SPURT & SVARAÐ: FÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Ég er búin að vera vinna við förðunarfræðina síðan að ég útskrifaðist sem var fyrir fjórum árum. Á þessum fjórum árum hef ég oft fengið allskonar spurningar tengt förðun eða snyrtivörum. Mér datt í hug að deila þessum spurningum með ykkur. Ég ákvað líka að spurja á snapchat hvað þið vilduð vita og fékk ég mikið af sömu spurningunum. Ég valdi út þær spurningar sem ég fæ hvað mest og reyni að svara hinum aftur seinna hérna á blogginu. Það er þó alltaf hægt að spurja mig og fá svar strax.

Hvort setur maður hyljara á undan farðanum eða farðann fyrst og síðan hyljara?

Þetta er mjög algeng spurning og það er ekkert rétt svar við henni. Mér finnst best að setja fyrst farða og síðan hyljara. Ég hugsa þetta þannig að ég set fyrst farða yfir allt andlitið en nota síðan hyljara ef mér finnst mér vanta meiri þekju. Farðinn á að gera mestu vinnuna að mínu mati og hyljarinn á að hjálpa til.

Hvað á að nota maska oft í viku?

Það er ótrúlega mikilvægt að setja á sig maska að minnsta kosti einu sinni í viku en maski er það næsta sem kemst að andlitshreinsun sem við getum gert heima. Mér finnst góð regla að setja á sig hreinsi maska einu sinni í viku og rakamaska einu sinni til tvisvar í viku. Það er samt algjörlega persónubundið hvernig maska maður notar.

Hvenær á maður að byrja að nota augnkrem og hvað gerir augnkrem?

Það er oftast miðað við 20-25 ára. Augnsvæðið er mjög viðkvæmt og því mjög mikilvægt að nota vörur sem hentar því svæði. Fínar línur koma oftast fyrst í kringum augum og það er hægt að koma í veg fyrir það með augnkremi til dæmis. Það er einsog aðal stjörnurnar í Hollywood segja, augnkrem og sólarvörn er must!

Hvernig er best að setja á sig augnhár?

Það mikilvægasta við að setja á sig augnhár er að vera með gott lím, spegil og plokkara, það gerir allt miklu auðveldara. Ég set þunnt lag af lími á augnhárin og bíð í 30-60 sek eða þangað til límið er orðið næstum því þurrt eða “tacky”. Síðan horfi ég niður í spegil og set augnhárin á með plokkara. Þetta er mun auðveldara en að horfa beint í spegil en þá byrja augun að blikka og allt fer í klessu.

Hvað gerir rakasprey?

Rakasprey er eitt af mínum uppáhalds snyrtivörum en rakasprey lætur förðunina haldast á lengur og tekur í burtu “púður áferð”. Rakasprey má nota í margt, til dæmis er hægt að nota það eitt og sér til þess að gefa húðinni meiri raka. Það er síðan hægt að nota rakasprey til þess að gera augnskugga litsterkari.

 

Vonandi hjálpar þetta einhverjum og þið megið endilega segja mér ef ég á að halda þessu áfram.. hafa þetta kannski sem fastan lið? xx

 

Ykkur er velkomið að fylgjast með mér á mínum miðlum..

Snapchat: gsortveitmakeup

Instagram: gudrunsortveit

NÝTT Í SNYRTIBUDDUNNI

Skrifa Innlegg