fbpx

Mánasöngvarinn – Tulipop

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirMeðganga

Ef ykkur vantar hugmyndir af jólagjöfum fyrir börn þá er hér ein frá mér. Mánasöngvarinn er glæný barnabók sem skartar karakterunum sem við könnumst við frá merkinu Tulipop. Ég er nú þegar búin að kaupa eina svona handa lítilli frænku sem á afmæli núna á næstu dögum en mig langar líka svolítið að kaupa eina fyrir Bumba litla til að stilla upp í herberginu hans – því hún er algjör gersemi.Hér er smá um bókina:

“Á ævintýraeyjunni Tulipop er allt úr skorðum. Ókunnug skuggajurt birtist um nótt og hafið er alls ekki sjálfu sér líkt. Sveppasystkinin Búi og Gló verða að bjarga málum, því á Tulipop er allt best nákvæmlega eins og það er og hefur verið. Þau fá hjálp frá vinum sínum sem búa yfir ýmsum hæfileikum, og síðast en ekki síst himintunglunum sem allt vita.”

Tulipop var búið til af Signýju Kolbeinsdóttur og Helgu Árnadóttur en það var hún Margrét Örnólfsdóttir sem gaf persónunum líf í bókinni Mánasöngvarinn. Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum og nýju flottu hönnunarversluninni AMTO.og ef einhverjum vantar jólagjafahugmynd handa mér þá langar mig í Herra Barra lampann sem fæst m.a. í Hrím og ATMO;)

Íslenskt í jólapakkann!

EH

Stekkjastaur....

Skrifa Innlegg