fbpx

Heimsókn í nýju Geysis búðina

Á ÓskalistanumFallegtJólagjafahugmyndirLífið MittNýtt í Fataskápnum

Við Tumi áttum fund niðrí bæ í gærmorgun og nýttum í leiðinni tækifærið til að rölta aðeins um fallega miðbæinn okkar. Ég er mikill aðdáandi Skólavörðustígsins, mér finnst svo kósý að rölta þar um, næla mér í heitan kaffibolla inná Eymundsson og skoða í búðarglugga. Ég rölti framhjá nýju Geysisbúðinni sem var að opna þar sem Tösku og Hanskabúðin var og ég varð samstundis ástfangin. Verslunin er önnur af tveimur Geysisbúðum á Skólavörðustígnum en í þessari verslun finnum við hönnun frá eigin merki Geysis sem heitir einfaldlega Geysir í bland við fallega skandinavíska hönnun frá Wood Wood, Ganni og hinni yndislegu Stine Goya.

Verslunin er hönnuð af Halfdani Pedersen en hann hannaði t.d. hina Geysis búðina og Kex Hostel en ég held að þessi búð sé mín uppáhalds eftir hann. Ég sá það um leið og ég kom inn að þarna var eitthvað einstakt í gangi og ég rölti um hugfangin með símann fyrir framan mig og fékk leyfi til að taka nokkrar myndir sem mig langar að deila með ykkur. Ofboðslega þykir mér gaman að Geysir sé að færa okkur svona fallega hönnun og ég er sérstaklega ánægð með Stine Goya en þær sögðu mér í búðinni að íslenskar konur hafa tekið því merki opnum örmum og lítið sem ekkert eftir af vörum frá þessum fallega danska hönnuð en meira væntanlegt en þó ekki fyr en eftir jól.

Í búðinni sá ég flíkina sem ég vona innilega að komi uppúr jólapakkanum frá Aðalsteini og ég sá líka dásamlega fallegan kimono slopp frá Ganni sem ég ákvað að gleðja sjálfa mig með…

Þessar flíkur og meira til hér á myndunum.

geysir geysir17 geysir10

Virkilega skemmtilegt hvernig leðurólar eru notaðar til að halda uppi hillum og slám!

geysir12 geysir13

Þessi stigi er bara stórkostlegur!

geysir6

Mjög fallegt hvernig er búið að opna veggina, dáldið gróft en mjög skemmtilegt og passar inní stemminguna inní versluninni.

geysir5

Ganni sloppurinn sem er nú minn, litirnir, munstrið og sniðið æpti á mig en það var bara einn eftir í minni stærð svo ég ákvað að slá til og kaupa. Lofa að sýna ykkur hann betur sem fyrst.

geysir3 geysir2 geysir9

Í búðinni var að sjá alls konar skemmtilegar lausnir um hvernig smámunir eins og fylgihlutir voru geymdir. Svo var fullt af æðislegum teppum sem ég væri alveg til í að vefja um mig núna!

geysir14 geysir16 geysir15

Dýrindis Ganni munstur…

geysir8

Elska skóhillurnar – svona hillur væru eflaust líka mjög fallegar inná heimili…!

geysir4

Fallegir New Balance skór…

geysir19 geysir20

Ég var alveg sjúk í þessa see through rúllukragaboli frá Ganni!

geysir21

… og þennan silkislopp!

geysir22 geysir23 geysir24 geysir25 geysir26

Sloppurinn fallegi :)

geysir27 geysir28

geysir29

Hér er svo sloppurinn minn, hafið þið séð nokkuð fallegra! Ég þurfti að halda aftur af mér mig langaði svo mikið að kaupa hann á staðnum en ég ákvað að lauma bara góðri vísbendingu að manninum mínum sem nær þessu vonandi og setur einn svona í minn jólapakka. Sloppurinn er frá Ganni og það má enginn fara og kaupa hann fyr en Aðalsteinn er búinn að því ;)

geysir30

Sjáið hann bara!

geysir31 geysir32 geysir34 geysir35

Þarna var fullt af æðislegum yfirhöfnum…

geysir36

Hlýjum sokkum…

geysir37

… og glæsilegu tímariti Geysis sem ég fékk einmitt með mér heim og ætla að fletta í gegnum yfir kaffibolla.

geysir38 geysir40 geysir39

Á neðri hæðinni er svo herrafatnaður sem mér leist ofboðslega vel á.

Ég mæli með heimsókn í nýju Geysis búðina hún er gullfalleg, með fallegum fötum, glæsilegri hönnun og þarna munið þið vafalaust finna góðar hugmyndir að jólagjöfum svona eins og ég sem fékk þó bara hugmyndir fyrir sjálfa mig í þessari ferð.

Til hamingju Geysir með enn eina perluna í miðbæ Reykjavík***

Erna Hrund

Boðskortin 02.01.16

Skrifa Innlegg