fbpx

Hvað skal gera í kvöld?

Á ÓskalistanumÉg Mæli MeðLífið MittShopSnyrtivörur

Ég hef lagt það í vana að segja ykkur alltaf frá dagskránni og bestu tilboðin á Miðnæturopnun Smáralindar. Persónulega er ég bara meira fyrir Smáralindina þar eru búðirnar mínar sem eru ekki í hinni verslunarmiðstöðinni eins og Esprit (þar er 20% afsláttur af öllu í dag) og Selected (þar er 15% afsláttur í dag)!

Svo ef ykkur vantar eitthvað að gera í kvöld þá mæli ég með heimsókn í Smáralindina ég verð þar að sniglast á milli verslana að leysa nokkur vinnutengd verkefni.

Hér er to do listinn minn sem ég mæli með að þið hafið mögulega til hliðsjónar ef þið ætlið að kíkja við.

Fyrst og fremst þá eru Baby Lips varasalvarnir frá Maybelline komnir til landsins og þeir fara í sölu í dag í Lyfju og Hagkaup Smáralind. Ég mun þó gefa heppnum lesendum varasalva í næstu viku en ef þið getið ekki beðið kíkið þá fyrir framan Lyfju í Smáralind þar sem risastór Baby Lips bás með öllum 6 litunum verður. Ég veit ekki með ykkur en ég er vandræðalega spennt yfir því að þeir séu loksins komnir til landsins en ég á alla liti og elska þá. Sá sem er þó í mestu uppáhaldi er í fjólubláum umbúðum og er með fallegum léttum nude lit. Það er 20% afsláttur af Baby Lips varasölvunum í Lyfju!

10414905_677658148936821_6166686294790857432_n

Í Make Up Store er 20% afsláttur af öllum vörum og því tilvalið að næla sér í einhverjar ómissandi förðunarvörur. Persónulega myndi ég næla mér í Wonder Powder, hreinsiolíuna og nýja Slim Lipstick í safnið – elska þá! Milk er júní línan í versluninni og inniheldur ótrúlega litríkar og skemmtilegar förðunarvörur eins og þið sjáið á skvísunni hér fyrir neðan!

10386828_10154179584715207_3654565872626874847_n

Vantar ykkur nýjan kvöldilm? Það er 20% afsláttur af öllum snyrtivörum í Hagkaup og þar fæst þessi fallegi nýji kvöldilmur frá Hugo Boss. Ég viðurkenni það fúslega að ég féll fyrir umbúðunum sem einkennast af svörtum lit og rósagulli. Innblásturinn fyrir umbúðirnar er fenginn frá litla svarta kjólnum þessum sem við verðum allar að eiga inní skáp – þessi ilmur er dáldið þannig líka. Hann er kryddaður og vekur mikla forvitni hjá mér – mig langar að finna ilminn aftur og aftur og aftur :)boss-nuit-intense-edp-75ml-14790

Ef ykkur vantar að skipta út gömlum varasalva eða smyrsli sem þið berið á varirnar þá getið þið gert það í Lyfju Smáralind og fengið í staðin glænýjan varasalva frá Burt’s Bees! Varasalvarnir frá Burt’s Bees innihalda 100% náttúruleg innihaldsefni þeir innihalda ekki sílikon, þalöt eða paraben. Varasalvaskiptin fara fram á milli klukkan 18 og 21 í kvöld :)

IMG_1325

Það eru Chanel dagar í Hagkaupum þessa stundina en þeir standa núna fram yfir helgi. Í aðalhlutverki verður nýja Le Lift kremið en þið getið lesið ykkur til um það HÉR. Mér finnst alltaf gaman að sjá eins og í færslunni sem ég vísa í að fólk sem prófar vörur myndi kaupa þær þegar sú fyrsta klárast það er alltaf góðs viti. Ef það eru keyptar fleiri en tvær húðvörur þá fylgir kaupauki – svo mér finnst Le Lift kremið og nýji rakamaskinn sem ég skrifaði um í gær skyldukaup til að fá fleiri góðgæti frá Chanel! Í dag er 20% afsláttur af snyrtivörum í Hagkaup í dag og því enn frekar tilefni til að nýta sér tilboðið:)

LeLift_collection

Ég er að pæla í að nýta mér 20% afsláttinn í Hagkaup og kaupa mér nýjan lit af Kiss & Blush litunum frá YSL mig langar held ég mest núna í litinn Prune Impertinente. Held að þessi gefi húðinni ótrúlega fallegan lit – eða brúna litinn ég get ekki valið á milli þeirra en ég ætla að skoða þá betur í kvöld og reyna að taka ákvörðun.gallery_big_11_Prune_impertinenteHreinsivörurnar frá Neutrogena sem ég skrifaði um daginn HÉR verða eins og Baby Lips í aðalhlutverki fyrir framan Lyfju í Smáralindinni. Þetta eru frábærar hreinsivörur, á góðu verði frá gæða merki. Ég tengi alltaf vörurnar við norska fánann og uppáhalds handáburðinn minn. Grapefruit línan er fullkomin fyrir allar húðtýpur ég segi facial wash gelið fyrir normal/blandaða húð og cream wash fyrir þurra húð.

hreinsivörurneutrogena-620x467

 

Svo er það möst have varan og það er nýji maskarinn frá Dior – þennan verðið þið að kíkja á og mögulega splæsa í vegna afsláttarins í Hagkaup. Maskarinn nefnist Dior Addict It+Lash og minnit óneitanlega á vinsælasta maskarann í heiminum í dag sem er Theyre Real frá Benefit. Eða það er greiðurnar eru álíkar. Formúlan finnst mér finnst mér hins vegar mjög ólíkar og ef eitthvað er þá er Diorinn betri. Augnhárin haldast fullkomin allan daginn og maskarinn hvorki smitast né hrynur. Þennan sýni ég ykkur betur innan skamms um leið og ég hef haft tíma til að gera videofærslu með honum!

Dior_Addict_Mascara_and_Liner_content

Þetta og svo miklu meira í boði fyrir gesti Smáralindarinnar eins og mig í kvöld. Þetta er to do listinn minn svo finn ég pottþétt uppá einhverju meira skemmtilegu til að gera og kaupa :D

EH

5 ára í dag

Skrifa Innlegg