fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans – Gerviaugnhár

ÁramótAuguMACmakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Þið eruð eflaust nokkrar hér sem ætlið að vera með gerviaugnhár í kvöld. Sjálf hef ég ekki enn ákveðið mig og þetta mun eflaust fara eftir því hvaða tíma ég hef í kvöld til að taka mig til ;)

Fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal skellti ég í smá gerviaugnhárasýnikennslu með hjálp Hörpu Káradóttur förðunarfræðings og verslunarstjóra í verslun MAC Smáralind. Mig langaði aðeins að rifja upp þessa sýnikennslu með ykkur fyrir kvöldið. HÉR getið þið séð umfjöllunina í Reykjavík Makeup Journal.

IMG_4279

Augnhárin sem ég nota hér á myndunum fyrir neðan eru frá MAC og eru nr. 36. Þetta eru vinsælustu augnhárin hjá merkinu. Ég get hiklaust mælt með augnhárunum frá MAC þar sem þau eru mjög vel gerð. Kanturinn sem þið límið við augnhárin er mjög mjór og þunnur sem er mikill kostur því það er auðveldara að festa niður augnhár sem eru með þunnum kanti. Kanturinn stingst heldur líka ekki út eins og mér finnst mikið vandamál með sum augnhár.

Augnhárin endast lengi og það er hægt að nota þau nokkrum sinnum. Ef þið berið maskara á augnhárin þá hreinsið þið þau bara með augnfarðahreinsi eftir að þið eruð búnar að nota þau. Passið svo að ganga alltaf frá þeim í boxið og festa þau í bogann aftur svo þau haldi lögun sinni.

IMG_4282

Byrjið á því að mæla augnhárin við augnlokin ykkar. Öll augnhár eru í staðlaðri stærð og stundum þarf að snyrta þau aðeins til svo þau passi okkar augum. Það má alls ekki vera með of löng augnhár það getur komið illa út og það er klaufalegt að festa þau á. Klippið aðeins af augnhárunum þangað til þau passa ykkar augum. Passið að klippa alltaf aftan af augnhárunum, aldrei framan af þar sem þau eru mótuð sérstaklega þar.

IMG_4287

Langbesta gerviaugnháralímið að mínu mati er bláa DUO límið (það fæst t.d. í MAC) það er hvítt þegar það kemur útúr túbunni en verður svo glært þegar það þornar. Svo það virkar með öllum augnförðunum hvort sem þær eru ljósar eða dökkar. Það er til DUO lím með rauðum stöfum sem verður svart þegar það þornar ég reyndar nota það helst ekki. Vandist því að nota þetta bláa og hef bara aldrei breytt :)

IMG_4288

Passið að það sé jafn mikið af lími yfir öll augnhárin. Ekki fara of sparlega með límið það er betra að það sé aðeins meira lím og augnhárin festist vel en að það sé ekki nóg af lími og augnhárin losni þegar líður á kvöldið.

IMG_4293

Leggið augnhárin eins þétt uppvið augun ykkar og þið mögulega getið. Þið getið notað plokkara til að setja augnhárin á ykkur, sjálf nota ég bara fingurna. Þegar augnhárin eru komin á réttan stað þrýsti ég rót gerviaugnháranna þétt við mína eigin augnhárarót. Það geri ég til að það sjáist sem minnst skil á milli minna augnhára og gerviaugnhárannna.

Hér fyrir ofan sjáið þið að ég er með gerviaugnhár hægra megin en ekki vinstra megin. Þessi augnhár gera alveg helling sérstaklega fyrir lengdina á augnhárunum.

IMG_4304

Hér hefur límið svo þornað og ég bæti loks smá maskara á augnhárin. Ég set bæði smá maskara á mín augnhár áður en ég set augnhárin á og set svo maskara aftur eftir að augnhárin eru komin á. Augnhárin þríf ég svo bara með augnfarðahreinsi þegar ég tek þau af augunum. Þá get ég notað þau aftur.

IMG_4321

 

Lúkkar vel ekki satt? Þessi augnhár ætla ég að nota í kvöld ef tími leyfir. Þetta stefnir í að vera svaka MAC förðunarkvöld hjá mér – er það nokkuð verra ;)

EH

Áramótaförðunarvörurnar mínar

Skrifa Innlegg