fbpx

Í miðlum

Ég Mæli MeðLífið MittlorealMitt Makeup

Það kom mér skemmtilega á óvart að sjá förðun eftir mig á forsíðu nýja tölublaðs Nýs Lífs sem kom út í gær. Fyrirsætan Matthildur er í forsíðuviðtali. Fyrir nokkrum vikum síðan var ég fengin í að farða og gera hár fyrir myndaþátt þar sem hausttískan var í aðalhlutverki. Hönnun frá fatahönnuðum sem sýndu á RFF og útskriftarsýningu Listaháskóla Íslands var áberandi en það var Anna Clausen sem sá um stíliseringuna og ljósmyndarinn Rafael Pinho sá um myndatökuna.

Það er draumur í dós að fá að vinna með Önnu og Rafael þau eru algjört ofurteymi. Þetta var í fyrsta sinn sem ég hef unnið með Matthildi og ótrúlega skemmtilegt að fá að vinna með svona flottri stelpu og kynnast henni aðeins. Þetta var frábær dagur með þvílíkt flottu pro fólki en besta dæmið um það er að þetta er ein stysta myndataka sem ég hef tekið þátt í – á örfáum klukkutímum gerðum við heilan myndaþátt – og þetta er ekkert lítill myndaþáttur. Ég sýni ykkur hann innan skamms. Þangað til mæli ég eindregið með blaðinu. Ég er búin að næla mér í eintak og hlakka til að gefa mér tíma um helgina til að lesa það almennilega.

Eina sem ég er almennilega búin að skoða er förðunarhlutinn sem hún vinkona mín Lilja Ósk er nýtekin við og gerir svo stórkostlega vel. Hún er að fara að gera svakalega góða hluti fyrir blaðið það er ég svo sannarlega viss um. Nýttlíf

Forsíða:
Ljósmyndari: Rafael Pinho
Stílisti: Anna Clausen
Fyrirsæta: Matthildur
Förðun & hár: ég með vörum frá L’Oreal
Peysan á forsíðunni er frá REY og rósirnar frá heildsölunni Samasem

Annar miðill sem ég treð mér í í dag er Lífið sem kom út með Fréttablaðinu í morgun. Þar var ég fengin ásamt fleiri æðislegum íslenskum konum að segja hvaða þrjár snyrtivörur eru ómissandi í sumarsnyrtibuddunni minni. Ég á svo erfitt með svona enda vitið þið það best að þegar ég vel uppáhalds vörurnar mínar í hverjum mánuði þá vel ég að minnsta kosti 20stk!

En að lokum sættist ég á að velja – Terracotta Jolie Teint frá Guerlain – Dior Addict It-Lash maskarann og Baby Lips varasalvana…

lífið

Í forsíðuviðtali í Lífinu í dag er Sissa ljósmyndari ég er aðeins búin að fara hratt í gegnum viðtalið og ég mæli með því og ætla að gefa mér betri tíma um helgina til að lesa það.

Að lokum langar mig að óska yndislegu vinkonu minni henni Unni til hamingju með afmælið og til hamingju með nýja lagið sitt. Eigðu dásamlegt kvöld í kvöld elsku Unnur og ég vona að þú dansir af þér allt vit við nýja lagið!

Eigið yndislega helgi elsku lesendur – fylgist með seinna í dag þegar ég í samstarfi við OPI og Coca Cola set af stað smá sumarleik á Instagram ;)

EH

Flotuð gólf

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Unnur Eggertsdóttir

    5. July 2014

    Takk æðislega elsku Erna mín! <3

  2. Lilja Ósk Sigurðardóttir

    7. July 2014

    Takk elsku Erna mín og þú mátt svo sannarlega vera stolt af þessari forsíðu! Skál fyrir næstu forsíðum ;)