fbpx

Húðin er klár fyrir RFF!

Blue LagoonHúðLífið MittRFFSnyrtibuddan mín

Ómissandi partur af mínum undirbúningi fyrir RFF hefur síðustu ár verið dekur fyrir húðina. Á hátíðinni er mikið stress, fjör og læti en alveg ótrúlega gaman. Mér þykir því mikilvægt að ná húðinni í smá ró og dekur fyrir fjörið svo hún sé í góðu jafnvægi. Húð bregst almennt mjög illa við stressi sem getur einnig verið áhrifavaldur í því að flýta fyrir öldrun húðarinnar og ég vil það nú svona helst ekki… ;)

Mínar allra uppáhalds dekurvörur eru þá yfirleitt teknar fram og eins og áður valda þær engum vonbriðgum.

dekur2

Ég byrja yfirleitt alltaf á því þegar ég er að dekra við húðina mína að djúphreinsa hana með kísilmaskanum. Þetta er einn sá skemmtilegast maski sem ég hef nokkru sinni notað og mér finnst helst skemmtilegast að fylgjast með honum breytast og sjá hvernig húðin mín verður og hvernig áferðin á maskanum breytist eftir því hvernig ég hef dreift úr honum. Maskinn er dásamlegur og hann dregur upp óhreinindi úr húðinni sem ég vil ekkert hafa. Þetta er djúphreinsandi maski sem hreinsar samt á svo léttan og þægilegan máta!

dekur

Hér er það svo græni og stórkostlegi þörungamaskarinn. Máttur Bláa Lóns þörunganna er ólíkur öllum öðrum. Maskinn er einstaklega næringarríkur og græðandi – mér líður eins og húðin mín fái kraftmikið orkubúst eftir að ég nota þennan. Þessi gefur húðinni rakamikla fyllingu að innan svo hann er mjög sterkur þegar kemur að því að draga úr einkennum öldrunar í húðinni. Formúla maskans er græn en mér finnst það sjást voða lítið þó ég sé með svona græna slikju yfir húðinni – það sem ég sé mest er hvernig gærni liturinn dregur úr roðanum mínum :D

heimadekur

Þessir tveir maskar eru mínir allra uppáhalds og ég gríp yfirleitt í þá þegar ég þarf á smá dekri og slökun að halda… Ég mæli eindregið með þessum en þeir henta öllum húðtýpum og öllum aldri. Ef þið hafið ekki prófað þá þá eruð þið að missa af miklu og ég mæli með heimsókn í Blue Lagoon búðina á Laugaveginum til að skoða vörurnar betur – ef þið farið þangað splæsið þá líka í varasalvann hann er æði!!

Næst á dagskrá er svo Hildur Yeoman – get ekki beðið!

EH

MAC snillingarnir á RFF!

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Bryndís

    12. March 2015

    Þetta eru snilldar vörur – ég reyni einmitt að nota báða maskana á ca. 10 daga fresti og finn mikinn mun á húðinni eftir að ég fór að nota hann reglulega