fbpx

Kíkt í snyrtibudduna: Sylvía Briem

lorealSnyrtibuddan mínSpurningar & Svör

Næsta fórnarlamb forvitninnar minnar er ein af mínum yndislegu vinkonum hún Sylvia Briem. Ef þið kannist ekki við þessa flottu skvísu þá mæli ég með því að þið kynnið ykkur hana og hennar blogg sem fyrst því hér er á ferðinni ein fallegasta kona sem ég þekki – að innan sem utan. Sylvía starfar meðal annars sem þjálfari hjá Dale Carnegie og ég hef alltaf dáðst af þessari flottu stelpu, hvernig hún kemur fram, hvernig hún talar vel um allt og alla og sér alltaf björtu hliðarnar á öllu. Einnig er hún dugleg að koma málum sem brenna á henni á framfæri en hún er með fastan tíma til þess á FM957.

Sylvía er ein af flottu stelpunum sem mynda heimasíðuna femme.is og því önnur í röðinni úr þeim hópi sem ég fæ að kíkja í snyrtibudduna hjá. En síðast var það hún Alexandra Helga sem ég fékk að forvitnast um. HÉR getið þið skoðað færslurnar hennar á síðunni og ég mæli með því að þið bætið femme.is í ykkar bloggrúnt ef þið hafið ekki þegar gert það.

Kíkið nú með mér í snyrtibudduna hennar Sylvíu!

10407839_10204318953593646_2202201924881452339_n

Sylvía gengur nú með sitt fyrsta barn og er vægast sagt glæsiæeg með svona fallega kúlu framan á sér.

Geturðu lýst þinni daglegu förðunarrútínu?

Ég geri yfirleitt það sama þegar ég mála mig dagsdaglega. Mér finnst true match farðarnir frá L’Oréal afskaplega góðir. Falleg hula sem kemur og en samt afskaplega létt. Set aðeins í augabrúnirnar mínar augabrúnablýantinum frá L’Oréal og toppa með augabrúnagelinu frá Maybelline sem er í miklu uppáhaldi hjá mér þessa stundina. Set síðan á mig maskara og þar sem ég er maskara kona og vill gera mikið úr augnhárunum minum eru alltaf tveir maskarar til staðar hehe. Colossal Glam frá Maybelline nota ég fyrst því mér finnst hann greiða svo vel úr augnhárunum mínum, lengir og þéttir. Svo nota ég collagen maskarann fra L’Oréal yfir til að gera augnhárin aðeins meiri Á varirnar er ég farin að nota fjólubláa Baby Lips varasalvan. Mér finnst hann svakalega sætur á litinn.

Prófarðu reglulega nýjar snyrtivörur?

Já mér finnst alltaf gaman að uppgvöta eitthvað nýtt til að bæta daglegu rútínuna. En það er ekki hvað sem er sem að festist í þeirri rútínu. Það er samt fyndið að hugsa til þess hvað rútínan breytist jafnt og þétt. Fæ stundum æði fyrir einhverju.

Hver er uppáhalds maskarinn þinn og af hverju?

Colossal er búinn að vera þessi maskari sem ég kaupi nánast alltaf aftur. Hann stendur fyrir sinu, greiðir vel úr, lengir og þéttir augnhárin. Svo er hann líka bara ódýr og auðfundinn í buddunni

Hvaða húðvörur notarðu?

Ég elska normaderm línuna fra Vichy. Ég nota dag og næturkremið frá þeim. Gott fyrir dömu eins og mig sem er gjörn á að fá bólur. En ég vil meina að ég sé ennþá unglingur.

d82957c7edf5c407ac60963be28e7abc

Normaderm línan frá Vichy fæst t.d. Lyfju og Hagkaup.

Hvernig popparðu uppá förðunina þína þegar þú ert að fara fínt út?

Ég nota þá yfirleitt augnskugga blanda saman brúnum og svörtum og set uppvið globuslínuna. Set á mig fallegan blautan eyeliner. Til að vera extra fín set ég á mig Wonder Powder frá Make Up Store, finnst koma svona fallegt Jennifer Lopez glow af því. Svo einhvern flottan varalit sem fer eftir tilefni.

Hvar verslarðu helst snyrtivörur?

Held að flest sem er í buddunni minni sé frá Loréal og Maybelline. Svo eitthvað sem er héðan og þaðan.

Hvað þarf til þess að þú prófar nýjar snyrtivörur?

Ef ég sé einhvern sem er með eitthvað fallegt þá vill ég oftast eignast það. Er gjörn á að spyrja hvað fólk er að nota og tileinka mér. Svo hef ég horft á endalaus förðunarmyndbönd og fæ hugmyndir frá þeim.

Er eitthvað snyrtivörumerki sem er í meira uppáhaldi heldur en önnur?

Loréal er í miklu uppáhaldi eins og er.

214128381a7bb59e1faf92f8926aeb82

Vörurnar frá L’Oreal eru í uppáhaldi hjá Sylvíu.

Hvað finnst þér nauðsynlegt að eiga í snyrtibuddunni fyrir sumarið?

Baby Lips varasalva og augabrunagelið frá Maybelline.

Notarðu förðunarbursta – ef svo er áttu einhverja uppáhalds?

Ég á alla burstana frá Real Techniques og ég gæti ekki dásamað þá nóg. Ótrúlegt hvað góðir burstar gera fyrir einfalda förðun. Uppáhalds burstarnir minir fra þeim er farðaburstinn sem fylgir grunnsettinu. Einfalt að nota hann í farða og það kemur alltaf falleg áferði. Svo er Setting Brush líka að koma sterkur inn sem ég nota í hyljara, highlighter og stundum kinnalit.

9612feb114bb7fd6f37654dea92242fe

Ég er að sjálfsögðu sömu skoðunar og Sylvía þegar kemur að gæðum Real Techniques einir bestu
förðunarburstarnir sem þið fáið hér á landi!

Mér finnst ótrúlega gaman að lesa um það að snyrtibuddan hennar Sylvíu samanstendur nánast eingöngu af ódýrum vörum. En eins og ég hef aðeins skrifað um þá er það ekki endilega þannig að ódýrari vörur séu verri en þær sem eru dýrari. Við skulum venja okkur á það að meta snyrtivörur eftir því sem þær gera en ekki eftir verðmiðanum :)

Takk yndislega Sylvía fyrir að leyfa okkur að kíkja í snyrtibudduna þína – hlakka til að sjá þig og bumbubúann sem fyrst!

EH

Something blue...

Skrifa Innlegg