fbpx

Visionnaire fyrir fallega húð

Ég Mæli MeðFyrir eldri húðHúðLancomeLífið Mitt

Uppáhalds húðvörulínan mín frá Lancome er án efa Visionnaire – bláa línan! Í stuttu máli þá inniheldur línan vörur sem er ætlað að vinna á móti öldrun húðarinnar, þétta húðina, minnka sýnileika svitaholna, gefa húðinni rakamikla fyllingu. Svona húðvörulínur virka auðvitað allar best þegar þær eru notaðar í heild sinni og allar í einu. Því er tilvalið að segja ykkur frá línunni, vörunum sem fást í henni og hvað þær gera sem er svona sérstakt.

Lancome er eitt af þessum merkjum sem er leiðandi á sviði framfara í húðvöruframleiðslu – Visionnaire línan er ein af þessum leiðandi nýjungum í snyrtivörugeiranum…

visionaire5

Hér sjáið þið Visionnaire dropana – kremið og augnkremið…

Ég vil segja ykkur frá vörunum í réttri röð – þ.e. röðinni sem ég nota vörurnar í:

visionaire3

Fyrst eru það leiðréttingar droparnir sem ég nota eins og serum – s.s. á alveg hreina húð áður en ég ber krem yfir húðina. Droparnir smeygja sér lengra inní húðina en kremið kemst og því laga þeir húðina innan frá. Droparnir eru með mikilli virkni og þá má auðvitað  nota með hvaða kremi sem er eða öðrum húðvörum. Það er það mikil virkni í þeim að ég nota þá kannski ekki alveg dags daglega – kannski bara viku og viku í einu og tek svo pásu inná milli. Eins og þið sjáið eru droparnir mjög þunni og rosalega drjúgir – það þarf örlítið til að þekja alla húðina – magnið sem þið sjáið hér á handabakinu er eiginlega alveg nóg :)

visionaire4

Kremið finnst mér ótrúlega skemmtilegt en það er einhvern veginn gelkennt og svo létt og rakamikið og gefur húðinni svo mikla og þétta fyllingu.

Bæði kremið og serum droparnir innihalda efni sem nefnist LR2412 sem Lancome á einkarétt á. Í 12 ár unnu rannsóknarstofur Lancome með efni sem heitir Jasmonite og finnst í plöntum. Jasmonite gerir það að verkum að þegar planta skemmist framleiðir hún efnið sem hefur græðandi áhrif á plöntuna og reynir að laga hana.  Í kjölfar rannsóknanna varð til sameindin LR2412 sem vinnur eins og Jasmonite fyrir húðina – það græðir hana og lagfærir.

visionaire6

Aungkremið finnst mér alveg sérstaklega skemmtilegt að því leitinu til að hér er líka hugsað um hvernig er hægt að passa uppá að kremið dreifist jafnt um augnsvæðið án þess að þrýsta óþarflega mikið á húðina. Húðin í kringum augun er sérstaklega viðkvæm og hún má ekki við óþarfa erting. Hafið þið ekki örugglega heyrt um að maður eigi alltaf að nota baugfingur til að bera á augnkrem því sá fingur gefur minnstan þrýtsting. Hér er það flatur sílikon dreifari sem maður notast við til að dreifa úr kreminu. Sílikomið er ótrúlega mjúkt og dreifir auðveldlega úr kreminu sem er dáldið gelkennt og því kælir það um leið. Aungkrem dreifum við í kringum augun og munið að setja það alveg útað gagnauganu. Kremið vinnur á ójöfnum húðlit, leiðinda baugum, þrota og óvelkomnum litum í kringum augun.

visionaire2

Einnig er fáanlegur farði sem tilheyrir Visionnaire línunni en hann er að sjálfsögðu förðunarvara en ekki húðvara – eða hvað… mögulega er farðinn einhvers staðar þarna á milli því farðinn leytast við að laga húðina – sérstaklega áferð hennar og lit. Með daglegri notkun á farðanum segir Lancome að farðinn auki sjáanlega gæði húðarinnar dag eftir dag. Farðinn inniheldur einnig efnið LR2412 sem vinnur á ójöfnum húðlit svo sem roða og dökkum blettum, ójafnri áferð, húðholum og fínum línum.

Fyrir utan það að hafa þennan lagfæringarmátt er hér á ferðinni einn fallegasti fljótandi farðinn sem er til hér á Íslandi að mínu mati. Ég nota þennan iðulega í brúðarfarðanir ef hann hentar húð brúðarinnar og endingin bregst þeim aldrei eða áferðin sem hann gefur húðinni.

Annar kostur við farðann er að með honum fylgir vítamín auðgaður hyljari sem er á toppi farðans svo í rauninni er þetta tveir fyrir einn vara. Hyljarinn er mjög góður og hylur leiðinda lýti mjög vel. Hann er þéttur og gefur því þétta þekju þrátt fyrir það blandast hann vel saman við farða og áferðin sem húðin fær með bæði farðanum og hyljaranum er jöfn og náttúruleg. Vegna vítamínanna sem hyljarinn inniheldur vinnur hann á dökkum baugum og roða um leið og hann hylur vel svo hann hentar í raun í allt sem við viljum að hyljarinn geri eins og að fela bauga og leiðinda bólur…

visionaire

Á morgun birtist á síðunni minni svo viðtal við Kristjönu Guðnýu Rúnarsdóttur sem er National Makeup Artist fyrir Lancome á Íslandi. Ein af yndislegustu konum sem ég hef nokkru sinni kynnst.

Visionnaire línan frá Lancome er alveg einstök – umbúðirnar eru gullfallegar, virknin er góð og vörurnar standa við það sem þær segjast gera. Annað sem ég kann vel að meta við þær eru hversu einfaldar þær eru bæði í virkni og útliti, hér er ekkert verið að flækja málin bara vörur sem virka.

Ég mæli með því hver og ein kona meti það útfrá sinni húð hvort vörurnar henti sér.  Línan er að sjálfsögðu ætluð húð sem er farin að sýna fyrstu öldrunareinkenni og auðvitað líka eldri húð. Ef þið eruð líka með mjög þurra húð þá geta þessar vörur hjálpað. Þær gefa nefninlega húðinni svo rakamikla fyllingu að þær virka róandi á húðina og gefa þægilega tilfinningu.

EH

p.s. eina Visionnaire varan sem vantar hér er Blur kremið sem er eiginlega fyrirmynd Garnier Blur kremsins – það er þó meira gelkennt og kannski aðeins auðveldara að dreifa úr – algjör snilldar undirstaða fyrir förðun. Þið getið séð Blur kremið HÉR og einnig lesið allt um það í leiðinni.

Vörurnar sem ég fjalla um í þessari færslu fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Snyrtibuddan mín í júlí

Skrifa Innlegg