Jólin okkar voru dásamleg í alla staði. Við héldum nú samt í vonina alveg fram á síðustu stundu að drengurinn myndi láta sjá sig og taka þátt í hátíðinni – en svo var ekki – hann stóð sig samt vel í gjöfunum í ár, hann bæði gaf gjafir og fékk þær.
Að lokum valdi ég Bobbi Brown Matte Creamy varalitinn en ég er nú þegar farin að pæla í því hvaða litur verður fyrir valinu á áramótunum, líklega einhver af þessum fjólubláu;)
Á mínu heimili er það húsbóndinn sem sér um eldamennskuna og vá hvað þetta var gott hjá honum ég fæ bara vatn í munninn við að horfa á þessa mynd.
Litla jólakisan okkar hún Mía var í essinu sínu innan um alla pakkana sem fóru undir Griswold tréð hans Aðalsteins – það þurfti að saga 40 cm af tréinu áður en það komst fyrir í stofunni!
Ég var svo hamingjusöm með gjafirnar frá mínum nánustu Herra Barri kom meirað segja uppúr 2 pökkum í ár. Ég lagði til að þeir fengju báðir sitt pláss á heimilinu en það fékk engar sérstakar undirtektir en ég ætla að reyna að fá að skipta í eins og einn Not Knot púða í staðin. Mánasöngvarinn birtist svo í skó í glugga í síðustu viku og Mía litla gaf mér þessa fallegu Dior bók. Uppáhalds gjöfin kom þó frá unnustanum, dýrindis hálsfesti eftir Steinunni Völu frá merkinu Hring eftir Hring – hún er alveg fullkomin.
Annar voru jólin vægast sagt mjög finnsk á heimlinu sem múmínsjúklingurinn og 1/4 Finninn voru nokkuð ánægð með! iitala glös og skál og fleiri múmínbollar í safnið voru meðal þess sem kom uppúr pökkunum.
Fallegir stafir.
Bumbi fékk bæði gjafir og foreldrarnir verðandi fengu gjafir fyrir Bumba….
Makeup sjúklingurinn fékk að sjálfsögðu smá viðbót í safnið. Amma mín þekkir mig ansi vel því uppáhalds glossinn minn – sem er frá Clarins – kom uppúr einum pakkanum!
Yndislegt íslenskt værðarvoð frá Varma, það verður kósý að kúra með bumba vafinn í þetta.
Fallegasta gjöfin sem við fengum er síðan þessi dýrindis innrammaða mynd sem systir hans Aðalsteins tók af okkur og bumbunni – það komu nokkur tár þegar pakkinn var opnaður. Þessi verður hengd uppá góðan stað.
Mig langar að þakka fjölskyldum okkar og vinum kærlega fyrir dásamlegar gjafir og kveðjur. Nú bíðum við bara eftir síðustu jólagjöfinni okkar sem ætti að koma á allra næstu dögum:D
EH
Skrifa Innlegg