STÖK AUGNHÁR: TIPS

FÖRÐUNSÝNIKENNSLA

Mitt uppáhald þessa dagana er að vera með stök augnhár en ástæðan er einfaldlega vegna þess að mér finnst ég geta stjórnað betur hvernig ég vil hafa augnhárin. Það er hægt að gera þau náttúruleg eða dramatísk og hægt er að nota einn pakka af stökum augnhárum allavega þrisvar sinnum. Þannig þú ert eiginlega að fá þrjú augnhár í einum pakka, sem er algjör snilld.

Þessi stöku augnhár frá Eylure sem heita Duos&Trios eru mín uppáhalds. Þau eru alltaf tvö og tvö saman eða þrjú stök saman í einu. Með því að hafa þetta svona þá er maður mun fljótari og þarf færri augnhár í einu.

 


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

TIPS: 

1. Nota rétt verkfæri

Mér finnst alltaf gott að nota plokkara þegar ég set á mig augnhár en það er algjörlega persónubundið. Ef ég nota plokkara þá hef ég meiri stjórn á því hvert augnhárin fara.

2. Gera það sama báðum megin

Það sem ég meina með því er að ef þú byrjar á að setja augnhár með þremur stökum hægra megin að muna að gera það sama strax vinstra megin. Ég hef alveg lent í því að einbeita mér svo mikið að einu auganu að ég gleymdi strax öllu sem ég gerði og þá verða augun ekki eins.

3. Horfa niður í spegil

Mér finnst hjálpa ótrúlega mikið að horfa niður í spegil á meðan ég set á mig augnhár vegna þess að ef ég horfi beint í spegil þá blikka augun meira og þá verður þetta algjör martröð.

*Vöruna keypti greinahöfundur sjálfur en færslan inniheldur affiliate link

 

Hérna er ég um helgina með Duos&Trios frá Eylure

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Kristjana förðunarfræðingur Lancome

LancomeMakeup ArtistMakeup Tips

Kristjana Guðný Rúnarsdóttir starfar sem National Makeup Artist fyrir Lancome. Kristjana er ekki bara einn af okkar hæfileikaríkustu förðunarfræðingum heldur er hún líka ein af yndislegustu konum sem ég hef kynnst og mér finnst ég ótrúlega heppin að fá að þekkja svona flotta konu sem ég get litið upp til í lífinu og í starfi.

Þó svo ég hafi átt ófá kaffideit með Kristjönu langaði mig að fá að vita aðeins meira hana og hennar störf fyrir Lancome. Að sjálfsögðu verð ég að deila spurningunum og svörunum með ykkur og gefa ykkur tækifæri til að kynnast þessari flottu konu.

215245_10200609145144506_354982786_n

Hvað felst starf þitt sem National Makeup Artist fyrir Lancome?

Fyrir sirka 8 árum fór ég fyrir hönd Íslands í stóra Make-up keppni út til Parísar sem haldin var af Lancôme. Þar kom einn keppandi frá hverju landi og þurfti hann að senda ferilskrá, myndband og meðmæli áður en að hann var samþykktur til að taka þátt í keppninni. Við gerðum það samviskusamlega og fékk ég svo boð um að koma út og taka þátt í keppninni. Ég get ekki lýst stressinu sem fylgdi kepninni. Ég fékk mína stöð, var með þrjár myndavélar á mér allann tímann, ásamt 30 manna dómnemd. Við fengum það tækifæri að skapa okkar eigið Lancôme make-up look. Eftir að hafa unnið í 3 daga stanslaust kom að lokaprófinu. Það voru 3 dómnemdir sem voru allar skipaðar yfirmönnum Lancôme ásamt ritstjóra stæðstu tímarita Frakklands, meðal annars franska Vouge. Ég þurfti að útskýra mína sýn á því sem ég hafði skapað og hugmyndina á bak við það. Það gekk svo glimrandi vel að ég var valin í national make-up artist hóp, en það var valinn minna en helmingur af keppendunum úr keppninni í þann hóp. Ég hef varið þann titil síðan, en ég fer út á hverju ári til að gera það. Ég þarf að fara í allskyns próf til að verja NMA titilinn. Það er mikið álag en samt alltaf gaman. Verkefnin sem við fáum eru mjög skemmtileg, til dæmis vinnum við mikið í París og einnig höfum við farið til New York. Þar vorum við að vinna við að ráðleggja konum hvað hentar þeim í snyrtivörum í öllum stærstu búðunum, eins og Bloomingdales. Konur voru búnar að panta með margra mánaða fyrirvara og borga til þess að hitta national make-up artists. Þetta var algert æði. Ég fékk þrjá aðstoðarmenn og þetta er lífsreynsla sem ég gleymi aldrei, að vera drottning í einn dag. Annars er starfið mitt mjög fjölbreytilegt og skemmtilegt. Ég sé um allar farðanir sem koma frá Lancôme sem eru í blöðunum, skrifa greinar um farðanir og ráðlegg konum í ýmsum snyrtivörubúðum.

971761_533831436675385_1404942592_n

Kristjana var í forsíðuviðtali á Vikunni fyrir ári síðan þar sem hún sagði meðal annars frá skemmtilegum sögum tengdum starfi hennar sem National Makeup Artist fyrir Lancome.

Hvar lærðiru förðun?

Árið 1996 í Make-up forever

Hversu lengi hefuru starfað í förðunarbransanum á Íslandi?

Ég hef unnið í þessum skemmtilega bransa í 16 ár, og hef algerlega fundið mig í honum.

Er eitthvað förðunarverkefni sem stendur uppúr á ferlinum?

Þau eru mörg, til dæmis New York ferðin. Ég hef haft þann heiður að hitta rosalega margar stórkostlegar konur á mínum ferli. Til dæmis fékk ég það tækifæri  að farða Yoko Ono og Elettra Wiedemann dóttir Isabellu Rossellini.

10526113_709579735756766_1925478166240836626_n

Kristjana sá um förðun fyrir forsíðumyndatöku nýjasta tölublaðs Nýs Lífs ásamt því að farða fyrir tískuþátt inní blaðinu – að sjálsögðu með vörum frá Lancome.

Hvaða fimm snyrti- eða förðunarvörur eru ómissandi í þinni snyrtibuddu?

Clarisonic, nýja undratækið mitt sem ég get ekki verið án. Visionnaire droparnir. Bon-Bon nýja ilmvatnið mitt frá Victor og Rolf. Miracle farðinn gefur húðinni minni fallegann ljóma. Kiss and Blush frá YSL og nýja uppáhalds er Grandiose maskarinn frá Lancôme en hann kemur í haust.

IMG_7346 BonBon ilmvatnið frá Victor og Rolf er líka eitt af mínum uppáhalds – dásamlegur ilmur í æðislegri flösku! Þessi er vonandi væntanlegur í sölu á Íslandi í haust.

Hvaða förðunarverkfæri gætirðu ekki verið án?

Lancome meik burstinn minn.

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og afhverju?

Grandiose frá Lancôme. Hann er fullkominn.is

IMG_2266

 Það eru fleiri en Kristjana spenntar fyrir komu Grandiose maskarans frá Lancome – þar á meðal undirrituð sem getur varla beðið!

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

City miracle CC kremið, sólarpúður, maskari, góð varanæring og sólavörn frá Biotherm.

Hvernig er húðumhirðu rútínan þín?

Núna er ég að nota Helenu Rubinstein Pure-Ritual froðuna í Clarisonic græjuna mína. Klára svo með Pure-Ritual andlitsvatn, Visionnaire serum og Genifique augnkremi. Hef vanið mig á frá byrjun að hugsa vel um húðina mína. Já, ég er lúxus kona og finn strax mun ef ég hugsa ekki vel um húðina.

3a1757c605f28220ce4c57321c134a6f

Sammála Kristjönu – það er mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina – ég er eins og hún að nota Clarisonic núna og þvílík snilldargræja!

Hvert sækirðu þér innblástur fyrir farðanir?

Ég elska að horfa á gamlar bíómyndir og þar hef ég oft fengið minn innblástur.

w130308_14.30.07+-620x413

Kristjana farðaði vinkonurnar Söru og Andreu fyrir íslenska auglýsingaherferð fyrir Visionaire farðann þegar hann kom í sölu á Íslandi.

Geturðu deild með lesendum einu frábæru förðunartipsi?

Oft getur verið vandasamt að leggja eyeliner. Gott ráð er að leggja spegilinn á borðið og horfa niður með augað hálf lokað í staðin fyrir að horfa beint áfram. Þá geturu haft bæði augun opin, og sérð töluvert betur hvar eyelinerinn á að liggja. Eins geturu byrjað að móta með augnblýanti og rakið svo línuna með eyeliner.

Mér finnst sjálfri æðislegt að lesa yfir svörin hennar Kristjönu því ég heyri hana segja öll svörin. Það er ekki amalegt að fá aðstoð frá Kristjönu þegar þið verslið ykkur snyrtivörur – hennar sérsvið er að sjálfsögðu Lancome! Kristjönu finnið þið oftast í Hagkaup Kringlunni en þar fyrir utan skottast hún á milli annarra sölustaða eins og Debenhams og Hagkaup Smáralind – ég finn hana alla vega alltaf á einhverjum af þessum stöðum.

Takk fyrir „spjallið“ elsku Kristjana – panta kaffideit sem fyrst!

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Að laga til mistök

makeupMakeup ArtistMakeup Tips

Ég hef sjálf mikla reynslu af því að vera að vanda mig að gera förðun og gera svo ein klaufaleg mistök sem eyðileggja allt að mínu mati alla vega. Ég hef því í gegnum árin nýtt mér nokkur einföld ráð sem ég hef lært af reynslunni eða lesið mér til um, prófað og þróað í takt við mínar þarfir.

Mér datt í hug að deila þeim helstu með ykkur en mögulega kannist þið við þónokkur þeirra :)

Að hreinsa burt litsterkan varalit:

Ég veit ekki hversu oft ég hef lent í því að hætta við að vera með einhvern ákveðin varalit. Oftast þá er ég kannski að skipta úr sterkum lit í aðeins meira nude. Þar sem litapigment í sterkum varalitum geta fest sig vel í vörunum þá er gott að vera með góð ráð til að ná þeim alveg burt. Ég hef tvö ráð annars vegar þá er það að nota tvöfaldan olíuaugnhreinsi – olían þurrkar allt burt en hún getur líka verið til vandræða þegar þið setjið aftur á ykkur varalit. Ég mæli ekki með þessu ráði ef þið eruð að skipta úr einum áberandi varalit í annan áberandi þar sem liturinn gæti runnið til. Þetta ráð virkar helst þegar þið skiptið í nude litaðan þar sem hann sést varla.

Ef þið viljið hins vegar fara í annan litsterkan lit byrjið þá á því að taka sem mest af varalitunum af. Berið svo glæran varasalva yfir varirnar og þurrkið aftur af þeim – endurtakið þetta þar til varirnar eru orðnar hreinar. Varirnar vera líka ótrúlega vel nærðar og fallegar.

eda71abb85bb175a67166ae2c0f15e3d

Eyrnapinnar og rakakrem til að laga eyeliner:

Ef ég er að nota blautan eða gel eyeliner og geri mistök t.d. geri spíss sem ég þarf að laga til þá hef ég þá reglu að leyfa formúlunum að þorna alveg áður en ég laga til. Ef þið síðan takið eyrnapinna og dýfið honum í rakakrem (helst olíulaust) getið þið nuddað mistökin burt á no time og byrjað uppá nýtt. Ég segi olíulaust þar sem olían frá kreminu getur gert ykkur erfitt fyrir þegar þið byrjið aftur á eyelinerlínunni.

Að nota svamp sem strokleður:

Svampur er snilldartól til að hafa við hendina þegar þið eruð að farða ykkur. Hann virkar nefninlega alveg eins og strokleður. Að jafnaði nota ég nú ekki þessa þríhyrningasvampa þegar ég er að farða en þeir eru snilld þegar þarf að nudda í burtu of mikið sólarpúður, kinnalit eða augnskugga. Passið bara að svampurinn sé alveg þur og hann strokar út það sem þið þurfið burt.

sp001Að laga til glimmer:

Ef þið eruð að nota grófar glimmeragnir til að lífga uppá augnförðunina ykkar en þær fara kannski útum allt þá er eitt ráð sem bregst aldrei og það er að nota límband til að veiða þær upp. Stimplið límbandinu yfir glimmeragnirnar sem þið viljið burt og þær festast við límið og hverfa. Dáldið svona eins og að renna límrúllu yfir andlitið. Sama ráð getið þið líka notað til að hreinsa allt glimmerið af húðinni þegar þið þrífið hana.

Of mikið púður:

Ef þið misstuð ykkur aðeins of mikið í púðrinu og húðin varð of mött þannig að púðrið sést vel á húðinni ekki panikka. Ég hef alveg gert þetta óvart sérstaklega ef ég gleymi að dusta púðrinu úr burstanum áður en ég nota hann yfir húðina. Bíðið í smástund – ef þið eruð með olíumikla húð er líklegt að þetta geri lítið til og yfirborð húðarinnar jafni sig á nokkrum mínútum. Annars er snilld að vera með léttan andlitsúða – face mist og spreyja létt yfir alla húðina, haldið brúsanum bara í smá fjarlægð svo andlitið blotni ekki of mikið. Svona úða hef ég prófað frá MAC, Body Shop, Ole Henriksen og Youngblood en næst langar mig að testa Arctic Face Mist frá Skyn Iceland.

3999e488ed2892ce7eee4074c46d8df5 fa936e65b08d3bfbff55db79a7b74197

Fimm förðunarráð sem klikka aldrei hjá mér. Það síðasta er líka æðislegt að nýta til að fríska aðeins uppá förðunina yfir daginn. Það gefur húðinni frísklega áferð – svo vaknar húðin vel og maður endurnærist einhvern veginn.

Eigið góða helgi ég ætla að njóta dagsins uppí sveit með mömmuhópnum mínum. Ég vona innilega að við fáum gott veður svo við getum verið úti að leika í allan dag:)

EH

 

Leyndarmál Makeup Artistans: Einfalt en virkar;)

Ég Mæli MeðHármakeupMakeup ArtistMakeup Tips

Mér datt í hug að næstu leyndarmál myndu einkennast af einföldum en sniðugum makeup ráðum fyrir ykkur og kannski fleirum í einu en vanalega. Næsta leyndarmála færsla átti reyndar að snúast um neglur en ég hef ekki enn haft tíma til að skella í hana – ætlaði að reyna að gera myndbönd með þeirri færslu líka ;)

En hér eru nokkur góð tips sem eru kannski ekki svo augljós en um leið og þið heyrið þau þá fattið þið hvað þau eru mikil snilld!

Blanda saman smá augnkremi útí hyljara til að jafna áferð í kringum augun:

Augnkrem gefa húðinni í kringum augun góðan raka og ef þið eruð með smá línur í kringum augun þá fylla flest þeirra auðvitað uppí þau. Hvort sem þið notið augnkrem á hverjum degi eða ekki er sniðugt þó að blanda því saman við smá hyljara til að setja í kringum augun. Áferðin verður ótrúlega flott, jöfn og hyljarinn fer ekki í línur svo það þarf t.d. ekki að nota mikið púður til að matta áferðina svo hyljarinn fari ekki í rugl.

Screen Shot 2014-04-02 at 9.22.58 AM

Notið sólarpúður til að dekkja húðina:

Nú er ég ekki að hvetja ykkur til að bera sólarpúður yfir alla húðina – alls ekki gera það þá verður áferðin á húðinni of púðruð. En ef þið setjið smá sólarpúður t.d. með sanseringu eða smá highlight yfir svæði andlitsins sem standa út þá getið þið látið líta út fyrir að þið hafið verið útí sól. Setjið sólarpúður ofan á kinnbeinin, yfir ennið, meðfram nefinu og á hökuna og ef þið eruð í þannig flík að ofan setjið þá aðeins ofan á bringubeinið. Þetta eru þau svæði sem ná sér fyrst í lit þegar við förum í sólina svo liturinn virðist raunverulegur.

Fit ME-bronzer_model-shot_083115-1

Notið fleiri en einn maskara til að fá fullkomin augnhár:

Maður þarf alls ekki bara að nota einn maskara til að móta augnhárin sín. Ef þið hafið ekki enn fundið hinn fullkomna maskara fyrir ykkur þá getur verið sniðugt að nota tvo mismunandi maskara. Kannski einn til að byrja að móta augnhárin, sem greiðir vel úr þeim og svo loks notið þið annan sem er kannski kolsvartur og gefur meiri þykkingu eða lengingu. Mér finnst líka alltaf nauðsynlegt að vera með góða stál augnhára greiðu eins og þessa frá Real Techniques við hendina til að renna í gegnum augnhárin til að fullkomna þau og fjarlægja klumpa sem geta komið á augnhárin. Nýlega setti Max Factor á markaðinn tvöfaldan maskara sem er algjör snilld. Í öðrum endanum er maskari sem er æði dags daglega og hinum megin er svo meiri þykkingarformúla sem er kolsvört og gefur fallega glans áferð á augnhárin. Í vikunni ætla ég einmitt að sýna ykkur videoumfjöllun um hann.MaxFactorExcessVolumeExtremeImpactMascara

Notið púður á milli umferða til að byggja upp þekju:

Ef þið fáið leiðinlega bólu eða eruð með hrikalega bauga þá er sniðugt að setja nokkrar umferðir af hyljara þangað til ykkur finnst þið vera búin að fá nógu góða þekju. Setjið smá púður á milli umferða af hyljaranum til að byggja upp meiri þéttleika og til að auðvelda ykkur verkið!Screen Shot 2014-04-02 at 10.09.49 AM

Burt með leiðindaroða:

Ef þið eruð með mikinn roða í húðinni t.d. rósaroða þá eru nú fáanleg alls konar sniðug krem til að leiðrétta það. Sjálf finnst mér þegar ég hef verið að farða konur með roða CC kremið frá L’Oreal langbest. Það er líkast töfrum að setja kremið yfir rauða húð þar sem liturinn jafnast samstundis. Ég hef svo heyrt það frá einni vinkonu minni sem er með rósaroða að það virki sérstaklega vel við roðanum hennar og að það virki betur en aðrar vörur sem hún hefur prófað. Það sem er svo sérstakt við það er að það er grænt þegar það kemur úr túpunni en það inniheldur litapigment sem springa út og lita kremið með léttum brúnum tón sem aðlagast litarhafti húðar þeirrar konu sem notar það – algjört töfrakrem!loreal-cc-cream-nude-magique-anti-redness_iZ863XvZxXpZ1XfZ54302987-95999781367-1.jpgXsZ54302987xIM

Notið þurrsjampó til að fá lyftingu í hárið!

Eitt svona hártips sem ég nota sjálf stöðugt. Þegar ég vil aðeins fríska uppá hárið, fá aukna lyftingu þá finnst mér þurrsjampó eina leiðin til að gera það vel og hratt. Ég beygi mig fram svo hárið stendur niður og set þurrsjampóið í hárrótina. Nudda því svo aðeins í rótina og kasta hárinu upp. Þá kemur samstundis góð lyfting. Ég er mjög hrifin af þurrsjampóinu frá eva nyc  sem fæst t.d. í ölluma apótekum mjög litríkur brúsi og svo var ég að prófa sjampóið frá Sebastian sem er snilld það fæst á hárgreiðslustofum. Svo eru reyndar líka rosalega sniðug þurrsjampó með lit í frá merkinu Label M t.d. eru þau sniðug ef þið eruð farnar að fá smá rót hvort sem það er sökum annars hárlits eða grárra hára – þá dekkar sjampóið litinn áður en þið komist í litun:)

Screen Shot 2014-04-02 at 9.38.04 AMVonandi koma þessi ráð að góðum notum :)

EH

Burstarnir mínir… frh.

DiorÉg Mæli MeðFörðunarburstarMACMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineReal Techniques

Í fyrsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal var mynd þar sem ég stillti upp uppáhalds förðunarburstunum mínum og sagði frá nokkrum þeirra. Vegna plássleysis þá komst ekki fyrir lýsing á öllum burstunum sem mér fannst frekar leiðinlegt en mig langar að bæta úr því með því að birta allar lýsingarnar hér…Screen Shot 2013-10-21 at 11.24.03 AM

 

 1. Sheido augnhárabrettari: Augnhárabrettara nota ég örsjaldan, bara þegar ég er að nota gerviaugnhár eða þegar mér finnst maskarinn sem ég er að nota ekki gefa augnhárunum nægilega lyftingu. Augnhárabrettarinn frá Shu Uemura er oft talinn vera sá besti en mér finnst Shiseido brettarinn ekkert gefa honum eftir. Hann er líka fáanlegur hér á Íslandi en ekki hinn.
 2. MAC – 286 Duo Fibre Tapered Blending Brush: Þetta er án efa besti blöndunarbursti sem ég hef prófað. Hann nota ég bæði til að blanda saman augnskuggum og gera skyggingar á augnlokum. Það er mjög fljótlegt að gera skyggingar með þessum bursta því hann passar svo vel inn í globuslínuna.
 3. MAC – 239 Eye Shader Brush: Að mínu mati er þetta besti burstinn til að bera augnskugga á augnlokið. Burstinn er flatur og með mörgum hárum sem liggja þétt saman sem skilar sér í þéttri áferð á augnskugganum. Þennan nota ég í hvaða tegundi augnskugga sem er og stundum jafnvel til að dreifa út eyeliner yfir augnlokið.
 4. MAC – 208 Angled Brow Brush: Frábær bursti til að móta augabrúnir. Hann markar útlínur augabrúnanna með mikilli nákvæmni og með honum er auðvelt að móta hvaða augabrúnir sem er.
 5. Revlon stök augnhár: Ég er alltaf með stök augnhár í burstatöskunni minni. Augnhárin nota ég alls ekki alltaf en það er gott að vera með þau ef ske kynni að ég þyrfti að ná að ýkja augnhár fyrirsætunnar sem ég er að farða. Stök augnhár eru alls ekki eins gervileg og þau sem eru heil.
 6. Real Techniques svampur: Svampar eru ómissandi í förðunarburstasett að mínu mati. Þessi svampur er nýr í mínu setti og minnir mig á Beauty Blender svampinn sem er þekktur í förðunarheiminum. Þessi er bæði kúptur og sléttur svo það er hægt að gera margt með honum. Ég nota hann til að mýkja áferð húðarinnar og til að laga mistök sem ég hef gert. Svampar virka eins og strokleður í förðun.
 7. MAC – 130 Duo Fibre Brush: Uppáhalds Duo Fibre burstinn minn. Hann nota ég til að jafna áferð húðarinnar og til að blanda förðunarvörum saman á húðinni svo það myndist engin áberandi litaskil.
 8. Make Up Store – 107 Eyeshadow Brush: Þessi flati bursti er fyrir augnskugga en ég nota hann alltaf til að setja hyljara á húðina. Hann er svo mjór og langur að það er auðvelt að komast til allra svæða í húðinni.
 9. Real Techniques – Detailer Brush: Þessi bursti er í Core Collection burstasettinu. Hann er til þess að nota hyljara en persónulega er þetta uppáhaldsburstinn minn til að setja varalit eða gloss á varirnar.
 10. Maybelline – Gel Eyeliner Brush: Þessi bursti fylgir með gel eyelinernum frá Maybelline. Hann er lítill, nettur og flatur með frekar grófum, stuttum hárum sem gefa þétta áferð á eyelinerinn. Mér finnst þægilegt að geta bæði gert skarpan og mjúkan eyeliner með sama burstanum.
 11. Real Techniques – Lash Brow Groomer: Þetta er tvöföld greiða sem er með nylon hárum öðrum megin. Greiðuna nota ég til að jafna lit og áferð augabrúnanna eftir að ég hef mótað þær. Stálgreiðuna nota ég til að greiða í gegnum augnhárin eftir að ég hef borið maskara á þau. Greiðan aðskilur hárin og fjarlægir klumpa ef þeir hafa myndast.
 12. Real Techniques – Accent Brush: Pínulítill og flatur bursti sem er þægilegt að nota til að gera smáatriði í augnförðun eða til að „smudge-a“ eyeliner.
 13. Real Techniques – Deluxe Crease Brush: Æðislegur bursti til að gera mjúkar skyggingar í globuslínunni. Hann dreifir jafnt úr litnum og smellpassar í globuslínuna. Þennan nota ég líka til að blanda augnskuggum saman og til að „smudge-a“ eyeliner.
 14. Eyrnainnar: alltaf möst!
 15. Real Techniques – Blush Brush: Þetta er oddmjór púðurbursti sem er gott að nota til að skyggja andlitið. Þennan bursta nota ég í púðurförðunarvörur eins og litlaust púður, púðurfarða, sólarpúður og kinnalit. Vegna þess að hann er oddmjór þá verður áferðin, sem hann gefur andlitinu, jöfn og það dreifist jafnt úr litnum.
 16. Real Techniques – Setting Brush: Lítill og örmjór púðurbursti sem ég nota til að vinna nákvæmnisvinnu eins og að púðra ákveðin svæði húðarinnar eða jafnvel blanda augnskuggum saman.
 17. Real Techniques – Expert Face Brush: Þessi bursti á að eiga heima í öllum snyrtibuddum. Með honum er hægt að gera nánast allt. Hann má nota í fljótandi, krem- og púðurförðunarvörur. Ég nota hann t.d. til að grunna húðina með farða en ég nota hann líka til að blanda hyljaranum saman við farðann svo það myndist engin skil.
 18. Dior – flatur hringlóttur farðabursti: Frábær bursti til að bera fljótandi farða eða BB krem á húðina. Gefur jafna og þétta áferð. Ég strýk burstanum yfir andlitið til að dreifa úr farðanum og nota svo hringlaga hreyfingar til að jafna áferðina.

Svona eftir á þá skil ég vel að allur þessi texti komst ekki fyrir á einni blaðsíðu :D

Ég hef lengi verið beðin um góðar umfjallanir um förðunarbursta og ég ætla svo sannarlega að taka þeim núna á næstunni!

EH