fbpx

Kreisí Toppar

HreyfingLífið Mitt

Ég er að fara í gegnum myndirnar sem ég tók í heimsókn minni í Nike verslunina – ég varð svo skotin í þessum tveimur íþróttatoppum og mér fannst þeir ekki sjást nógu vel þegar ég var í bol yfir. Ég ákvað því að fara að reyna að venja mig á að vera stolt af slappa maganum og sýna ykkur þá almennilega – ég viðurkenni það þó fúslega að ég dró magann inn – þetta er þó fyrsta skrefið.

Mér fannst topparnir styðja vel við brjóstin mín – ég er bara með Tinna á brjósti svo ég er símjólkandi og þau eru frekar viðkvæm finnst mér – alla vega meira en áður. Ég var náttúrulega bara að prófa inní búðinni hef ekki prófað að hreyfa mig almennilega í þeim en ég hoppaði þó aðeins um í búðinni sérstaklega til að tékka á því hvort þeir myndu dragast upp – sem þeir gerðu ekki. Ég prófaði bæði stærð M og L og mér leið betur í M þó svo að ég hafi þurft að draga brjóstin upp svo teygjan færi undir þau þá var stuðningurinn og aðhaldið mun meira. Efnið er stíft og frekar þykkt en rosalega mjúkt og þæginlegt að vera í – mér fannst það ekki skerast inní húðina og mynda bungur eins og gerist oft undir höndunum. Svo hefði ég líka leikandi getað sett brjóstapúða innfyrir þá til að passa uppá að það færi ekki að leka.

Ég var í þessum innan undir alls konar hlýrabolum, stutterma- og síðermabolum og mér leið ótrúlega vel í þeim. Munstrin og áberandi litirnir finnst mér snilld ég veit ekki afhverju en ég var að fýla það meira að vera í íþróttafötunum sem voru áberandi – í skærum litum og munstrum! HÉR finnið þið toppana í munstrinu eins og ég er í og HÉR eru þeir til einlitir.

Mig langar smá að forvitnast nú var ég að prófa bæði að vera í svona toppum og þá bolum yfir og hlýrabolum sem voru með áföstum toppi innan undir – þið sem hafið góða reynslu af þessu hvort mælið þið frekar með?

EH

Fjöruferð

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

9 Skilaboð

  1. María

    23. May 2013

    Þetta eru flottir toppar, eins og eiginlega allt þarna í Nike búðinni. Mér finnst betra að hafa þetta aðskilið þá get ég notað toppinn við hvaða bol sem er og rifið mig úr bolnum og skellt mér í sólbað ef ég er úti að hreyfa mig.

  2. Rakel Ósk

    23. May 2013

    Voða dugleg að skella þér í gírinn eftir barnsburð.
    Ég persónulega get ekki verið í hlýrabolum með áföstum toppi, nema þá að vera í auka topp innanundir.
    Finnst betri stuðningur að vera í toppi sér og svo bol.

    Hlakka til að fylgjast með líkamsræktar ævintýrinu og gangi þér vel :)

  3. Rakel

    23. May 2013

    hæhæ, mjög áhugavert og skemmtilegt að fræðast um þessa heimsókn þína í Nike búðina :)
    en ég mæli miklu frekar með því að vera í sér íþróttatopp en ekki áföstum, það heldur miklu betur þegar maður fer að hreyfa sig og mér finnst meira “safe” að vera í sér topp undir heldur en að vera bara með áföstum :)

  4. Sigurbjörg Metta

    23. May 2013

    Ég kaupi mér bara þessa týpu af íþróttatoppum, hef átt þann elsta í örugglega 5-6 ár og nýjasti er síðan í desember. Til þess að gera langa sögu stutta þá finn ég engan mun á þeim elsta og nýjasta, þeir eru báðir alveg eins og nýjir þrátt fyrir mikla notkun. Ég mæli alveg eindregið með þessum toppum, þeir halda mjög vel við stóra barminn minn og endast fáránlega vel!

  5. Vigdís

    23. May 2013

    Ég persónlega meika ekki hlýraboli með áföstum topp innan undir.. ;)

  6. Edda Sigfúsdóttir

    23. May 2013

    Ég hef alveg fundid boli med áföstum toppi sem eru bara virkilega gódir og halda vel vid og betur en sumir toppar sem ég á. Their allra bestu thó sem ég á eru ekki fastir vid bolinn heldur bara sér :)

  7. Fanney Sigurgeirsdóttir

    24. May 2013

    Ég myndi mæla með sér íþróttatoppi en ekki bol með áföstum toppi. Ég á bæði og nota bæði en hef fundið að það er miklu erfiðara að finna góðan bol með áföstum toppi sem maður fílar heldur en bara að finna þetta í sitthvoru lagi. Gangi þér vel í þessu! Sá að þú ert í mömmuleikfiminni í Bootcamp, mæli hiklaust svo með bootcamp tímunum eða crossfitinu þegar þú hættir í þeim :) Snilldar þjálfarar.

    • Já ég prófaði þennan einmitt í heimsókninni minni leið líka voða vel í honum :D En takk kærlega fyrir lesturinn!! :)