fbpx

Krem sem gefa húðinni líf og glóð

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtivörur

Ég er búin að vera að prófa tvær kremalínur undanfarið, ég kláraði þá fyrri fyrir þónokkrum vikum síðan og ég á reyndar eftir að skrifa um þá línu en ég ætla að byrja á að segja ykkur frá seinni línunni sem er frá merkinu Olay. Ég hef verið rosalega hrifin af áherslu margra merkja á árinu sem er að líða sem er að einblína á að koma með góð krem fyrir konur á mínum aldri, konur sem eru farnar að finna fyrir fyrstu merkjum öldrunar í húðinni, þ.e. fyrstu fínu línurnar, ljómatap, húðþurrkur og litabreytingar af völdum þreytu.

Það fer auðvitað eftir hverri og einni okkar hvenær þessi einkenni koma fyrst fram en óskrifaða reglan í heimi snyrtivara er að segja að vörur fyrir þennan aldur henti konum 25 ára og eldri – auðvitað körlum líka!

olaykrem

Vörurnar eru frá merkinu Olay og línan heitir Regenerist Luminous. Vörurnar frá Olay eru með vinsælustu húðvörunum í heiminum í dag og eru sérstaklega vinsælar í Ameríku. Það sem mér finnst helst kosturinn við merkið er hvað þær eru einfaldar í notkun og bara svona einfaldar yfir allt – það er ekkert verið að flækja vörulýsingarnar með alltof stórum loforðum og innihaldsefnin eru engin svona svakaleg orð sem enginn skilur. Þetta eru bara góðar vörur sem standa fyrir sínu og sem eru á góðu verði – við hötum það ekki.

Í vörulínunni eins og þið sjáið hér að ofan eru tvær vörur eitt krem sem ég notaði sem 24 stunda krem og svo augnkrem sem ég notaði líka kvölds og morgna.

olaykrem4

Það sem maður tekur fyrst eftir varðandi kremið er hversu drjúgt það er, það þarf lítið sem ekkert af kreminu til að þekja allt andlitið sem okkur sem erum með þurra húð þykir flestum mikill kostur. Kremið er með sérlega fallega perluáferð sem auðvitað líkir eftir þeim árangri sem maður á að sjá á húðinni eftir notkun. Mér fannst kremið gefa mér mjög þægilega og notalega tilfinningu og það fór hratt inní húðina og mér fannst það virkilega drjúgt og gott. Þar sem ég er með þurra húð finnst mér sum krem ekki gefa mér alveg nógu mikinn raka og stundum þegar ég er ekki t.d. að nota serum undir þau líður mér eins og ég þurfi að bæta meira kremi á mig eftir kannski nokkrar mínútur en það finnst mér ekki með þetta krem það dugði mjög vel.

olaykrem2
Augnkremið er sérlega fallegt og það á bæði við umbúðirnar og kremið sjálft sem er bókstaflega sanserað en það er ljómamikið og með ljómanum dregur það úr dökkum litum og þrota í kringum augun. Umbúðirnar minna mig helst á CC kremið frá merkinu sem er líka í svona swirl og blandast svo þegar maður pumpar kreminu út. Mér finnst kremið mjög drjúgt og ein pumpa er nóg fyrir bæði augun. Munið að þegar kemur að augnkremum að þá á að setja það alveg útað gagnauganu og nudda kreminu létt í kringum augun með baugfingri þar sem hann veitir minnstan þrýsting.

Niðurstaðan er að þessar flottu ljómandi húðvörur gera það sem þær segjast ætla að gera sem er að gefa húðinni líf og glóð og draga þannig úr litabreytingum tengdum þreytum í húðinni og þar með talið eru líka litabreytingar í kringum augun sem augnkremin taka vel á. Kremin næra ótrúlega vel og taka þannig vel á þurrktapinu og ég er reyndar ekki alveg marktæk fyr en eftir nokkur ár með breytingar á fínum línum en ég get sagt það að húðin mín varð mjög áferðafalleg eftir notkun þessara vara svo ég get ekki annað en mælt með þeim fyrir konur á mínum aldri eða fyrir þær sem eru farnar að finna fyrir fyrstu einkennum öldrunar í húðinni.

Til að fá upplýsingar um sölustaði Olay á Íslandi mæli ég með að þið skoðið Facebook síðu merkisins –
OLAY Á ÍSLANDI Á FACEBOOK.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. Vörurnar prófaði ég stöðugt og eingöngu í 4 vikur til að sjá almennilega hvaða árangur vörurnar gerðu fyrir húðina mína.

Lisa Eldridge yfir hjá Lancome

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Lilja

    7. January 2015

    Veistu hvort að þetta séu sömu vörur og heita OLAZ í Evrópu?

    • Reykjavík Fashion Journal

      8. January 2015

      Heyrðu ég bara þekki það ekki alveg en útfrá myndum þá virðast þetta vera sömu vörur – en endilega prófaðu að googla það ;)