fbpx

Varalitapallettur í Jólapakkann

HeimaföndurJólagjafahugmyndirMakeup TipsVarir

Varalitapallettur eru flott jólagjöf sem hægt er að dunda sér við að búa til. Ég skrifaði færslu um svona pallettur þegar bloggið var ennþá eitt og sér og mig langaði að minnast á það aftur núna svo fleiri gætu nýtt sér þessa skemmtilegu hugmynd.

Ef þið eruð svo vel búnar að eiga fullt af varalitum þá er þetta ekki mikill kostnaður. Það eina sem þið þurfið þá er góð hirsla undir litina þær er t.d. hægt að fá í föndurbúðum, í makeup verslunum eða á amazon og eBay.

HÉR – getið þið lesið upprunalegu færsluna og fengið leiðbeiningar um hvernig er best að bræða varalitina og setja þá í palletturnar.

Svo er að sjálfsögðu lang skemmtilegast að gera hverja pallettu svolítið sérstaka og velja liti sem ykkur finnst passa vinkonum ykkar, eða kannski skíra litina nöfnum sem minna þær á skemmtilegar stundir sem þið hafið átt saman. Það þarf heldur ekki að fylla pallettuna – það er alveg nóg að setja bara nokkra liti og leyfa svo viðkomandi að bæta sínum uppáhalds litum í. Það gæti verið gaman að setja í eitt hólf uppáhalds litinn ykkar og merkja svo hólfið við hliðiná “uppáhalds liturinn þinn” – skemmtilegt að hafa þá hlið við hlið;)

Eins og þið sjáið þá er ég að missa mig í alls konar föndurhugmyndum þessa dagana – persónulegar gjafir finnst mér skemmtilegast að bæði gefa og þiggja:)

EH

Dýrindis Facebook Kápa

Skrifa Innlegg