fbpx

Kristjana förðunarfræðingur Lancome

LancomeMakeup ArtistMakeup Tips

Kristjana Guðný Rúnarsdóttir starfar sem National Makeup Artist fyrir Lancome. Kristjana er ekki bara einn af okkar hæfileikaríkustu förðunarfræðingum heldur er hún líka ein af yndislegustu konum sem ég hef kynnst og mér finnst ég ótrúlega heppin að fá að þekkja svona flotta konu sem ég get litið upp til í lífinu og í starfi.

Þó svo ég hafi átt ófá kaffideit með Kristjönu langaði mig að fá að vita aðeins meira hana og hennar störf fyrir Lancome. Að sjálfsögðu verð ég að deila spurningunum og svörunum með ykkur og gefa ykkur tækifæri til að kynnast þessari flottu konu.

215245_10200609145144506_354982786_n

Hvað felst starf þitt sem National Makeup Artist fyrir Lancome?

Fyrir sirka 8 árum fór ég fyrir hönd Íslands í stóra Make-up keppni út til Parísar sem haldin var af Lancôme. Þar kom einn keppandi frá hverju landi og þurfti hann að senda ferilskrá, myndband og meðmæli áður en að hann var samþykktur til að taka þátt í keppninni. Við gerðum það samviskusamlega og fékk ég svo boð um að koma út og taka þátt í keppninni. Ég get ekki lýst stressinu sem fylgdi kepninni. Ég fékk mína stöð, var með þrjár myndavélar á mér allann tímann, ásamt 30 manna dómnemd. Við fengum það tækifæri að skapa okkar eigið Lancôme make-up look. Eftir að hafa unnið í 3 daga stanslaust kom að lokaprófinu. Það voru 3 dómnemdir sem voru allar skipaðar yfirmönnum Lancôme ásamt ritstjóra stæðstu tímarita Frakklands, meðal annars franska Vouge. Ég þurfti að útskýra mína sýn á því sem ég hafði skapað og hugmyndina á bak við það. Það gekk svo glimrandi vel að ég var valin í national make-up artist hóp, en það var valinn minna en helmingur af keppendunum úr keppninni í þann hóp. Ég hef varið þann titil síðan, en ég fer út á hverju ári til að gera það. Ég þarf að fara í allskyns próf til að verja NMA titilinn. Það er mikið álag en samt alltaf gaman. Verkefnin sem við fáum eru mjög skemmtileg, til dæmis vinnum við mikið í París og einnig höfum við farið til New York. Þar vorum við að vinna við að ráðleggja konum hvað hentar þeim í snyrtivörum í öllum stærstu búðunum, eins og Bloomingdales. Konur voru búnar að panta með margra mánaða fyrirvara og borga til þess að hitta national make-up artists. Þetta var algert æði. Ég fékk þrjá aðstoðarmenn og þetta er lífsreynsla sem ég gleymi aldrei, að vera drottning í einn dag. Annars er starfið mitt mjög fjölbreytilegt og skemmtilegt. Ég sé um allar farðanir sem koma frá Lancôme sem eru í blöðunum, skrifa greinar um farðanir og ráðlegg konum í ýmsum snyrtivörubúðum.

971761_533831436675385_1404942592_n

Kristjana var í forsíðuviðtali á Vikunni fyrir ári síðan þar sem hún sagði meðal annars frá skemmtilegum sögum tengdum starfi hennar sem National Makeup Artist fyrir Lancome.

Hvar lærðiru förðun?

Árið 1996 í Make-up forever

Hversu lengi hefuru starfað í förðunarbransanum á Íslandi?

Ég hef unnið í þessum skemmtilega bransa í 16 ár, og hef algerlega fundið mig í honum.

Er eitthvað förðunarverkefni sem stendur uppúr á ferlinum?

Þau eru mörg, til dæmis New York ferðin. Ég hef haft þann heiður að hitta rosalega margar stórkostlegar konur á mínum ferli. Til dæmis fékk ég það tækifæri  að farða Yoko Ono og Elettra Wiedemann dóttir Isabellu Rossellini.

10526113_709579735756766_1925478166240836626_n

Kristjana sá um förðun fyrir forsíðumyndatöku nýjasta tölublaðs Nýs Lífs ásamt því að farða fyrir tískuþátt inní blaðinu – að sjálsögðu með vörum frá Lancome.

Hvaða fimm snyrti- eða förðunarvörur eru ómissandi í þinni snyrtibuddu?

Clarisonic, nýja undratækið mitt sem ég get ekki verið án. Visionnaire droparnir. Bon-Bon nýja ilmvatnið mitt frá Victor og Rolf. Miracle farðinn gefur húðinni minni fallegann ljóma. Kiss and Blush frá YSL og nýja uppáhalds er Grandiose maskarinn frá Lancôme en hann kemur í haust.

IMG_7346 BonBon ilmvatnið frá Victor og Rolf er líka eitt af mínum uppáhalds – dásamlegur ilmur í æðislegri flösku! Þessi er vonandi væntanlegur í sölu á Íslandi í haust.

Hvaða förðunarverkfæri gætirðu ekki verið án?

Lancome meik burstinn minn.

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og afhverju?

Grandiose frá Lancôme. Hann er fullkominn.is

IMG_2266

 Það eru fleiri en Kristjana spenntar fyrir komu Grandiose maskarans frá Lancome – þar á meðal undirrituð sem getur varla beðið!

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

City miracle CC kremið, sólarpúður, maskari, góð varanæring og sólavörn frá Biotherm.

Hvernig er húðumhirðu rútínan þín?

Núna er ég að nota Helenu Rubinstein Pure-Ritual froðuna í Clarisonic græjuna mína. Klára svo með Pure-Ritual andlitsvatn, Visionnaire serum og Genifique augnkremi. Hef vanið mig á frá byrjun að hugsa vel um húðina mína. Já, ég er lúxus kona og finn strax mun ef ég hugsa ekki vel um húðina.

3a1757c605f28220ce4c57321c134a6f

Sammála Kristjönu – það er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina – ég er eins og hún að nota Clarisonic núna og þvílík snilldargræja!

Hvert sækirðu þér innblástur fyrir farðanir?

Ég elska að horfa á gamlar bíómyndir og þar hef ég oft fengið minn innblástur.

w130308_14.30.07+-620x413

Kristjana farðaði vinkonurnar Söru og Andreu fyrir íslenska auglýsingaherferð fyrir Visionaire farðann þegar hann kom í sölu á Íslandi.

Geturðu deild með lesendum einu frábæru förðunartipsi?

Oft getur verið vandasamt að leggja eyeliner. Gott ráð er að leggja spegilinn á borðið og horfa niður með augað hálf lokað í staðin fyrir að horfa beint áfram. Þá geturu haft bæði augun opin, og sérð töluvert betur hvar eyelinerinn á að liggja. Eins geturu byrjað að móta með augnblýanti og rakið svo línuna með eyeliner.

Mér finnst sjálfri æðislegt að lesa yfir svörin hennar Kristjönu því ég heyri hana segja öll svörin. Það er ekki amalegt að fá aðstoð frá Kristjönu þegar þið verslið ykkur snyrtivörur – hennar sérsvið er að sjálfsögðu Lancome! Kristjönu finnið þið oftast í Hagkaup Kringlunni en þar fyrir utan skottast hún á milli annarra sölustaða eins og Debenhams og Hagkaup Smáralind – ég finn hana alla vega alltaf á einhverjum af þessum stöðum.

Takk fyrir „spjallið“ elsku Kristjana – panta kaffideit sem fyrst!

EH

Visionnaire fyrir fallega húð

Skrifa Innlegg