fbpx

Ísak fer á kostum fyrir Hildi Yeoman!

BaksviðsFashionlorealmakeupMakeup Artist

Ó minn eini! Þvílíkt stuð og stemming var á sýningu Hildar Yeoman sem fór fram í Vörðuskóla í gærkvöldi. Staðsetningin var æðisleg ég hef aldrei komið inní þennan skóla en húsnæðið nýttist vel fyrir þessa flottu sýningu sem einkenndist af fallegum klæðum og mikilli listsköpun dansaranna, Hildar og hljómsveitarinnar Gosling sem spilaði undir á meðan fyrirsætur sýndu fallega fatnaðinn hennar Hildar. Mér finnst hún alveg dásamleg listakona og hver flík er einstök á sinn hátt og saman mynduðu þær virkilega flotta heild. Mér finnst svo gaman hvernig Hildur hefur verið að sýna flíkurnar sínar með hjálp dansara og fyrirsætna því maður sér flíkurnar á svo ólíkan og skemmtilegan hátt. Ég tók upp smá af sýningunni en þið getið séð brotið hér fyrir neðan.

En mín leið lá snemma í gær inní Vörðuskóla þar sem ég hitti minn yndislega vin Ísak Frey sem kom sérstaklega til landsins til að hanna förðun fyrir sýninguna og fara fyrir teymi förðunarfræðinga. Ísak notaði vörur frá L’Oreal til að skapa lúkkið sem var alveg tryllt en einnig notaði hann efni frá Hildi til að skreyta förðunina. Þessi tvö tala saman eitthvað magnað tungumál því Ísak sagði mér að þau hefðu spjallað aðeins saman – hann hefði gert eina prufuförðun og þá var þetta bara komið, það er ekki oft sem maður heyrir svoleiðis.

Ég fylgdist vel með baksviðs og reyndi að festa skemmtileg augnablik á mynd – njótið og skoðið vel förðunina sem er æðilseg ég skrifa aðeins meira um hana við myndirnar….

hildurrfj13

Meistari að störfum!

hildurrfj14

Andrea okkar Röfn nýtur sín í förðun hjá Steinunni Þórðar. Augnskugginn er í raun kolsvartur gel eyeliner sem er dreift vel úr yfir augnlokin með léttri smoky áferð.

hildurrfj9 hildurrfj7 hildurrfj18

Skin Perfection vörurnar frá L’Oreal hafa verið að slá í gegn – ég dýrka þær! Þær sköpuðu fullkominn grunn á andlitum fyrirsætanna fyrir förðunina.

hildurrfj6

Hér sjáið þið þegar efnisbútunum er komið fyrir undir augunum. Gerviaugnhárlím var notað til að festa þau vel.

hildurrfj4 hildurrfj11

Vera og Andrea Röfn flottar eins og alltaf!

hildurrfj16

Nýjasti maskarinn frá L’Oreal Miss Manga Punky gegndi lykilhlutverki í lúkkinu sagði Ísak mér. Þessi ýkir augnhárin svakalega og hann kom mér skemmtilega á óvart – ég var ekki með háar væntingar ;)

hildurrfj15 hildurrfj3 hildurrfj

Brynja fær touch up hjá Steinunni.

hildurrfj12 hildurrfj17

Hér sjáið þið það sem förðunarfræðingarnir notuðu undir augun á fyrirsætunum.

hildurrfj2

Þetta kemur virkilega vel út og förðunin fékk að njóta sín sjúklega vel á sviðinu!

hildurrfj5 hildurrfj10

Daman að störfum! Við vinkonurnar skemmtum okkur vel saman á sýningunni ;)

Hér sjáið þið svo brot af lokaatriði sýningarinnar – hvet ykkur til að stilla á HD upplausn!

Hárið var svo í höndum Trendnet snillingsins Theodóru Mjallar og label M – sú dama er sko on fire þessa dagana en hún fer fyrir einu af tveimur hárteymum á RFF og ég hlakka til að sjá hvað hún gerir næstu daga þar.

Takk kærlega fyrir mig Hildur, Ísak og allt ykkar snilldar fólk – þetta var stórkostleg sýning og ég er nú þegar orðin spennt fyrir næstu :)

EH

Annað Dress: gul dragt!

Skrifa Innlegg