fbpx

Hárleyndarmálið mitt

Ég Mæli MeðHárLífið MittlorealStíll

Vöruna sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Ég fæ mikið af spurningum um hvernig ég ná að gera svona mikið úr hárinu mínu, hvernig ég næ svona góðri lyftingu í hárrótinni. Lengi vel var leyndarmálið mitt þurrsjampó en nú á ég nýtt sem ég er búin að eiga með sjálfri mér síðustu vikurnar en það er hársprey úr röðum Elnett frá L’Oreal.

Elnett hárlakkið er það þekktasta í heiminum, það kannast allar konur við hárlakkið í gyllta brúsanum enda er þetta algörlega klassískt hársprey sem gefur svakalega gott hald og það besta við það er hve létt það er. Ef maður er ekki ánægður með greiðsluna t.d. og búin að spreya allt hárið svakalega vel þá þarf maður ekki að hafa neinar áhyggjur því hárspreyið er einfaldlega hægt að greiða úr. Það er ekki klístrað það er matt og það er svakalega góð lykt af því!!

Elnett hárlökkin hurfu úr verslunum hér á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan en þau eru nú komin aftur og með fylgdu nýjar vörur og eitt af nýju hárspreyunum er hárleyndarmálið mitt…

elnett4 elnett

Hárleyndarmálið mitt: Elnett Satin Volume Excess Hairspray!

Þetta sprey er eitt af þeim nýjustu frá Elnett en það gefur svakalega gott hald og er einhvern vegin smá eins og þurrsjampó líka því það er matt og ég set það beint í hárrótina og hristi vel upp í því og þá bara lyftist hárið mitt – það er eiginlega smá magnað. Svo fær það svo svakalega aukið umfang að hárið mitt virðist alveg svakalega þykkt eins og þið sjáið á þessum hármyndum. Ég er nú með ágætlega þykkt hár en það er nú ekki svona þykkt.

elnett3

Svo eftir að ég hef úðað spreyinu í rót hársins þá ýfi ég það vel upp og fæ þessa sjúklegu lyftingu í allt hárið sem endist allan daginn því spreyið gefur svo gott hald líka. Svo það sem ég elska líka við þessa vöru er það að hvenær sem er yfir daginn get ég hrist uppí því í rótinni ef ég vil breyta eitthvað lögun hársins eða mótun þess.

elnett2

Sjáið þessa lyftingu – love it! Nú er leyndarmálið komið í ljós og ég tek fagnandi á móti Elnett hárlökkunum. Þið vitið ekki hvað ég er búin að sakna þessara gylltu brúsa lengi. En ég prófaði líka að blása hárið uppúr Volume hitavörninni fyrir þessa myndatöku og ég get svo svarið að það gerir líka mikinn mun.

Elnett hárvörurnar eru mjög vinsælar um allan heim og gyllti brúsinn er vara sem allar konur ættu að þekkja og eignast. Volume Excess spreyið sem ég nota í þessari færslu er líka til í 75ml pakkningum svo það er snilld að hafa það með sér í töskunni til að móta hárið upp á nýtt yfir daginn.

EH

p.s. við verðum að ræða þetta tryllta loð/pleather vesti mitt við fyrsta tækifæri!!

Varir sem krefjast athygli!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Linnea

    7. October 2015

    Envy your hair <3 so pretty!

  2. Katrín María

    8. October 2015

    Okei þetta hár er æði, en þessar augabrúnir eru á öðru leveli! Vá! :)

  3. Disa

    11. October 2015

    Æðislegt hár. Hvar fæst þetta hársprey??