fbpx

Leyndarmál Makeup Artistans

HúðlorealmakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaskarar

Ég er uppfull af góðum ráðum í dag – fannst því tilvalið að skella í eitt leyndarmála blogg það er nefninlega komið alltof langt síðan síðasta birtist;)

Til að fá þétta litaáferð á varalit sem er kannski ekki með rosalega sterkum litapigmentum er sniðugt að setja 2 umferðir af honum. Setjið eina umferð yfir varirnar og púðrið svo yfir litinn með litlausu blot púðri og setjið svo næstu umferð. Að setja margar umferðir lætur varalitinn líka endast lengur á vörunum þó svo það virki auðvitað best að nota varablýant;)

Eitt sem ég þoli ekki er þegar ég er að mála mig eða aðra og ég er búin að eyða tíma í að gera flotta augnförðun og svo set ég maskarann og hann smitast á augnförðunina… Það er til gott ráð við því – að setja blað (þarf helst að vera þykkt), nafnspjald eða jafnvel debetkort fyrir augnlokið til að skýla augnförðuninni. Einnig er auðveldara að setja maskarann alveg uppvið rót augnháranna og sikksakka svo vel í gegnum þau til að auka umfang þeirra tilmuna.

Ekki vera hræddar við að blanda ólíkum hlutum saman til að gera ykkar fullkomna sumarfarða. Þegar ég er að farða þá þarf ég oft að vera hugmyndarík þegar kemur að húðinni því ég er kannski ekki með farða sem er nógu ljós fyrir þá sem ég er að farða – gerist alltof oft! Í þeim tilfellum blanda ég oftast saman ljósum hyljara við aðrar vörur. Ef ég vil mikla þekingu þá blanda ég honum útí farða, ef ég við létta þekju þá blanda ég honum saman við rakakrem ef ég vil ljóma þá blanda ég honum saman við lumi primerinn frá L’Oreal. Þetta getið þið að sjálfsögðu nýtt ykkur líka og ekki bara þegar kemur að hyljara heldur líka farðanum ykkar – þ.e. blandað honum við rakakrem til að þynna hann eða sett lumi primerinn til að gefa húðinni ljóma.

Svo í lokin langar mig að hvetja ykkur til að nota reglulega liti – það eru til fleiri tónar í augnförðun en brúnir og svartir;) Það er um að gera að blanda þessu dáldið saman – hvort sem það er með því að nota litaðan eyeliner eða augnskugga. Um að gera að reyna að stíga reglulega út fyrir þægindarammann sinn með því að prófa eitthvað nýtt á hverjum degi – gæti verið gaman að setja upp svona 15 daga makeup challenge – svipað og Pattra gerði með fataskápinn sinn – hvernig litist ykkur á það?

EH

Snilldar aðferð til að snyrta augabrúnir

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. SJÓ

    30. May 2013

    myndi elska bloggáskorun frá þér!