fbpx

Þetta eru fyrirmyndirnar…

Fræga Fólkið

Ég varð bókstaflega orðlaus þegar ég sá nýjasta myndband söngkvennanna Shakiru og Rihönnu um daginn ég átti ekki til aukatekið orð yfir klámmyndinni sem þetta tónlistarmyndband var! Ég hef verið að velta því fyrir mér síðan þá hvað ætli hafi orðið til þess að þessum söngkonum fannst þær knúnar til að senda frá sér myndband þar sem þær voru hálfnaktar í vafasömum stellingum. Ég hef ekki enn fundið svarið.

Í kvöld rakst ég á samsetta mynd af hinum ýmsu söngkonum (ásamt þessum tveim sem ég nefni hér fyrir ofan) á Facebook sem einn notandi síðunnar hafði sett inn af nýlegum uppátækjum þessara söngkvenna. Ég verð eiginlega bara að setja eitthvað hérna inn um þetta allt saman. Beyonce-Jay-Z-January-2014-Grammy-Awards-BellaNaija-04

Ég bara veit ekki alveg hvað við getum gert til að koma í veg fyrir það að ungar stelpur nú til dags sjái þetta ekki og haldi að svona eigi þær líka að vera. Sjálf er ég ótrúlega hrifin af mörgum þessara söngkvenna en þessi uppátæki gúddera ég ekki – hvað í ósköpunum ætli hafi fengið þessar flottu konur til að gera þetta – peningar, athygli er það ekki líklegasta ástæðan.

Auðvitað hefur hver og ein kona rétt á því að gera það sem þær vilja en hefur maður ekki einhverja ábyrgð sem fyrirmynd ungra stelpna að láta ekki líta út fyrir að þetta sé bara eðlilegt. Heimurinn er svo gjörólíkur því sem hann var bara fyrir nokkrum árum – sem móðir er ég skíthrædd um það hvaða áhrif heimurinn og allt það sem ég er ekki sammála í honum geti haft á son minn. Ef ég ætti dóttur væri ég vís til að loka hana inni…Miley_Cyrus_-_Wrecking_Ball_KISSTHEMGOODBYE_NET_214

Ég held ótrúlega mikið uppá Beyonce og Rihönnu sem söngkonur, sem tískudrottningar og ég hef oft birt myndir af þeim á síðunni minni, eins og þið kannski munið eftir. Mögulega ætti maður bara að hætta því. Ég er hrædd við það sem koma skal mér finnst búningarnir alveg komnir yfir strikið í dag – hvernig verður þetta eftir 10 ár eða bara á næsta ári. Það er ekki langt síðan Britney Spears ögraði heiminum með því að ganga um í magabol – getum við ekki bara fengið þá daga aftur?

Felst ekki ákveðin ábyrgð í því hvernig maður ber sig og kemur fram þegar maður er fyrirmynd – hvað finnst ykkur?

EH

Annað Dress

Skrifa Innlegg

35 Skilaboð

  1. Soffia Gardarsdottir

    9. February 2014

    Ég er algjörlega sammála þér!

    Sérstaklega finnst mér t.d. Beyonce ætti að vera orðin yfir þetta hafin, og hinar sem þú nefnir líka. Þetta eru flottar konur og söngkonur sem eru algjörlega búnar að sanna sig að fullnustu og ættu ekki að þurfa að grípa til “sjokk-taktíka”.

    Það er hægt að vera flott og sexý án þess að vera á “pjöllunni”!

    Sorgleg og leiðinlegt þróun, og maður getur ekki leyft barni að horfa á tónlistarmyndbönd eða stöðvar því að þetta er bara efni sem er ekki við hæfi barna.

    Kennum stelpum að vera virðingu fyrir sjálfri sér með því að vera öruggar í eigin skinni, án þess að þurfa sýna hvern centimetra af því :(

  2. Dagný

    9. February 2014

    Fullklædd.is á facebook. Algjör snilld.

  3. Andrea

    10. February 2014

    Nkl geðveikur kjóll mundi ekki skemma lagið ;)

    • Svanhildur

      11. February 2014

      Segi það nú! Hvað varð um að klæðast fallegum tískufötum í myndböndum í staðinn fyrir engu haha?

    • Ari

      11. February 2014

      Málið er að lagið þarf að ná til karlmanna líka og þetta virðist vera eina leiðin.

  4. Harpa Sif

    10. February 2014

    Vá það er eins og þú hafir lesið hugsanir mínar! Ég er einmitt nýbúin að vera að hugsa þetta! Og mér fannst verst að þetta er orðið svo mikið að það var eins og þetta væri orðið eðlilegt fyrir manni.. Eða allavega leið mér eins og þetta kæmi aftanað mér.
    Eins með textana, þá finnst mér þessi hressu skemmtilegu lög sem ég elska, alltof oft vera um kynlíf og eiturlyf þegar maður fer að rýna í textana. Bæði beint og óbeint. Það fór svolítið í taugarnar á mér.. Eins og það sé það eina sem hægt er að syngja um allt í einu :/

  5. Auður

    10. February 2014

    Ég er svo hjartanlega sammála þér, mér krossbrá þegar ég sá myndbandið af Rihönnu og Shakiru !

  6. Elísabet

    10. February 2014

    Takk aftur fyrir póstinn Erna :)
    Eftir að hafa farið í gegnum allskonar greinar sá ég á Wikipedia að Wrecking ball er með metáhorf á Vevo – mestu áhorfin fyrstu 24 tímana og fljótasta video-ið til að ná 100 milljóna áhorfi… ég held að það sé eftirsóknaverði titillinn!
    Xx

  7. Mín skoðun

    10. February 2014

    Þær eru að sjálfsögðu að gera þetta til þess að fá meiri athygli , með því verður þeirra nafn og vörumerki stærra. Maður skilur ekki alveg hvernig fólk nennir að væla yfir þessu, eitthvað hljóta þær að vera að gera rétt, 4 vinsælustu artistarnir um þessar mundir. Þegar Madonna byrjaði að ögra fólki á þennan hátt blöskraði nú mörgum, en í dag er hún eitt mesta icon tónlistar sögunnar. Það er heldur ekki langt síðan að bækur eins og 50 shades of grey eða myndir eins og Nymphomaniac hefðu aldrei fengið að koma út, en í dag eru þetta verðlaunuð verk, þetta kallast einfaldlega þróun og hvort sem að þér líkar það eða ei þá er það þetta sem selur. Fólk ætti að hætta allri afbrýðisemi og öllum skítköstum út í fólk sem þorir að gera hlutina öðruvísi..það er 2014! Svo annað, þegar sigurrós er með allsberan Shia Lebouf i tónlistarmyndbandi þá er það bara list, ákveðin hræsni..Takk fyrir mig

    • Gréta

      10. February 2014

      Það er ekki afbrýðisemi að benda á að þessi bransi er farinn að minna frekar á klám heldur en list, það kallast bara almenn skynsemi.

    • x

      10. February 2014

      Get alveg lofað þér því að þær væru alveg jafn frægar og ríkar þó svo að þær væru aðeins meira klæddar. Og niðurhal virðist nú ekkert hafa nein áhrif á það hversu óeðlilega ríkt þetta fólk er.

    • Andrea

      10. February 2014

      Vel sagt! Konur (og fólk yfir höfuð) ættu að geta klætt sig eins og þær vilja án þess að vera dæmdar af öllum heiminum. Konur í dag eru undir nógu mikilli pressu til þess að þóknast öllum í klæðaburði og fleyru. Hættiði bara að væla og kennið börnum ykkar hvaða fyrirmynda þau ættu að líta upp til. #noslutshamingplease

  8. Mín skoðun

    10. February 2014

    Plús það að allt þetta ólöglega niðurhal sem ræður ríkjum alls staðar gerir það að verkum að artistar þéna mun minna en áður á því að selja bara geisladiska eða á itunes..Þannig það er ekki endilega nóg að vera “bara” með fallega söng rödd.

  9. Kristín

    10. February 2014

    *eða son. Ekkert gott við það að menn sjái konur svona…

  10. Jóna

    10. February 2014

    Hér útskýrir Beyoncé af hverju nýja platan hennar hafi meiri nekt en áður, mæli með því að horfa á þetta til þess að skilja af hverju platan hennar er svona….
    https://www.youtube.com/watch?v=LFXJGr7sYDk

    • Reykjavík Fashion Journal

      11. February 2014

      Takk fyrir að deila þessu – ég var ekki búin að sjá þetta þarf endilega að kíkja á þetta – mögulega fæ ég svörin sem ég leita að – alla vega þegar kemur að Queen B.

  11. Dagbjört

    10. February 2014

    Tek undir síðustu ummæli. Mér finnst Beyoncé alls ekki eiga heima í þessari umræðu.

    • Valdís Ragna

      11. February 2014

      Fyrirgefðu en afhverju er Beyoncé of góð fyrir þessa umræðu? Ertu kannski ekki búin að sjá neitt af þessum nýju myndböndum hennar, eða þegar hún kom fram á Grammy verðlaunahátíðinni? Mér finnst hún seint vera yfir hinar hafnar og ef eitthvað þá er hún verri. Þykist vera feministi og þykist láta málefni kvenna sig varða, svo snýr maður sér við til að sjá þann viðbjóð sem fram fór á Grammy hátíðinni. Svo bætir það gráu ofaná svart að hvorki hún né Jay-Z létu segjast þegar fólki ofbauð ummælin sem hann hefur látið falla um Tinu og Ike Turner (“Eat your cake Anna Mae”). Því meira sem ég sé af henni því meira hræsni finnst mér hún.
      Slut-shaming og það að gagnrýna hlutgervingu kvenna er ekki líkt. Ég dæmi enga konu sem velur að klæða sig upp í sundbol og dansa á sviði, ég dæmi hinsvegar konu sem gerir það undir þeim merkjum að vera feministi sem er á móti hlutgervingu kvenna.

  12. Nafnlaus

    10. February 2014

    Þetta eru ekki fyrirmyndirnar ef barnið sjálft ákveður að hún/hann vill ekki hafa svona “fyrirmyndir”. Kenndu barninu þínu að hugsa rökrétt, velja sér réttar fyrirmyndir. Það eru foreldrarnir sem ala upp börnin, ekki söngvarar.

    • Hjördís

      12. February 2014

      Vert er að benda á að það eru bara ekki öll börn sem fá þau forréttindi að eiga foreldar ;)

  13. Xx

    10. February 2014

    Beyonce finnst mér gera þetta alltaf smekklega ! Ekki hinar.
    Mér finns þær ekki bera ábyrgð á börnum okkar, kennum börnunum okkar að hafa sjálfsvirðingu og gott sjálfstraust svo að svona myndbönd hafi ekki meiri áhrif á þau en þau eiga að gera. Þetta fer allt eftir því hvernig þú elur upp barnið þitt og að skella sökinni á svona artista er bara fáranlegt. Þetta hefur alltaf verið til og verður alltaf til !

  14. xxx

    11. February 2014

    Ég er sammála xx, mér finnst þad er ordid hálf hallærislegt ad gera popstjörnur ad fyrirmyndum fyrir börnin okkar. Foreldrar ættu nú ad geta reynt ad kynna börnunum sínum á betri fyrirmyndir en poppartista!! Menn hafa aldrei talad um þad sama fyrir syni syna David Becham pósar ber ad ofan í nærfataauglysingu og engin segir neitt vid því, konur eru audvitad i öllum stærdum og gerdum en afhverju ætlum vid ad sussa og sveija yfir ad Beyonce syni sma skinn……..eru konur ekki lika kynverur eins og karlar ???

  15. Mótsagnagjarna manneskjan

    11. February 2014

    Já Mælý Særús þarf sannarlega aðstoð.. Að telja peningana sýna þar að segja.
    Listamenn ættu ekki sjálfkrafa að verða fyrirmyndir ef þeir komast í sviðsljósið, það er oft á tíð hlutir sem eru ekki “Fyrirmyndalegir” sem lætur athyglina vakna á þeim til að byrja með. Van Gogh var ekki fyrirmynd, Bítlarnir voru ekki taldir til fyrirmyndar.. Elvis vakti svipaða athygli þegar hann kom fram í sjónvarpi með “Hound dog” og var að hrinsta mjöðmina og “hömpaði” míkrafónstatífinn, Það er spurning að reyna bara að vera betri fyrirmynd sem foreldri í stað fyrir að hlífa barninu þínu frá “kynóðum listamönnum”

    • Ingibjörg

      11. February 2014

      Ég er eiginlega bara sammála þér. Það er ekki þeirra hlutverk að vera fyrirmyndir þó þær verða það kannski sjálfkrafa af samfélaginu þá er það ekki starf sem þau eiga að sjá um. Mér finnst bara allt í lagi að vera eins og þær vilja og þær eiga að tjá sína list á sinn hátt þó ég skilji að sjáflsögðu skoðun annarra.

      Rhianna-

      “See, people – especially white people – they want me to be a role model just because of the life I lead,” Ri explained. ”The things I say in my songs, they expect it of me and being a role model became more of my job than I wanted it to be. But no, I just want to make music. That’s it.”

  16. Soffia

    12. February 2014

    Þegar ég er að tala um að börn geti ekki horft á tónlistarmyndbönd, þá er ég ekki að meina að ég planti krökkunum mínum fyrir framan imbann og láti tónlistarmenn sjá um uppeldið.

    Ég er fyrirmynd dóttur minnar, og ég vil ekki að hún horfi á mig horfa á stelpur/konur sem eru svona, að hún horfi á mig syngja með og skemmta mér konunglega að syngja með lagi þar sem að daman hangir berrössuð á kúlu. Að sama skapi myndi ég ekki vilja láta son minn horfa á lög þar sem konur eru bara “notaðar” sem kynverur, eins og Blurred Lines.

    Mér finnst gaman að hlusta á tónlist, og geri það gjarnan þegar ég elda eða t.d. við tiltekt, og það sem ég er að meina er að ég set ekki á tónlistarstöð því að efnið þar er þannig að börn eiga ekki erindi með að sjá þetta. Hins vegar man ég eftir því þegar mín systkyni voru að horfa á tónlistarmyndbönd og allt var hækkað í botn, en Freddie var bara ber að ofan, ekki neðan líka.

    Mér finnst furðulegt að maður sé tepra/afbrýðisamur/eða þar fram eftir götum, þó maður tjái sig um að þetta sé farið fram yfir öll velsæmismörk. Ég held að það sé einmitt málið, velsæmismörk – af hverju er þetta í lagi/normið og ok. Af hverju ekki að vera sexý án þess að sýna allt saman?

    Einhver sagði að þetta væri double standard, en ef þú sæir einhvern karlkynslistamann liggja í rúmi með þveng í rassi og ota sér í átt að myndavélinni, þá get ég fullyrt að mín viðbrögð væru eins.

  17. Andrea

    12. February 2014

    Málið er að svona hugsanarháttur (að dæma konur vegna þess að þær haga sér ekki við þína standarda) er fyrirbæri sem kallast “slut shaming”. Ég er ekki alveg í stöðunni að útskýra hugtakið nánar en ég legg til að þú og allir sem sjá þetta lesi sér aðeins betur til um það. Þetta er nefninlega ákveðin tegund af kynjamisrétti sem ætti hreynt út sagt að lýðast.
    Hér er góð grein til að byrja á: http://finallyfeminism101.wordpress.com/2010/04/04/what-is-slut-shaming/
    Hér er líka eitt flott myndband: http://www.youtube.com/watch?v=CCw2MzKjpoo

    • Andrea

      12. February 2014

      “Ekki að lýðast” átti þetta auðvitað að vera