Ég kíkti við á opnun Hönnunarmars í Epal nú fyrir stuttu og þar hafði mikið af fólki safnast saman til að sjá nýjungar í hönnun. Það var fullt af flottum munum en að mínu mati stóð hönnun Guðrúnar Val. uppúr en það er skrifborðið Hylur. Ofboðslega fallega hannað borð og skemmtilegir sterku kontrastarnir í því. Ég væri mikið til í að eiga þetta fallega skrifborð en okkur vantar svona eiginlega nýtt borð undir borðtölvuna hans Aðalsteins en það er eiginlega bara að detta í sundur þar sem kisan okkar hefur það fyrir áhugamál að tálga borðfæturnar. HÉR getið þið lesið meira um borðið og séð fleiri myndir. Guðrún hefur hannað þónokkrar fallegar vörur hún gerði t.d. mjög fallegt dagatal sem þið sjáið hér á myndinni sem er fyrir neðan af borðinu, ég sýndi svo mynd af skemmtilegu jólaskrauti sem hún hannaði fyrir epal um jólin HÉR og svo heldur hún úti skemmtilegu bloggi sem þið finnið HÉR – en myndina fékk ég einmitt á blogginu hennar. Það reyndist ekkert sérlega auðvelt verk að dást að hönnunarvörunum með þennan litla töffara sem vildi bara hlaupa um þessa skemmtilegu verslun. Ég þarf eiginlega að kíkja aftur á sýninguna seinna svona barnslaus:) Annað sem stóð uppúr fyrir mér er hönnun Steinunnar Völu fyrir Hring eftir Hring ég er svo heilluð af fallegu postulínsfiskunum hennar en ég á einmitt einn svona. Ég rak svo augun í það að á nýjum týpum er búið að mála viðarkúluna hálfa svo hún minnir óneitanlega á flotholt – rosalega skemmtilegt:) Mér finnst fluguarmböndin og þetta einfalda viðarperluhálsmen hér fyrir neðan alveg æðisleg – komin á óskalistann minn og heimsókn á vinnustofuna hennar Steinunnar er sett á dagskrá sem fyrst! Svo var Hryggur viðarbindið sem vöruhönnuðurinn Jón Helgi Hólmgeirsson hannaði fyrir Hring eftir Hring líka til sýnis. Virkilega falleg og skemmtileg hönnun sem ég þarf að fá tíma til að skoða betur. Svo finnst mér þessar skýjahillur alveg ótrúlega fallegar – fullkomnar inní barnaherbergi á fallega málaðan vegg. Hillurnar eru eftir Herdísi Björk sem hannar undir merkinu Bimbi – meira HÉR. Virkilega flott hönnun og flott hvernig er passað uppá að þær séu nógu háar að framan svo það sé hægt að setja t.d. stórar bækur án þess að það sé mikil hætta á að þær falli fram yfir. Mig langar í svona þegar Tinni Snær fær sér herbergi.
Reykjavík Fashion Journal
Flokkar
Flokkar
- & Other Stories
- Á Óskalistanum
- Annað Dress
- Áramót
- Augnskuggar
- Augu
- Baksviðs
- Bianco
- Biotherm
- Blog
- Blue Lagoon
- Bobbi Brown
- Bourjois
- Brúðkaup
- Burt's Bees
- Chanel
- Clinique
- Dior
- Dolce & Gabbana
- Ég Mæli Með
- Elizabeth Arden
- elledk
- Escada
- Essie
- Estée Lauder
- Eyeliner
- Fallegt
- Farðar
- Fashion
- Förðunarburstar
- Fræga Fólkið
- FW15
- FW2014
- Fylgihlutir
- Fyrir & Eftir
- Fyrir eldri húð
- Fyrir Hann
- Fyrir Heimilið
- Fyrirsætur
- Garnier
- Gosh
- GUCCI
- Guerlain
- Hár
- Heimaföndur
- Helena Rubinstein
- Hreyfing
- Húð
- Hyljari
- Ilmir
- Innblástur
- Íslensk Hönnun
- Jól 2014
- Jól 2015
- Jólagjafahugmyndir
- Kæra dagbók
- Lancome
- Lífið Mitt
- loreal
- Lúkk
- MAC
- Make Up Store
- makeup
- Makeup Artist
- Makeup Tips
- Maskarar
- Max Factor
- Maybelline
- Meðganga
- Mitt Makeup
- Mömmublogg
- Myndbönd
- Myndir
- Náðu Lúkkinu
- neglur
- Netverslanir
- Nip+Fab
- Nýjungar í Snyrtivöruheiminum
- Nýtt í Fataskápnum
- Nýtt í snyrtibuddunni minni
- OPI
- Oroblu
- Ragnheiður Lilja & Rebekka Rut
- Real Techniques
- Reykjavík Makeup Journal
- RFF
- Rimmel
- Sensai
- Shiseido
- Shop
- Smashbox
- Snyrtibuddan mín
- Snyrtivörur
- Spurningar & Svör
- SS14
- SS15
- SS16
- Stíll
- Sýnikennsla
- Tinni & Tumi
- Trend
- Varir
- Vero Moda
- YSL
8 Skilaboð
-
Karen Lind
26. March 2014Æðislegt borð…
… og skemmtilegar skýjahillur :)
-
Jónína Þóra
26. March 2014Þessar dásamlega fallegu skýjahillur eru eftir hönnuðinn Herdísi Björk… hún er með heimasíðuna herdisbjork.is ;)
-
Reykjavík Fashion Journal
27. March 2014Æðislegt! Takk – búin að bæta þessu inní textann***
-
-
Gerður
26. March 2014Veistu hvað borðið kostar? :-)
-
Reykjavík Fashion Journal
27. March 2014Nei því miður, vonandi sér Guðrún þetta og getur kannski svarað þér ef verðið er komið á hreint :):)
-
-
Vala Guðmundardóttir
26. March 2014Skýjahillurnar eru eftir Herdísi Björk Þórðardóttur og hannar undir merkinu Bimbi
-
Reykjavík Fashion Journal
27. March 2014Æðislegt! Takk fyrir að láta mig vita ég er búin að bæta þessu inní textann :D
-
-
Hjördís
26. March 2014vá! mig langar í svona skýjahillur!
Skrifa Innlegg