HÁTÍÐARVARIR

LIPS OF THE DAYVARIR

RAUÐAR VARIR

Ég er orðin mjög spennt fyrir jólunum og get ekki beðið eftir að klára þessi próf svo ég geti gert skemmtilegar hátíðarfarðanir með ykkur. Mig langaði að segja ykkur frá gullfallegum varalit sem ég fékk að gjöf frá YSL um daginn, hann er fullkominn fyrir hátíðarirnar að mínu mati. Það er líka fyrsti í aðventu á morgun og því tilvalið að skella á sig rauðum varalit og gera eitthvað skemmtilegt með sínum nánustu. 

Þetta er alveg ný formúla frá YSL sem heitir Tatouage Couture, formúlan er mjög litsterk, mött og helst vel á vörunum án þess að þurkka þær. Ásetjarinn er líka mjög sérstakur í laginu en hann gerir varalitaásetninguna mjög auðvelda, ég gat mótað varirnar án þess að nota varablýant eða bursta. Þannig ég myndi segja að þetta sé einstaklega góður varalitur til þess að hafa í töskunni.

 

Liturinn sem ég er með á mér er nr.1 og er gullfallegur rauður litur með smá hlýjum undirtón, ekta fyrir hátíðirnar!

Mig langaði síðan líka að láta ykkur vita að ég er með gjafaleiki fram að jólum á instagraminu mínu (@gudrunsortveit) xx

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 


*Allar umfjallanir um vörur eða annað kemur frá mér sjálfri og gef ég alltaf hreinskilið svar

Rauðar varir á morgun

Varir

Ein af umfjöllunum sem ég ákvað að gera fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal var um rauða litinn. Ég lagðist í smá rannsóknarvinnu fyrir greinina og markmið mitt var að reyna að komast að því hvað í ósköpunum gerði það að verkum að við tengjum þennan lit svo sterkt við hátíðirnar. Ég gat engan veginn fundið svarið við þessari spurningu minni. Mér finnst því enn gaman að pæla aðeins í því afhverju það er að margar konur vilja helst vera með rauðan varalit yfir hátíðirnar og afhverju það er eitthvað meira viðeigandi þá en við alla hina hátíðlegu viðburðina.

Að lokum varð ég eiginlega bara að játa mig sigraða því ég verð bara að segja það að ég kenni heilshugar Coca Cola um það að við tengjum rauða litinn við jólahátíðina og þar af leiðandi rauðu hátíðarvarirnar sem okkur finnast svo ómissandi. Allt má rekja þetta til fallega rauða jólasveinsins sem Coca Cola markaðssetti á svo skemmtilegan hátt.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.31 AM

Með umfjölluninni um rauða litinn og tengingu hans við hátíðirnar reyndi ég að finna einn fallegan rauðan lit hjá langflestum snyrtivörumerkjum hér á Íslandi. Mig langar að leyfa þessari umfjöllun að fylgja með þessari færslu.

Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.39 AM Screen Shot 2013-12-23 at 12.23.53 AMBlaðið finnið þið í heild sinni hér – REYKJAVÍK MAKEUP JOURNAL.

Að lokum langar mig að benda áhugasömum á það að ég verð inní Lyfju á Laugaveginum frá 20-22 í kvöld með kynningu á Oroblu sokkabuxum, Maybelline, L’Oreal og Real Techniques – endilega kíkið á mig <3

Svo langar mig aðeins að forvitnast hvort það eru einhverjar hér sem eru ákveðnar í að vera með rauðar varir og langar ef til vill að deila með okkur hinum hvaða rauði varalitur varð fyrir valinu??

EH

Jólin Okkar

Bobbi BrownLífið MittmakeupVarir

Jólin okkar voru dásamleg í alla staði. Við héldum nú samt í vonina alveg fram á síðustu stundu að drengurinn myndi láta sjá sig og taka þátt í hátíðinni – en svo var ekki – hann stóð sig samt vel í gjöfunum í ár, hann bæði gaf gjafir og fékk þær.

Að lokum valdi ég Bobbi Brown Matte Creamy varalitinn en ég er nú þegar farin að pæla í því hvaða litur verður fyrir valinu á áramótunum, líklega einhver af þessum fjólubláu;)

Á mínu heimili er það húsbóndinn sem sér um eldamennskuna og vá hvað þetta var gott hjá honum ég fæ bara vatn í munninn við að horfa á þessa mynd.

Litla jólakisan okkar hún Mía var í essinu sínu innan um alla pakkana sem fóru undir Griswold tréð hans Aðalsteins – það þurfti að saga 40 cm af tréinu áður en það komst fyrir í stofunni!

Ég var svo hamingjusöm með gjafirnar frá mínum nánustu Herra Barri kom meirað segja uppúr 2 pökkum í ár. Ég lagði til að þeir fengju báðir sitt pláss á heimilinu en það fékk engar sérstakar undirtektir en ég ætla að reyna að fá að skipta í eins og einn Not Knot púða í staðin. Mánasöngvarinn birtist svo í skó í glugga í síðustu viku og Mía litla gaf mér þessa fallegu Dior bók. Uppáhalds gjöfin kom þó frá unnustanum, dýrindis hálsfesti eftir Steinunni Völu frá merkinu Hring eftir Hring – hún er alveg fullkomin.

Annar voru jólin vægast sagt mjög finnsk á heimlinu sem múmínsjúklingurinn og 1/4 Finninn voru nokkuð ánægð með! iitala glös og skál og fleiri múmínbollar í safnið voru meðal þess sem kom uppúr pökkunum.

Fallegir stafir.

Bumbi fékk bæði gjafir og foreldrarnir verðandi fengu gjafir fyrir Bumba….

Makeup sjúklingurinn fékk að sjálfsögðu smá viðbót í safnið. Amma mín þekkir mig ansi vel því uppáhalds glossinn minn – sem er frá Clarins – kom uppúr einum pakkanum!

Yndislegt íslenskt værðarvoð frá Varma, það verður kósý að kúra með bumba vafinn í þetta.

Fallegasta gjöfin sem við fengum er síðan þessi dýrindis innrammaða mynd sem systir hans Aðalsteins tók af okkur og bumbunni – það komu nokkur tár þegar pakkinn var opnaður. Þessi verður hengd uppá góðan stað.

Mig langar að þakka fjölskyldum okkar og vinum kærlega fyrir dásamlegar gjafir og kveðjur. Nú bíðum við bara eftir síðustu jólagjöfinni okkar sem ætti að koma á allra næstu dögum:D

EH

Jólarauðar L’Oreal varir

Ég Mæli MeðlorealmakeupVarir

Þá er það síðasti jólavaraliturinn – í bili – svo finnst mér nú farinn að koma tími til að velja á milli;) Síðasti en alls ekki sísti liturinn er frá L’Oreal og tilheyrir Color Riche línunni. Color Riche línunni tilheyra vörur sem eiga það allar sameiginlegt að vera litsterkar og til í alls konar mimsmunandi litum – eyelinerar, varalitir, naglalökk, augabrúnablýantar og fyrir stuttu bættust augnskuggar við línuna.

Varalitur: L’Oreal, Color Riche Intense – 375, Deep Raspberry

Liturinn sem ég valdi er eldrauður eins og þið ættuð að sjá. Þetta er annar af 2 klassísku jólavörunum sem ég prófaði fyrir hátíðirnar í ár – hinn var frá Dior. Liturinn tilheyrir línu innan Color Riche varalitanna sem heitir Intense en það eru litirnir sem innihalda sterkustu litapigmentin og eins og þið sjáið þá er það svo sannarlega rétt! Liturinn er léttur og kremaður með þéttri áferð og varirnar fá fallegan glans sem gefur þeim þrívíddaráhrif.

Mér finnst svolítið skemmtilegt hvernig hárið á mér verður rautt í stíl við rauða varaliti. Ætli rauður fari samt ekki best við jóladressið sem ég er með í huga – það fer þó allt eftir bumbustatus;)

EH

Smashbox Jólavarirnar!

makeupSmashboxVarir

Það er búið að vera ótrúlega gaman hjá mér að fá að prófa alla þessa ólíku varaliti en nú fer þetta að taka enda þó ég eigi ennþá eftir að birta held ég 3 liti í viðbót! Þessi fallegi fjólubleiki varalitur er frá Smashbox, merkið hefur á mjög stuttum tíma orðið að einu af mínum uppáhalds – ef þið hafð ekki tekið eftir því nú þegar.

Varalitur – Smashbox, Vivid Violet

Myndin af mér með litinn gerir honum ekki til hæfis því hann flassið er svo sterkt að hann virkar miklu bleikari en hann er – er mun fjólublárri í raun. Varaliturinn gefur þétta og litsterka áferð svo finnst mér umbúðirnar líka skemmtilegar þær eru svo stílhreindar – svartar og kassalaga og í stærri kantinum svo hann týnist ekki auðveldlega í snyrtibuddunni.

EH

Jólavaralitur frá Shiseido

Ég Mæli MeðmakeupShiseidoVarir

Varaliturinn sem ég prófaði frá Shiseido er sá eini sem er öðruvísi í laginu en allir hinir sem ég er búin að prófa hingað til. Liturinn sjálfur er mjór – eins og þið sjáið á myndinni fyrir neðan – svo mér finnst hann gefa ótrúlega góða nákvæmni. Liturinn er léttur og áferðin er glossuð og flott.

Varalitur – Shiseido, Shimmering Rouge – 619 Venus

Elska glansinn sem kemur á varirnar – það er nánast hægt að spegla sig í vörunum eins og þið sjáið á myndinni. Glansinn sem maður reynir alltaf að setja á varirnar á face chörtum til að fá smá þrívídd í varirnar. Shimmering Rouge er ein af nokkrum týpum af varalitum sem er fáanleg frá Shiseido, þetta eru léttir varalitir sem sem gefa vörunum flottan lit og náttúrulega fyllingu.

EH

Jólamakeup Tip!

Ég Mæli MeðmakeupMakeup TipsVarir

Ég vona að þið séuð ekki komnar með leið á jólavaralita færslunum mínum – því það eru nú ennþá nokkrar eftir og mér finnst svo gaman að fá að prófa alla þessa fallegu liti. En hér er eitt sniðugt ráð til að poppa aðeins uppá rauða jólavaralitinn.

  • Setjið hvítan sanseraðan augnskugga yfir miðjar varirnar til að fá ómótstæðilegan glans og til að gefa vörunum flotta og öðruvísi áferð. Varaliturnn breytir líka um lit – hér er ég með alveg eldrauðan varalit sem fær smá pastel bleikan blæ.

Flott tips til að breyta aðeins hinu hefðbundna eyeliner varalita lúkki;)

EH

Fjólubláar Jólavarir frá Maybelline

Ég Mæli MeðmakeupMaybellineVarir

Fjólublái varaliturinn frá MAC sem ég sýndi ykkur um daginn seldist ansi hratt upp… Ég er búin að fá þónokkrar fyrirspurnir um annan flottan fjólubláan varalit svo ég varð að sýna ykkur þennan frá Maybelline.Þessi litur er búinn að vera í miklu uppáhaldi hjá mér í langan tíma og ég gríp venjulega í hann þegar ég fæ valkvíða um hvaða varalit ég á að nota og hef eins notað hann mikið í verkefnum. Varaliturinn gefur þétta áferð og sterkan lit, hann inniheldur góðan raka svo varirnar þorna ekki upp og eins er auðvelt að bera hann beint á varirnar því hann rennur bara á.

Varalitur: Maybelline – 338 Midnight Plum

Hér sjáið þið Andreu Röfn með sama varalit í myndatöku sem ég farðaði fyrir Oroblu fyrir nokkrum árum síðan. Elísabet tók bæði myndirnar og stíliseraði – frekar flottur litur það finnst mér alla vega;)

EH

Bobbi Brown Jólavarir

Bobbi BrownmakeupNýtt í snyrtibuddunni minniVarir

Næsti varalitur á dagskránni hjá mér er frá Bobbi Brown. Hann er úr nýrri varalitalínu sem heitir Creamy Matte og eins og nafnið gefur til greina þá gefur kann matta áferð en er kremaður svo hann gefur þéttan og flottan lit. Suma matta varaliti getur verið erfitt að setja á af því þeir eru svo stamir en þessi er alls ekki þannig. Varirnar fá ótrúlega góðan raka og allir litrnir eru gerðir með ótrúlega sterkum pigmentum svo þeir endast í alltað 8 tíma, svo smitast þeir hvorki né dofna.

 Varalitur – Valencia Orange 9 – Bobbi Brown Creamy Matte

Ef ykkur langar í jólavaralit sem er aðeins öðruvísi en þessi sterki rauði þá mæli ég með þessum, orange liturinn er svo vægur en í ákveðinni birtu kemur hann sterkur fram!

EH

Dior Jólavarir

DiorÉg Mæli MeðmakeupVarir

Ég held þeir gerist varla jólalegri en þessi fullkomni rauði varalitur frá Dior – ég kolféll alla vega fyrir honum.

Varalitur: Rouge – Dior

 Rauður varalitur er ábyggilega sá sem verður líklegastur til að verða fyrir valinu hjá ykkur yfir hátíðirnar. Ég get ekki annað en mælt með þessum eldrauða lit frá Dior. Liturinn er þéttur í sér, hann er með sterkum pigmentum og gefur vörunum kremaða glansáferð. Varaliturinn sjálfur er ekki í laginu eins og flestir varalitir heldur er hann eins og hann sé með hvössum oddi – eins og þið sjáið kannski á myndinni. Lagið á litnum gerir ásetninguna mjög einfalda og auðveldar það að ná vörunum jöfnum.

Hvers vegna ekki að vera með smá Christian Dior á vörunum á jólunum;)

EH