fbpx

Tumadress #3

MömmubloggTinni & Tumi

Yndislega besta vinkona mín kom færandi hendi og færði Tuma þumal svo fallegan heilgalla í sængurgjöf. Hún þekkir mig svo vel – ábyggilega betur en nokkur annar í heiminum – hún færði Tuma nefninlega heilgalla með pöndumynstri! Við fjölskyldan elskum pöndur og mamman elskar heilgalla ef þið vissuð það ekki nú þegar ;)

Heilgalli: Ígló & Indí
Þessi galli er úr 100% lífrænum bómul og er því alveg dásamlegur fyrir þessa allra yngstu stubba. Gallinn er mjög þægilegur viðkomu og léttur og ég er oftast bara með hann í bleyjunni innanundir ef við erum heima en hann fer þá í samfellu og sokkabuxur undir hann ef við erum úti á flakki. Ég elska þetta fallega pandamunstur, ég keypti samfellu með sama munstri handa honum þegar ég var ólétt og Tinni á bol og húfu í sama munstri svo þeir geta verið í stíl bræðurnir. Pandamunstrið er í uppáhaldi hjá mér af því sem er til hjá fallega barnavörumerkinu þessa stundina – sjón er sögu ríkari ef þið hafið ekki farið og séð það nú þegar.

Tumi var í þessum fína galla tvo daga í röð og ég ætla ekki að telja saman myndirnar sem ég tók af honum í gallanum – hann var bara að krútta svo mikið yfir sig að ég gat ekki hætt að taka myndir. Þegar ég renndi í gegnum þessar rúmlegu 300 myndir (aha…) þá fór ég smá að vorkenna barninu mínu svo ég ákvað að búa til smá myndasögu sem ég held að sé ekki fjarri sannleikanum :)

tumadressigló3

„hmmm…. hvernig á ég að pósa fyrir mömmu í dag?“

tumadressigló2

„Ég veit! Ég skelli á mig einu risastóru brosi svo hún verði nú mega sátt og hætti að taka myndir af mér!“

tumadressigló

 “úff… virkaði ekki, hún varð bara æstari í að taka fleiri myndir af mér – ég þarf duddu!“

Ætli ég sé svona pirrandi móðir… ég held ekki ég held þeir elski að mamma þeirra taki um það bil 100 myndir af þeim á hverjum einasta degi. Svo get ég ómögulega eitt einni einustu mynd af þeim þó hún sé hreyfð, ekki í fókus eða þeir mögulega ekki með opin augun á myndinni. Sérhver mynd sýnir dýrmætt augnablik í lífi stubbanna minna og ég get ekki sleppt þess að eiga minningar um neitt þeirra!

Þið hinar mömmurnar skiljið mig… ég veit það ;)

EH

Bókin sem bjargar brjóstaþokunni

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Íris Tanja

    1. October 2015

    ❤️❤️❤️