fbpx

Í sandalana fyrir sumarið

HúðLífið MittSnyrtivörurSS14

Ég hef aldrei gerst svo grand að fara í fótsnyrtingu – ekki það að viljann hafi skort beint – meira svona að viljann til að framkvæma það hafi skort ;)

Kannski skortir frekar tíma heldur en framkvæmdarviljann en alla vega fékk ég þá flugu í hausinn í gær að taka fæturnar í smá heimadekur – og það besta er að ég gat unnið mestan tímann sem fæturnir voru í dekrinu!

fætur

Ég týndi til nokkrar vörur sem ég átti inní skáp inná baði sem ég notaði…

Iroha Progressive Exfoliating Socks
Silicia Foot & Leg Lotion frá Blur Lagoon
Serum fyrir neglur frá L’Oreal
Naglalakk frá Dior í litnum Porcelane
Naglabandaolía frá Essie

Fótamaskasokkarnir eru brillíant en þeir vinna á móti þurri húð, siggi svo fæturnir verða dúnmjúkir – þeir verða það í alvöru!

fætur3

Ég er stundum su fljótfærnasta í heiminum en ég auðvitað smellti sokkunum á fæturnar og leit svo á pakkann ég bjóst við því að sokkarnir ættu að vera á í 10-15 mínútur bara svona eins og húðmaskar en neibb 60-90 mínútur. Ég hugsaði strax með mér úpps – ég hef ekki tíma í þetta en ég settist svo við tölvuna og hóf að vinna í nokkrum verkefnum sem hafa fengið að sitja á hakanum vegna veikinda í fjölskyldunni og áhyggjum. Áður en ég vissi af voru þessar 60 mínútur liðnar og ég ákvað að taka þá þá af. Ég mæli með því að þið farið varlega í að labba á sokkunum inná bað til að skola af þeim – þeir eru dáldið sleipir eins og ég komst að – eitt skref í einu og takið ykkur tíma annars fljúgið þið á hausinn :D

Ég tók sokkana af fótunum skolaði þá vel og þurrkaði…

fótsnyrting6

… tók svo upp Silicia fótáburðinn minn frá Blue Lagoon sem kælir húðina og nærir hana vel. Svo setti ég naglalakkaserumið yfir táneglurnar – eftir að ég hafði hreinsað bláa lakkið sem ég gleymdi að taka af tásunum áður en ég fór í sokkana:) Serumið gefur nöglunum raka og er flott sem base coat fyrr neglur. Loks setti ég 2 umferðir af uppáhalds sumarlakkinu frá Dior Porcelaine nr. 2014 og þegar það var þornað nærði ég naglaböndin með olíunni frá Essie. Ég er orðin sjúk í naglabandaolíur eða næringar – þó Essie týpan sé ekki til á Íslandi þá er til frá Dior, OPI og Mavala svo má auðvitað nota t.d. marga varasalva til að næra þau líka :)

fætur2

Uppskrift af góðu fótadekri! Maður þarf ekkert að flækja málið við eigum eflaust flestar vörur sem leynast inní skáp til að taka fæturnar í smá snyrtingu fyrir sandalaveðrið sem mun vera í allt sumar – ég hef nú komið þessum orðum frá mér upphátt og því er ég viss um að alheimurinn mun svara þeim með sól og dásemdarveðri. Fæturnir mínir eru alla vega reddí!

EH

Varalitadagbók #21

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Soffía Arngrímsd.

    23. May 2014

    Hvað kostar svona krempoki =)

    • Hann er á um 3000kr þetta er alveg fótameðferð en bara heimafyrir – en verðið er auðvitað misjafnt eftir verslunum ;)

  2. Elín Lovísa

    23. May 2014

    Mig langar svo í svona fótamaska! Hvar fær maður ? :D
    knús xxx

  3. Guðrún

    25. May 2014

    mæli með naglabanda kreminu frá Burt’s Bees. MJÖG gott og dásamlega lykt!