fbpx

Flotuð gólf

Fyrir HeimiliðInnblásturLífið Mitt

Það eru vægast sagt spennandi hlutir að fara að gerast á næstu vikum og mánuðum í lífi þriggja manna fjölskyldunnar og vegna þess hangi ég á Pinterest og skoða bara innanhúshönnunarblöð á kaffihúsum. Mér finnst nú líklegt að þið getið giskað á það sem er framundan en formleg tilkynning kemur þó seinna þegar allt er klárt en allt er á réttri leið núna :)

Eitt af því sem á hug minn núna inná Pinterest eru flotuð gólf. Mér hefur nú alltaf þótt þau mjög skemmtileg og hrifist af einfaldleikanum við þau. Það er svo skemmtileg áskorun að lífga uppá gólfflötinn og ásýnd rýma með fallegum húsgögnum og ef til vill skemmtilegum mottum.

912218a8b8f81ec107398695d738d241 152f00139ec18b507db936e51801300f 79670d8b45dd1b4bbf46a6704c8e949d a509990280548f392d97a446e8b94e5a 631684e57aed329955c9eca1d9c7af3c b9733afc8ed8426d8d4285e36fd07ff4 98d795abb49641918b0e26428379b3e9 1953724af6be3f949731fb5f5a27ce0a 99aa82320c319f85a1a60c6b553ba762 df0d6c8d0d04cc7dce59f8e8619eff0f efdd302e93732f889464e77efbe01798 a1dfc65fd9f52b9aebc01bc21e3e9185 cae25fdb1361336d8a092efca3514d24

Rýmin hér fyrir ofan eru þó kannski ekki í alveg eins stíl og ég myndi persónulega gera – ekki alveg minn smekkur ég er ekki svona stílhrein ;) En mér finnst þó gaman að sjá áferðina og litinn á gólfinu ekki það að ég hafi hugmynd um hvað ég eigi að gera þegar ég fer og kaupi flot á gólf. Ef þið eigið einhver tips, hafið gert þetta sjálf megið þið endilega deila þeim með mér.

Ég skelli svo í formlegri tilkynningu innan skamms – vonandi :)

EH

Snyrtibuddan mín í júní

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Sæja

    3. July 2014

    Allar þessar myndir að ofan eru af “polished concrete” gólfum og þau eru mikið fallegri en flotuð og mikið dýrari. Flotið eru mikið brúnna og til þess að fá almennilega hreyfingu í það þá þarf flotið að vera ákveðið þykkt og vön manneskja að sjá um verkið.
    Vildi bara benda á það svo þú yrðir ekki fyrir vonbrigðum með útkomuna, þeas ef þú vilt að það sé eins og þessi á myndunum :)

  2. Sara

    4. July 2014

    Tek undir með Sæju. Það þarf að vera mjög vön manneskja í akkurat þessu sem þarf að sjá um verkið ef þetta á að koma út eins og á myndunum. Flotaði aðeins í íbúðinni minni og flotið sjálft kom vel út en þegar það vat búið að lakka þá kom það ekki eins flott út! Það þarf að vera alveg spes lakk notað til þess að þetta verði flott :) veit eins um eins sem var búin að sjá þetta fyrir sér og vildi hafa flotuð gólf en síðan þegar uppi var staðið þá var hún ekki hrifin af því afþví það kom ekki eins út og hún hafði hugsað sér og parketlagði yfir ;) gott að undirbúa sig undir að þetta verði ekki alveg eins og maður hafði hugsað sér :)

  3. Saga Steinsen

    4. July 2014

    Flotið þarf ekkert endilega að vera í brúnum lit :) Við erum að fara að láta flota hjá okkur um helgina og er stefnan að blanda lit út í flotið til að fá fallegan gráan lit. Svo skilst mér að möguleiki sé að lakka það eftir á ef maður vill fá glans áferð. Maðurinn minn er búin að fara fram og tilbaka í þessum pælingum.
    Við ætluðum fyrst að mála bara gólfið okkar en komumst svo að því að þetta var besta lausnin fyrir okkur.
    En þetta er hrikalega erfitt fyrir fólk sem ekki kann neitt (okkur) svo ég mæli með að fá fagmann í verkið ef ráð er á því.
    Annars finnst mér þetta langfallegustu gólfin.. fyrir utan gömul plankaparket sem brakar í! ;) haha elska það!

    gangi ykkur vel! :)

    • En sniðugt – já ég vona að ég geti nú fengið einhvern til að vera okkur innan handar sem hefur gert þetta áður :) En hlakka til að sjá útkomuna hjá ykkur – vonandi á nýja blogginu þínu ;)