fbpx

Jólavarir frá MAC

Ég Mæli MeðLúkkMACVarir

Ég varð eiginlega að byrja á því að sýna ykkur þennan lit frá MAC – því ég held hann sé að seljast ansi hratt upp. Svo ef ykkur líkar við hann hlaupið þá útí búð!Ég er svolítið fyrir dökka og öðruvísi liti – ég er alveg með frekar skjannahvíta húð og kolbrún augu svo mér finnst það alltaf fara mér ferkar vel að nota þá dökku – þá næ ég fram flottum contrasti í húðinni. Kannski líka af því að mamma mín – við þykjum vera alveg eins í útliti – notar frekar dökka varaliti og gerði það líka þegar ég var að alast upp og gat ekki beðið eftir að fá að prófa svona líka. Þessi litur er úr jólalínu MAC sem kom út núna fyrir síðustu helgi. Liturinn er þéttur í sér og inniheldur sterk litapigment svo það er alveg óþarfi að fara nokkrar umferðir til að fá jafna þekju. Eins og þið sjáið þá er hann svona brúnfjólublár.

Varalitur: Dramatic Encounter – MAC

EH

Varalitapallettur í Jólapakkann

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Guðbjörg

    28. November 2012

    Áttu einhvern dökkrauðan eða vínrauðan frá MAC sem þú myndir mæla með yfir hátíðirnar?

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. November 2012

      Mæli með Endless drama-pro longwear varalit – ekta jólalitur og endist vel á vörunum svo hann er fullkominn fyrir öll jólaboðin;)

  2. Helga

    28. November 2012

    hvað kostar :)??

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2012

      Hann er víst uppseldur…. en ég keypti nokkra hluti í einu svo ég man ekki alveg verðið, minnir að hann hafi verið á milli 4-5000:)

  3. Helena

    28. November 2012

    Hann er uppseldur bæði í MAC debenhams og kringlunni…en annars eru viva glam 1, dark side, endless drama og diva litirnir í MAC mjög flottir yfir hátíðarnar :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      28. November 2012

      O bojj, það er meira hvað jólalínan selst hratt upp en ég skil það reyndar vel hún er alveg ótrúlega flott!

  4. Agla

    28. November 2012

    Vá þessi er geggjaður! Ji hvað ég er búin að leita mér lengi að nákvæmlega þessum tón.

  5. Carmen Maja

    3. December 2012

    Þessi er perfect! SKelli mér á hann ef hann verður eitthvað til á landinu aftur! ;)
    Annars á ég Dark Side og ég er mjöög ánægð með hann :)