegar og litríkar :)