fbpx

MAC snillingarnir á RFF!

FashionMACMakeup ArtistRFF

Mér tókst að bæta við skemmtilegum lið í RFF upphitunina í ár – veit ekki afhverju mér hefur ekki dottið þetta í hug áður. Ég plataði nokkrar dömur sem eru partur af förðunarteymum Fríðu Maríu og Guðbjargar Huldísar á RFF til að svara nokkrum spurningum. Þessar eiga það sameiginlegt að hafa oft tekið þátt á RFF og þær hafa einnig farið erlendis og farðað á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Ég gef þeim orðið….

Dýrleif Sveinsdóttir

macrff2

 Ég dýrka þessa mynd af dömunni – hún hatar hana pottþétt og það er eins gott að Dýrleif fyrirgefi mér valið! En hér sjáið þið einbeintinguna sem er í hámarki en hér er hún að farða fyrir JÖR sýninguna í fyrra.

Hvenær tókstu fyrst þátt á RFF og afhverju?

MAC hefur verið að sjá um förðunina á RFF og hef ég verið partur af teyminu frá 2012. Maður lærir að vinna hratt og skilvirknislega og svo er þetta líka svo rosalega skemmtilegt.

Nú hefurðu farðað fyrir tískuvikur erlendis fyrir MAC er mikill munur á tískuvikum erlendis og RFF?

Já og nei í rauninni. Ég hef farið nokkrum sinnum út til Danmerkur að farða fyrir Copenhagen fashion week sem er aðeins stærri viðburður en RFF. Þar ertu t.d. með mismunandi key artista á mismunandi sýningum sem maður þarf að læra inn á, svo hefur maður oft lengri tíma til að farða hvert módel . RFF er meiri keyrsla. En að öðru leyti er þetta mjög svipað, bæði jafn krefjandi og skemmtilegt.

Afhverju ákvaðstu að taka þátt í förðunarteymi MAC í ár?

RFF er án efa eitt það skemmtilegasta sem ég geri! Svo er þetta er svo ótrúlega lærdómsríkt og frábær reynsla!

Hvaða sýningu ertu spenntust fyrir á RFF í ár?

Ég er í þremur sýningum með Fríðu Maríu í ár, JÖR, Scintilla og Eyland. Ég hef ekki farðað fyrir Schintilla né Eyland áður, það verður frábært að fá að vera í þeim sýningum. Þetta verður í þriðja skipti sem ég fæ að gera JÖR lookið með Fríðu Maríu og ég verð að segja að þau look hafa alltaf verið mjög skemmtileg, Þannig ég er rosalega spennt að gera það í ár!

Flóra Karítas Buenaño

macrff

 Hér er Flóra að störfum fyrir Farmers Market í fyrra – yfirvegun og einbeiting í hámarki!

Hvenær tókstu fyrst þátt á RFF og afhverju?

Þetta er fimmta skiptið mitt núna í ár á RFF! Í fyrsta skipti tók ég þátt bara af þeirri ástæðu fyrir það að vera boðið að vera með, þetta var reynsla sem ég hafði aldrei upplifað áður og auðvitað þá mikill heiður að taka þátt.

Nú hefurðu farðað fyrir tískuvikur erlendis fyrir MAC er mikill munur á tískuvikum erlendis og RFF?

Já ég hef farið 4 sinnum á tískuviku Kaupmannahafnar fyrir hönd MAC. Það sem tengist förðuninni sem slíkri er ekki mikill munur og andrúmsloftið mjög svipað. En þar sem tískuvikan í Kaupmannahöfn er talsvert stærri, gerist á mismunandi eventum og fleiri dagar þá er þetta aðeins öðruvísi, Ég var kannski að gera tvær til þrjár sýningar á dag, eftir hverja sýningu ferðuðumst við svo með kittin okkar annaðhvort fótgangandi eða í leigubíl, gerðum klárt á nýja staðnum og byrjuðum aftur. En hjá okkur er mjög huggulegt að vera á einum stað.

Afhverju ákvaðstu að taka þátt í förðunarteymi MAC í ár?

Útaf því mér var boðið að vera með! Þetta er nánast eina tækifæri okkar förðunarfræðinga til að taka þátt í svona sýningum hérlendis og einungis þessvegna myndi ég ekki segja nei. Þetta er svo ótrúlega skemmtileg og öðruvísi upplifun heldur en að farða fyrir myndatökur og auglýsingar sem ég geri mikið af, og því myndi ég ekki vilja missa af RFF.

Hvaða sýningu ertu spenntust fyrir á RFF í ár?

Í ár fylgi ég henni Guðbjörgu minni í þriðja skiptið, og við erum með Magneu, Sigga Maija og Another Creation. Er mjög svo spennt að sjá hvaða snilld Guðbjörg tekur upp á í þetta sinn, svo er gaman að sjá hvernig Jör lúkkið verður í ár, því það er nú oftast út fyrir ramman creative förðun sem er svo gaman að sjá. Æj annars er ég eiginlega spennt að sjá allt saman, það er svo æðislegt að fá að taka þátt í því á þeirri ögurstundu þegar allt rennur saman og verður klárt hvað allt lítur rosa vel út! Við erum allavega ekkert síðri í sýningum en út í Danmörku sem er ótrúlega skemmtilegt að upplifa, og ef eitthvað er þá er miklu meira keyrsla og spenna hjá okkur sem gerir þetta enþá skemmtilegra!

Þóra Kristín Þórðardóttir

11008480_10152884686543300_8754532381375159368_n

 Ég er búin að gera dauðaleit af myndunum sem ég tók af Þóru Kristínu á RFF í fyrra en þær hafa greinilega óvart farið í einhverri tiltekt :( Svo ég fékk að stela prófílmyndinni hennar – sjáið hvað daman er fín!

Hvenær tókstu fyrst þátt á RFF og afhverju?

Ég tók fyrst þátt í RFF árið 2012 en ég var valin ásamt öðrum starfsmönnum úr hópi MAC artista á íslandi og var það mikil upplifun og reynsla sem að maður býr að og þróar með sér í bransanum.

Nú hefurðu farðað fyrir tískuvikur erlendis fyrir MAC er mikill munur á tískuvikum erlendis og RFF?

Ég er í norðurlandateymi á vegum MAC sem er kallað MAC Event team en ég fer semsagt á vegum MAC og farða fyrir tískuviku í Kaupmannahöfn sem er alveg æðislega gaman og mikil lífsreynsla, þar lærir maður svo margt sem gerir mann að betri makeup artista, munurinn á RFF og CPHFW er aðallega sá að RFF er mun meiri keyrsla og í raun miklu meira rush heldur en CPHFW þar sem að við erum að gera fleiri sýningar á styttri tíma og þar af leiðandi þarf maður að læra að vinna hratt en skila af sér 100% gæðum á mjög stuttum tíma. CPHFW er lengri tími, eða heil vika og sýningarnar dreifast yfir fleiri daga og á fleiri artista svo að það má segja að það séu meiri rólegheit þar, þó svo að það sé mikið rush þá er það ekki mikið miðað við RFF, þessvegna má eiginlega segja að RFF er góður undirbúningur fyrir CPHFW En báðir viðburðirnir eru æðislega skemmtilegir og gefandi og ég er gríðarlega þakklát fyrir að fá að vera partur af þeim báðum

Afhverju ákvaðstu að taka þátt í förðunarteymi MAC í ár?

Ég tek að sjálfsögðu þátt í ár eins og síðastliðin 3 ár og er þetta einskonar hápunktur ársins hjá okkur MAC artistunum og mikið tilstand og tilhlökkun Ég hef alltaf verið í teyminu hennar Guðbjargar Huldísar og er þetta í 4. skiptið sem ég er svo lánsöm að fá að hafa hana sem key artista enda mikill fagmaður á ferð og maður lærir svo endalaust margt af henni

Hvaða sýningu ertu spenntust fyrir á RFF í ár?

Ég er rosa spennt fyrir öllum sýningunum enda elska ég að gera öll þessi mismunandi makeupp en ef ég ætti að segja eins og er þá er JÖR alltaf mikið í uppáhaldi og svo er ég rosa spennt fyrir Magneu.

Takk fyrir spjallið stelpur! Hlakka mikið til að sjá ykkur á morgun***

Að lokum ætla ég að troða einni hér að sem á svo risastórt hrós skilið í öllum undirbúningi fyrir RFF – hér sjáið þið aðal MAC dömu landsins og MAC mömmuna eins og hún er kölluð. Þessi er ein af þessum dömum sem ég er búin að þekkja allan minn feril en hún kenndi mér meðal annarra í náminu. Þessi er algjörlega einstakur gleðibolti sem ég elska að hitta og eiga gott spjall við og ég veit alltaf að ég á von á hláturskasti þegar ég hitti hana og þess vegna reyni ég að hitta hana sem oftast – svo góðar fyri mann svona magaæfingar.

macrff3

Hér sjáið þið hana Maríu mína sem er vörumerkjastjóri MAC á Íslandi að gera það sem hún gerir svo vel á RFF í fyrra en hún hefur yfirumsjón með förðunarstöðvunum og passar uppá að allt gangi vel fyrir sig. Þessi er einstök og ef þið rekist á hana á RFF knúsið hana endilega og hrósið henni fyrir snilldar skipulagshæfileika sína – án hennar myndi þetta aldrei ganga svona vel fyrir sig! Nú er best ég hætti því ef ég þekki Maríu mína rétt er hún farin að roðna smá – konan er bara svo mikill snilli að ég varð að koma einu hrósi að fyrir hana og hennar störf ;)

Nú fer svo fjörið allt að hefjast og ég get ekki beðið!!!

EH

RFF spurt&svarað: Fríða María

Skrifa Innlegg