fbpx

Burstarnir mínir… frh.

DiorÉg Mæli MeðFörðunarburstarMACMake Up StoremakeupMakeup ArtistMakeup TipsMaybellineReal Techniques

Í fyrsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal var mynd þar sem ég stillti upp uppáhalds förðunarburstunum mínum og sagði frá nokkrum þeirra. Vegna plássleysis þá komst ekki fyrir lýsing á öllum burstunum sem mér fannst frekar leiðinlegt en mig langar að bæta úr því með því að birta allar lýsingarnar hér…Screen Shot 2013-10-21 at 11.24.03 AM

 

  1. Sheido augnhárabrettari: Augnhárabrettara nota ég örsjaldan, bara þegar ég er að nota gerviaugnhár eða þegar mér finnst maskarinn sem ég er að nota ekki gefa augnhárunum nægilega lyftingu. Augnhárabrettarinn frá Shu Uemura er oft talinn vera sá besti en mér finnst Shiseido brettarinn ekkert gefa honum eftir. Hann er líka fáanlegur hér á Íslandi en ekki hinn.
  2. MAC – 286 Duo Fibre Tapered Blending Brush: Þetta er án efa besti blöndunarbursti sem ég hef prófað. Hann nota ég bæði til að blanda saman augnskuggum og gera skyggingar á augnlokum. Það er mjög fljótlegt að gera skyggingar með þessum bursta því hann passar svo vel inn í globuslínuna.
  3. MAC – 239 Eye Shader Brush: Að mínu mati er þetta besti burstinn til að bera augnskugga á augnlokið. Burstinn er flatur og með mörgum hárum sem liggja þétt saman sem skilar sér í þéttri áferð á augnskugganum. Þennan nota ég í hvaða tegundi augnskugga sem er og stundum jafnvel til að dreifa út eyeliner yfir augnlokið.
  4. MAC – 208 Angled Brow Brush: Frábær bursti til að móta augabrúnir. Hann markar útlínur augabrúnanna með mikilli nákvæmni og með honum er auðvelt að móta hvaða augabrúnir sem er.
  5. Revlon stök augnhár: Ég er alltaf með stök augnhár í burstatöskunni minni. Augnhárin nota ég alls ekki alltaf en það er gott að vera með þau ef ske kynni að ég þyrfti að ná að ýkja augnhár fyrirsætunnar sem ég er að farða. Stök augnhár eru alls ekki eins gervileg og þau sem eru heil.
  6. Real Techniques svampur: Svampar eru ómissandi í förðunarburstasett að mínu mati. Þessi svampur er nýr í mínu setti og minnir mig á Beauty Blender svampinn sem er þekktur í förðunarheiminum. Þessi er bæði kúptur og sléttur svo það er hægt að gera margt með honum. Ég nota hann til að mýkja áferð húðarinnar og til að laga mistök sem ég hef gert. Svampar virka eins og strokleður í förðun.
  7. MAC – 130 Duo Fibre Brush: Uppáhalds Duo Fibre burstinn minn. Hann nota ég til að jafna áferð húðarinnar og til að blanda förðunarvörum saman á húðinni svo það myndist engin áberandi litaskil.
  8. Make Up Store – 107 Eyeshadow Brush: Þessi flati bursti er fyrir augnskugga en ég nota hann alltaf til að setja hyljara á húðina. Hann er svo mjór og langur að það er auðvelt að komast til allra svæða í húðinni.
  9. Real Techniques – Detailer Brush: Þessi bursti er í Core Collection burstasettinu. Hann er til þess að nota hyljara en persónulega er þetta uppáhaldsburstinn minn til að setja varalit eða gloss á varirnar.
  10. Maybelline – Gel Eyeliner Brush: Þessi bursti fylgir með gel eyelinernum frá Maybelline. Hann er lítill, nettur og flatur með frekar grófum, stuttum hárum sem gefa þétta áferð á eyelinerinn. Mér finnst þægilegt að geta bæði gert skarpan og mjúkan eyeliner með sama burstanum.
  11. Real Techniques – Lash Brow Groomer: Þetta er tvöföld greiða sem er með nylon hárum öðrum megin. Greiðuna nota ég til að jafna lit og áferð augabrúnanna eftir að ég hef mótað þær. Stálgreiðuna nota ég til að greiða í gegnum augnhárin eftir að ég hef borið maskara á þau. Greiðan aðskilur hárin og fjarlægir klumpa ef þeir hafa myndast.
  12. Real Techniques – Accent Brush: Pínulítill og flatur bursti sem er þægilegt að nota til að gera smáatriði í augnförðun eða til að „smudge-a“ eyeliner.
  13. Real Techniques – Deluxe Crease Brush: Æðislegur bursti til að gera mjúkar skyggingar í globuslínunni. Hann dreifir jafnt úr litnum og smellpassar í globuslínuna. Þennan nota ég líka til að blanda augnskuggum saman og til að „smudge-a“ eyeliner.
  14. Eyrnainnar: alltaf möst!
  15. Real Techniques – Blush Brush: Þetta er oddmjór púðurbursti sem er gott að nota til að skyggja andlitið. Þennan bursta nota ég í púðurförðunarvörur eins og litlaust púður, púðurfarða, sólarpúður og kinnalit. Vegna þess að hann er oddmjór þá verður áferðin, sem hann gefur andlitinu, jöfn og það dreifist jafnt úr litnum.
  16. Real Techniques – Setting Brush: Lítill og örmjór púðurbursti sem ég nota til að vinna nákvæmnisvinnu eins og að púðra ákveðin svæði húðarinnar eða jafnvel blanda augnskuggum saman.
  17. Real Techniques – Expert Face Brush: Þessi bursti á að eiga heima í öllum snyrtibuddum. Með honum er hægt að gera nánast allt. Hann má nota í fljótandi, krem- og púðurförðunarvörur. Ég nota hann t.d. til að grunna húðina með farða en ég nota hann líka til að blanda hyljaranum saman við farðann svo það myndist engin skil.
  18. Dior – flatur hringlóttur farðabursti: Frábær bursti til að bera fljótandi farða eða BB krem á húðina. Gefur jafna og þétta áferð. Ég strýk burstanum yfir andlitið til að dreifa úr farðanum og nota svo hringlaga hreyfingar til að jafna áferðina.

Svona eftir á þá skil ég vel að allur þessi texti komst ekki fyrir á einni blaðsíðu :D

Ég hef lengi verið beðin um góðar umfjallanir um förðunarbursta og ég ætla svo sannarlega að taka þeim núna á næstunni!

EH

Innblástur: Matching

Skrifa Innlegg