Ég hef oft talað um það að mér finnist þriðjudagar erfiðustu dagarnir – þá er vinnuvikan fyrst fyrir alvöru komin á fullt og ég er ekki alveg farin að sjá fyrir endann á henni. Í gær og í dag er ég heima með veikt barn – sumarflensan bankaði uppá þegar við hjónin áttum ekki alveg tíma fyrir hana svo öllu plani var umbilt.
Á svona þriðjudögum er húðin mín í rugli á morgnanna – ég var á fullu í allan gærdag heima með lítinn skæruliða, skrapp reyndar frá í makeup test fyrir tískusýningu á meðan amma mín passaði, fór svo auðvitað aðeins að taka til og tók upp nokkur sýnikennsluvideo sem þið fáið að sjá á næstunni. Já þreytan eftir þessa dagskrá sést langbest á húðinni minni, ég fæ svona gráa slekju yfir húðina og lít út eins og andlitið sé að bráðna niður… Lengi náði ég bara að bjarga húðinni með frísklegum förðum, bb eða cc kremum en nú er það undirstaðan sem bjargar.
Það er ekki langt síðan ég uppgötvaði tvö rakakrem sem vekja húðina mína en ég fékk einhver tíman fyrirspurn frá lesanda sem var að forvitnast um svona krem fyrir konur en einu vakningakremin sem við vissum báðar af voru fyrir karla:)
The Antidote Cooling Daily Lotion frá skyn Iceland – fæst hjá nola.is
Þetta er krem sem kælir samstundis húðina og það ilmar svo vel – mér finns ilmurinn af því líka vekja líkamann. Kremið er þó ekki gert til þess að vekja húðina heldur er það svona auka bónus! Þetta er einstaklega létt krem sem ég nota undir rakakremið mitt. Kremið kemur jafnvægi á húðina og er sérstaklega gott fyrir húð sem er undir miklu stressi (halló húðin mín!). Streita getur líka myndað umfram olíu framleiðslu í húðinni sem getur skilað sér í bólum og leiðindum þetta krem vinnur í því að koma jafnvægi á ástand húðarinnar og það er alveg dásamlegt – eins og allar vörurnar sem ég hef prófað frá skyn Iceland.
Olay Total Effects 7 in one Moisturiser + Wake Up Wonder
Þetta er ótrúlega létt krem og umbúðirnar utan um þær eru með pumpu og ein pumpa nær yfir alla húðina. Formúlunni er líka ætlað að draga úr sjö einkennum öldrunar í húðinni – fínum línum, raka, stinnleika, þreytu, draga úr sýnileika svitaholna, hjálpa húðinni að endurnýja sig og svo inniheldur það andoxunarefni sem vinna á móti sinduefnum. Þetta er krem sem maður tekur fram þegar húðin vaknar í skuggalega slæmu ástandi en það kælir líka aðeins og er rosalega mjúkt og þæginlegt. Þetta nota ég líka undir annað rakakrem. Olay vörurnar eru t.d. fáanlegar í verslunum Hagkaupa og eru á mjög góðu verði – kíkið endilega á þær.
Kremin eiga það bæði sameiginlegt að gefa húðinni fallega áferð og fallegan ljóma og með því auðvitað virðist húðin mun frísklegri og virðist vel vöknuð:)
Hér sjáið þið svo up close myndir af kremunum tveimur sem eru reyndar mjög ólík þrátt fyrir að eiga það bæði sameiginlegt að vekja húðina. Olay kremið er aðeins þykkara en það frá skyn Iceland sem er mun léttara, ég myndi segja að þau væru bæði mjög drjúg en umbúðirnar eru mjög misjafnar. Olay kremið kemur í 30 ml umbúðum og skyn Iceland kremið er í 50 ml umbúðum.
Bæði kremin á að nota á hreina húð – það á auðvitað að þrífa húðina kvölds og morgna! Munið að setja líka aðeins niður á hálsinn til að gefa honum góða næringu líka.
EH
Skrifa Innlegg