fbpx

Laugardagstrít

Lífið Mitt

Það er nú frekar óvenjulegt að ég láti ekkert í mér heyra í heilan dag hér á síðunni minni nema eitthvað sé að. Í þetta sinn eru það fyrstu veikindi sonarins. Hann fór í fyrstu sprauturnar sínar á fimmtudaginn og er búinn að vera með hita síðan. Hann er sofnaður í vöggunni sinni núna og ég og unnustinn ákváðum að glápa á eina mynd saman. Ég ákvað að því tilefni að skella í heimagert Guacamole – en ég er nýbúin að uppgötva hvað það er gott!!Uppskriftin var í boði Evu Laufey Kjaran og bragðast ótrúlega vel! Takk fyrir okkur Eva ef þú sérð þetta kannski;)

Uppskriftina finnið þið HÉR

EH

Thriftwares

Skrifa Innlegg