Dagurinn í dag, 1. október markar ekki bara upphaf bleiks októbers, upphafs sölunnar á Bleiku slaufunni svona svo eitthvað sé nefnt en í dag kemur líka nýjasti Moomin bollinn í sölu – vetrarbollinn sem er alveg sérstaklega fallegur eins og þið sjáið hér…
Ég fékk bollann minn í gær og hef varla slitið mig frá honum síðan. Hann er svona alveg fullkominn bolli drekka heitan drykk í á meðan maður kúrir uppí sófa inní góðu teppi. Mér finnst litirnir í bollanum alveg sérstaklega fallegir og heillandi. Sagan sem bollinn segir er líka mjög skemmtileg og svona í takt við árstíðina sem er framundan. Á bollanum sést múmínsnáðinn ylja sér innpakkaður í teppi við kertaljós á meðan múmínmamma og múmínpabbi sofa vært undir heitum sængum.
Kaffið bragðast alltaf betur í nýjum moomin bolla – það er í alvörunni þannig! Svo í tilefni þess að nýr bolli er kominn finnst mér alveg ómissandi að deila gleðinni með heppnum aðdáanda þarna úti. Því ætla ég í samstarfi við Ábjörn Ólafsson að gefa einum heppnum lesanda þennan dásamlega bolla.
Við ætlum bara að hafa þetta einfalt en það sem þið þurfið að gera til að eiga kost á að eignast bollan er að…
- Deila þessari færslu á Facebook með því að smella á deila takkann hér fyrir neðan.
- Skrifa athugasemd við þessa færslu með nafninu ykkar þar sem þið deilið með mér hver ykkar uppáhalds heiti drykkur er fyrir veturinn!
Ég ætla svo að draga út úr leiknum á sunnudaginn næstkomandi. Fyrir ykkur sem geta þó ekki beðið svo lengi þá er bollinn nú kominn í sölu í verslunum eins og iittala, Duka, Þorsteinn Bergmann og Suomi Prkl. Bráðum kemur svo líka skál með sömu myndskreytingu og ég hlakka mikið til að koma höndum mínum yfir hana því þá get ég farið að borða matching morgunverð!
Að lokum langar mig svo að minna ykkur á Bleika boðið sem er haldið í Hafnarhúsinu í kvöld klukkan 19:45 – ég vonast að sjálfsögðu til að sjá sem flestar en þar verður m.a. hægt að kaupa Bleiku slaufuna og styrkja þar með Krabbameinsfélag Íslands. Í ár mun söfnunarféið fara í það að koma á skipulegri leit að ristilkrabbameini en um 52 Íslendingar deyja ár hvert úr því krabbameini.
EH
Skrifa Innlegg