fbpx

BÓLA VERÐUR AÐ BJÚTÍBLETT

FÖRÐUN

Mér finnst alltaf gaman að prófa nýjar aðferðir í förðun, það skemmtilega við förðun er að maður getur alltaf lært eitthvað nýtt. Þetta ráð sem ég ætla deila með ykkur er smá fyndið ráð en ég sá þetta hjá einum af mínum uppáhalds Youtube-erum, Desi Perkins.

Þetta er ráð við því að fela bólu en ég myndi segja að þetta henti kannski ekki öllum bólum en það kannski örugglega margir við það að fá bólu sem er mjög útstæð og manni finnst einsog allir taki eftir henni (þótt að það sé meira maður sjálfur sem pælir í því heldur en einhver annar). Þetta ráð felst semsagt í því að gera bóluna að fæðingabletti, þetta hljómar mjög skringilega en þetta virkar!

Ég var að fara á forsýningu um daginn og fékk bólu deginum áður, sem var mjög áberandi (að mínu mati haha) og ég ákvað að prófa þetta ráð. Fyrst fannst mér þetta mjög skrítið og var eiginlega bara hlæjandi meðan ég var að gera þetta. Ég ákvað að nota daufan lit til þess að búa til fæðingablettinn og notaði augabrúnablýant en það kemur miklu daufari litur af þeim heldur en venjulegum augnblýanti. Síðan fór ég og vinkona mín á forsýninguna og ég segi við hana að ég sé með svo stóra bólu, þá segir hún “þetta er samt bara einsog fæðingablettur”, þá hugsaði ég vá hvað þetta virkar!

Fyrir

Eftir

 

Ég sýndi þetta ráð fyrst á snapchat en hérna er ég semsagt búin að gera mig til fyrir forsýninguna. Mér finnst þetta mjög skemmtilegt ráð og mjög auðvelt að gera. Bólur trufla mig samt ekkert og eru bara hluti af lífinu en það er gaman að geta gripið í eitthvað svona, mér fannst þetta líka virka meira á hausinn á mér því ég steingleymdi því að ég væri með bólu.

Ykkur er velkomið að fylgja mér á hinum miðlunum mínum.. 

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

SKIPULAG: SKÓLINN

Skrifa Innlegg