fbpx

Inspiration: Angelica Blick

LúkkmakeupMakeup ArtistMitt MakeupSnyrtibuddan mín

Það tók nú ekki lengri tíma en þetta að gera förðunarlúkk innblásið af hinni flottu Angelicu Blick – sjáið meira HÉR.

Ég lagði mikla áherslu á að húðin væri fullkomin og með miklum ljóma ofan á kinnbeinunum. Ég passaði uppá að halda í náttúrulegar og mjúkar augabrúnir, gerði kinnbeinin sterk og að varirnar væri frekar kyssilegar ;)

Mér finnst þetta hafa bara tekist ágætlega hjá mér – hvað með ykkur?

blick3 blick2 blick blick4

Þetta var fullkomið tækifæri til að nota nýja varalitinn minn úr Retro Mac varalitalínunni. Hann er ótrúlega mjúkur en samt verður áferðin mött. Það eina var að það tók smá tíma að fá litinn svona sterkan en ég notaði varalitapensil til að bera litinn á og þá tekur stundum tíma að byggja litinn upp. Sjáið frekari lýsingar á vörunum sem ég notaði hér fyrir neðan næstu mynd.

blick5Myndir teknar á Canon EOS M.

Húð:
Invisible Fluid Foundation – Estee Lauder, True Match Concealer – L’Oreal, Lumi Magique Primer – L’Oreal, þrefalt sólarpúður – Maybelline, BB púður – L’Oreal og Legendary kinnalitur úr Marilyn Monroe línunni frá MAC.

Augu:
Ombre Essentielle augnskuggi í lit nr 99 – Chanel, Master Precise Liquid Eyeliner – Maybelline og Lash Architect 4D maskari – L’Oreal

Augabrúnir:
Eyestudio Mono augnskuggi nr. 750 – Maybelline.

Varir:
Graceful varablýantur – Make Up Store og Retro Matte lipstick Relentlessly – MAC.

Ég er aðeins að gefa mér meiri tíma þessa dagana í að gera makeup lúkk fyrir ykkur – lofa að reyna að halda þessu betur við ;)

EH

 

Christina strikes again

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

 1. Sirra

  3. November 2013

  Vá þú ert svo falleg!

 2. Eva

  4. November 2013

  Tókst mun betur hjá þér en hjá fyrirmyndinni :)

 3. María

  4. November 2013

  geðveik förðun

  en ég var að spá ef þú værir að fara til USA hvaða förðunarvörur myndir þú segja að væri möst að kaupa? :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   4. November 2013

   Ég mæli bara með því að þú kíkir í Target og missir þig í ódýru snyrtivörunum eins og L’Oreal, Maybelline, Cover Girl, Revlon og þessum merkjum. Þær vörur eru æðislegar og þú færð þær á ótrúlega góðu verði í USA :D Góða skemmtun!!!

   • María

    7. November 2013

    Takk fyrir svarið :)

 4. Inga Rós

  4. November 2013

  Er búin að bíða spennt eftir retro matte varalitunum. Geggjað lúkk :)