fbpx

Annað Dress: gul dragt!

Annað DressFashionLífið MittRFFVero Moda

Þegar þrír stórir tískudagar eru framundan og maður er í gifsi og óléttur þá er eins gott að láta hendur standa framúr ermum og undirbúa dressin fyrir dagana vel. Hér á bæ er ég græjuð fyrir RFF en í gærkvöldi fór fram æðisleg sýnig Hildar Yeoman ásamt setningarathöfn RFF og ég var búin að sjá fyrir mér í hyllingum að ég myndir ná að klæðast einni dásamlegri dragt sem ég vissi að væri á leið til landsins – eina var að ég var kannski ekki alveg viss um að hún myndi ná í tíma svona ef það hefði verið seinkun á skipinu sem hún kom í vegna veðurs….

Áhyggjur mínar reyndust þó óþarfar því ég rölti alsæl með hana í poka útúr búðinni klukkan 17:30 í gær ;)

guldragt4

Í alvörunni eruð þið ekki alveg örugglega að skilja æsinginn í mér – dragtin vakti mikla athygli í gær og gerði einmitt það sem ég vildi – hún dró athygli frá gifsinu – markmiði náð!

Mér finnst þetta dáldið skemmtilegar myndir miklar andstæður í gangi enda ömurlegt veður og með þessum klæðnaði er ég að reyna að kalla á sumarið til okkar því ég er bara alveg komin með nóg af þessu slabbi svo ég minnist nú ekki á hálkuna.

guldragt2 
Dragt: VERO MODA

Þessi kom í nýjustu sendingunni sem er nú komin í búðir. Þetta er gjörsamlega tryllt sending og ég gæti svo sannarlega bætt á mig helling af flíkum úr henni. Gula dragtin stendur algjörlega uppúr henni ásamt YAS kápu sem ég er að bilast yfir!! En þessi litur og áferðin í efninu eru algjörlega æðisleg og ég er svo ánægð með hana. Mæli algjörlega með þessari en hún kom líka í svörtu.

Bolur: Selected
Mér fannst tilvalið að klæðast svörtu við gula litinn – það er nú ekki alveg komið sumar og þetta tónaði skemmtilega saman. Bolurinn er úr þunni og hálfgegnsæju efni, stutterma og virkilega klæðilegur og fínn. Þið eigið von á fullt af gómsætum Selected dressum um helgina – bíðið bara!

Skór: Bianco
Þessar gersemar eru uppáhalds spariskórnir mínir þessa dagana en þeir eru opnir í hælinn úr ekta leðri og támjóir. Fullkomnir fashion skór fyrir dömur sem geta ekki klæðst hælum þessa stundina vegna ástands og þeir eru virkilega góðir í slabbinu. Þessir eru RFF skórnir í ár svo þið sjáið þá betur um helgina.

guldragt

Mér finnst dragtin algjört æði og ég er alveg að dýrka að hún hafi komið inní búð til okkar – hún er algjört fashion statement þegar klæðin eru notuð saman en svo virka flíkurnar líka vel saman. Buxurnar eru úr mjög þægilegu efni sem teygist aðeins svo ég gat brett bara uppá strenginn og komið honum fyrir fyrir neðan kúluna. Í sumar held ég svo að það sé mjög flott að bretta aðeins uppá þær við sandala. Innan undir klæddist ég svo sokkabuxum mér finnst bara ómissandi þessa dagana að vera með góðan stuðning við bakið og kúluna sérstaklega þegar maður er á svona mikilli keyrslu alllan daginn.

Mér finnst allt flott við dressið og ég fýla kontrastana á milli gulu og svörtu flíkanna – þessi guli litur er auðvitað bara æði!

Við dressið var ég svo með smoky augnförðun, góða andlitsmótun og nude varir – meira um það síðar. Svo bý ég svo vel að eiga yndislega hárgreiðsluvinkonu sem reddaði alveg hárinu á síðustu stundu en einn af mörgum göllum við að vera handleggsbrotin er að ég get ekkert gert fyrir hárið svo hún þreif það og blés út og vá hvað mér leið vel! Aðalsteinn getur gert ýmislegt en að græja hárið mitt er ekki einn af hans leyndu hæfileikum… ;)

Meira um Hildi Yeoman seinna í dag!

EH

Húðin er klár fyrir RFF!

Skrifa Innlegg