fbpx

Snyrtibuddan mín í júní

Ég Mæli MeðLífið MittMakeup ArtistNýtt í snyrtibuddunni minniSnyrtibuddan mín

Ég held að ég geti bara staðfest það hér og nú að að sýna ykkur vörurnar sem eru í uppáhaldi hjá mér í hverjum mánuði séu skemmtilegustu færslurnar sem ég skrifa. Allan mánuðinn pæli ég í því hvað eigi að rata á listann og ég pæli mikið í því hverju ég mæli með fyrir ykkur. Hér sjáið þið það sem var í algjöru uppáhaldi hjá mér í júní…

júníjúní21. CC kremið frá Bobbi Brown í bleiku. 2. Oil & Tonic líkamsilmur frá Biotherm. 3. Egf serum dropar frá Sif Cosmetics.
4. Baby Lips varasalvar frá Maybelline í glæru, bleiku og peach. 5. Nuit D’Azur  úr French Riviera línunni frá Lancome. 6. Skin Best CC kremið frá Biotherm. 7. Dior Addict It-Lash maskari frá Dior. 8. Lökkin úr Coca Cola línunni frá OPI. 9. CC Sticks frá Max Factor.
10. Bronze Goddess ilmurinn frá Estée Lauder. 11. Body Sculpture firming gel frá Biotherm. 12. 24 Hour Photo Finish Eyeshadow Primer frá Smashbox. 13. Babydoll Kiss & Blush frá YSL. 14. Terracotta Joli Teint frá Guerlain. 15. Olay Regenerist hreinsibursti.
16. Lumi Magique hyljari frá L’Oreal. 17. Million Lashes So Couture maskari frá L’Oreal. 18. Olay Refreshing Face Wash hreinsigel.
19. Lancome Bronzing Brush úr sumarlínunni. 20. Ilmandi sólarpúður frá Make Up Store.
21. Forever Youth Creator Serum in Creme frá YSL.

Fyrst og fremst langar mig að mæla eindregið með húðvörunum frá Biotherm, þessar sem eru hér á myndunum fyrir ofan eru í stöðugri notkun og líkamsvörurnar nota ég eftir hverja einustu sturtuferð og gríp þær alltaf með mér þegar við skellum okkur í sund. Ég veit fátt betra en að dekra við húðina og maður má alls ekki gleyma að gefa allri húðinni næringu ekki bara andlitinu.

Coca Cola litirnir frá OPI finnst mér bara sjúkir og núna fyrir helgi ætla ég að gefa nokkrum lesendum og mögulega Instagrömmurum glaðninga frá OPI og Coca Cola – fylgist með!!

CC krem hafa verið í miklu lykilhlutverki hjá mér. Ég er búin að vera að prófa bleika CC kremið frá Bobbi Brown og líkar mjög vel. Mér þykja grunnförðunarvörurnar frá Bobbi með þeim bestu sem fást hér á Íslandi. Ég hlakka mikið til að sýna ykkur það ennþá betur og segja ykkur nú frá því afhverju það er bleikt og hvað í ósköpunum það gerir. Biotherm Skin Best CC kremið er dásemd í túbu og gefur svo ómótstæðilega fallega áferð. Biotherm er merki sem er að vaxa svakalega í áliti hjá mér og býður uppá sérstaklega breitt og flott vöruúrval. CC pennarnir frá Max Factor sem ég skrifaði um í gær eru svo sannarlega að slá í gegn hjá mér ég löva þá alla!

Hreinsiburstinn frá Olay er auðvitað búinn að standa fyrir sínu og rúmlega það í mánuðinum og þarna sjáið þið líka hreinsigelið sem ég notað með burstanum. Húðin mín er að hreinsast svo vel með þessu duo-i að ég er að sjá mikinn mun á henni þar sem áferðin á húðinni er svo ofboðslega falleg. Burstinn seldist hratt upp en hann var pantaður strax inn aftur og vonandi er hann kominn eða rétt ókominn aftur í búðir.

Maskararnir eru sem fyrr þessir dásamlegu tveir frá L’Oreal og Dior en ég bara á stundum ekki til orð yfir þá – þeir hrynja hvorugir smitast ekki og haldast eins allan daginn. L’Oreal er aðeins náttúrulegri en Dior-inn. Burstinn sem þið sjáið frá Lancome er einn mýksti bursti sem ég hef prófað þetta er dekurbursti fyrir húðina og þið verðið að kíkja á hann þó það sé ekki nema að fá að strjúka honum yfir húðina. Hann kemur í takmörkuðu upplagi en hann er hluti af sumarlínu Lancome í ár ásamt fína bláa lakkinu. Meira um sumarlínu Lancome innan skamms…

Í byrjun júní fékk ég smá pakka frá Sif Cosmetics með EGF vörum sem ég hef aldrei prófað áður og mér er að líka mjög vel við vörurnar. Droparnir eru í uppáhaldi en ég ætla að segja ykkur ennþá betur frá þeim seinna í mánuðinum þegar ég er búin að prófa þær betur. Svo er ég búin að vera að hamstra prufur af Serum in Creme kreminu frá YSL – mæli með því að þið gerið það líka algjör dásemd í krukku.

Eins og mér finnst nú gaman að gera þessar færslur þá getið þið rétt ímyndað ykkur hvað þetta tekur langan tíma… sérstaklega þar sem ég get svo mikið gleymt mér að gera eitthvað allt annað en að bara klára að setja saman myndirnar. En það reddar mér alltaf að vera með tónlist í eyrunum. Þessa dagana er ég inná Spotify með nýja diskinn hans Ed Sheeran sem er held ég án vafa minn uppáhalds tónlistamaður og nýja platan hans X er æðisleg  – mæli með ;)

Jæja ég veit ég skrifaði þetta síðast en það er eins gott að júlí snyrtibuddan verði full af sólarvarnar vörum – ég er alveg komin með nóg!

EH

Augnskuggaprimer

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Jóna

    3. July 2014

    Veistu hvað er verðið á þessum NYX litum?