fbpx

Hvað gerðist fyrstu dagana á NYFW

FashionFW2014StíllTrend

Mér datt í hug að það gæti verið gaman að byrja nýja vinnuviku á því að fara yfir það helsta sem er búið að vera í gangi á tískuvikunni í New York sem er í gangi núna. Þetta er fyrsta vikan af þessum fjórum stóru tískuhátíðum, næst tekur London við svo Mílanó og loks París!

Ég ákvað að taka bara fyrir línur sem ég var hrifin af – í ár hafa nokkrir af mínum uppáhalds hönnuðum valdið mér vonbrigðum og ég held ég sleppi því bara að minnast á þá. Það er svo margt annað flott og auðvitað eru ekki allir hrifnir af öllu – það væri bara óeðlilegt :)

Ostwald Helgason FW2014 – Ávaxtakarfan;)

Við verðum að sjálfsögðu að byrja á því að tala um fulltrúa okkar Íslendinga á tískuvikunni! Eftir sýningu Ostwald Helgason í New York er talað um í miðlum að loksins komi almennilegt collection frá hönnuðunum – þar sem hlutunum er tekið alvarlega. Það er mikill húmor í flíkunum sem einkennast m.a. af bönunum og eplum. Falleg víð snið í haust metallic litum einkenna flíkurnar sem eru að mínu mati virkilega skemmtilegar og þetta er í fyrsta sinn sem ég er heilluð af línu frá hönnðunum Susanne Ostwald og Ingvari Helgasyni. Frábærar flíkur og efst á óskalistanum mínum er kopar mettallic kjóllinn sem er að ofan samt eins og hvítur jersey bolur.

NYFWOstwaldHNYFWOstwaldH2 NYFWOstwaldH6

Prabal Gurung FW2014 – Nú er það rautt

Ég er ótrúlega hrifin af haustlínunni frá Prabal Gurung, ég hvet ykkur til að kíkja á hana í heild sinni inná t.d. style.com. Prabal Gurung er nafn sem þið kannist án efa við frá umfjöllunum um stjörnur á rauða dreglinum þar sem hann er mjög vinsæll kjólahönnuður. Í ár hélt hann sig auðvitað við kjólana en inní blönduðust sportlegri og hversdagslegri flíkur. Mikið var um mörg lög af fötum og þær voru fáar fyrirsæturnar sem voru ekki með klæðnað alveg uppí háls. Ég er dolfallin fyrir fallega rauða kjólnum (en rauði liturinn einkenndi línuna m.a.) og ég þarf klárleg að eignast risastóran trefil fyrir næsta vetur til að vefja svona utan yfir mig. Takið eftir förðuninni – ég er heilluð af kinnalitnum sem ég vona að verði eitt af stærstu förðunartrendum næsta vetrar!!NYFWprabal NYFWprabal2 KIM_0403.450x675

Jason Wu FW2014 – Í sama lit

Þvílíkir kvöldkjólar – það kæmi mér ekki á óvart ef kjólar úr þessari línu Jason Wu myndu enda á rauða dreglinum á næstunni svo glæsilegir eru þeir. Línan er í heild sinni mjög dulúðarfull og mikill klassi ríkir yfir henni. Í fyrstu virðist sem fötin séu bara venjuleg og lítið spennandi en krafturinn liggur í smáatriðunum sem eru uppá sitt besta. Það er nóg að gera hjá hönnuðinum um þessar mundir en á miðvikudaginn frumsýnir hann sína fyrstu línu sem listrænn stjórnandi Hugo Boss. Jason Wu er hönnuður á uppleið!_ARC0586.450x675 _ARC0301.450x675 _ARC0157.450x675

Victoria Beckham FW2014 – Keðjur og fatnaður sem hreyfist

Það hlaut að koma að því að uppáhalds Kryddpían mín myndi aðeins fara út fyrir þægindarammann sinn og hætta að senda frá sér fatnað sem sleikir líkama fyrirsætanna – það var lítið sem ekkert um þannig flíkur í nýjustu línunni hennar. Mesh efni og flíkur sem hreyfðust einkenndu línuna hennar og svo dýrðlegar kápur sem ég væri alveg til í að eiga í skápnum mínum – hún er nálægt því að gera eins fallegar kápur og Guðmundur Jörundsson og þá er nú mikið sagt! Kvöldklæðnaðurinn, kjólarnir og pilsin hefðu þó mátt vera aðeins vandaðri ég skildi ekki alveg hvað gerðist í lokin hjá henni en mér finnst hún samt eiga hrós skilið fyrir að þora að koma með eitthvað nýtt. Támjóir skór eru greinilega eitthvað sem við þurfum að fara að venja okkur á fyrir næsta haust, svona ef við ákveðum að vera fórnarlömb tískunnar – ég er enn að hugsa mig um….BEC_0410.450x675 BEC_0348.450x675 BEC_0031.450x675

Alexander Wang FW2014 – Útivistarfatnaður?

Maður skrifar ekki um tískuvikuna án þess að minnast á Hr. Wang! Alltaf þarf hann að vera öðruvísi en allir hinir – á ótrúlega skemmtilegan hátt. Mér finnst einhvern vegin eins og Alexander Wang línan hafi aðeins breyst eftir að hönnuðurinn fór að vinna fyrir önnur merki – hún er orðin einstök. Það er eins og hann þurfi að fá útrás fyrir að þurfa að gera eitthvað nýtt og framandi með sínu eigin merki – eitthvað sem hann getur kannski ekki gert hjá Balenciaga. Flippaður fatnaður sem minnti helst á fatnað sem ætlaður var til útivistar er það sem sást m.a. á pallinum og ég hugsaði til Munda og 66°N línunnar frá RFF í fyrra þegar ég renndi yfir myndirnar. Myndirnar segja meira en öll orðin sem ég gæt mögulega skrifað. Ég hvet ykkur til að kíkja á sýninguna í heild sinni inná Style.com.

Einu flíkur sýningarinnar sem mundu þó aldrei ganga upp hér á landi eru þessi hálfu stígvél :)

_ARC0602.450x675 _ARC0264.450x675 _ARC0200.450x675

Diane Von Furstenberg FW2014 – 40 ára afmælisfögnuður

Hönnuðurinn Diane Von Furstenberg heldur í ár uppá 40 ára afmæli einnar af einkennisflíkum merksins og með sýningu gærdagsins vildi einmitt hylla „The Wrapped Dress“. Diane hefur í gegnum tíðana gert þó nokkrar útgáfur af kjólnum fræga og á tímabili stóðu allar fyrirsætur sýningarinnar á sýningarpallinum klæddar einmitt alls konar vöfnum kjólum sem voru allir í gylltum tónum. Mér fannst líka gaman að sjá hvað margar fyrirsæturnar röltu niður pallinnn skælbrosandi sem gerist ekki á hverjum degi. Sýningin hennar Diane eru alltaf í uppáhaldi hjá mér af því þær eru bara svo skemmtilegar og líflegar. Munstur og áberandi litiri eru líka eins og vafði kjóllinn óaðskiljanlegur hluti af sýningunum hennar.DVF_0967.450x675 DVF_1404.450x675 DVF_1528.450x675

 

DKNY FW2014 – Töff týpur

Aftur þá er DKNY sýningin alltaf í uppáhaldi hjá mér. Það er eitthvað við innblásturinn sem hönnuðurinn Donna Karan leitar til við gerð línunnar sem er auðvitað New York. Í ár var eitthvað öðruvísi við sýninguna þetta hafa alltaf verið ótrúlega flott dress sem eru innblásin af hraða borgarinnar. Fyrirsæturnar voru miklu meiri töffarar en áður – alls konar týpur gengu niður pallinn í sýningunni sem varð fyrir vikið miklu fjölbreytilegri og spennandi. Svarti liturinn er áberandi eins og áður hjá Donnu Karan en einmitt eins og hún er þekkt fyrir birtast bjartari litur og bjartari musntur þegar líður á sýninguna. Hlakka til að sjá þær flíkur úr línunni sem rata í verslunina EVU á Laugaveginum í haust.

DSC_0005.450x675 DSC_0021.450x675 DSC_0055.450x675

Eitt það skemmtilegasta sem ég geri er að grúska í tískuvikunum ég vona að þið hafið gaman af!

EH

Þetta eru fyrirmyndirnar...

Skrifa Innlegg