fbpx

Græðandi olíukrem

BiothermÉg Mæli MeðFyrir eldri húðHúðLífið MittSnyrtivörur

Ég á í miklum vandræðum með húðina mína þessa dagana. Húðin mín er svo svakalega þurr og einkennist af þurrkublettum sem liggja á kinnum undir augum og í kringum nefið. Ég hefl sjaldan verið jafn slæm en það er kuldinn og meðgangan sem er að fara svona illa með mig. Það er algengt vandamál að húðin fari í mikið ójafnvægi á meðgöngunni. Á síðustu meðgöngu fann ég fyrir aukinni olíu í húðinni sem kom fram með svakalegum hormónabólum sem umlyku ennið á mér, það var alveg skelfilegt og ég var nokkrar vikur að koma húðinni í gott jafnvægi en það tókst á endanum. Önnur vandamál gerðu svo vart við sig eftir fæðinguna þegar brjóstagjöfin hófst en það vandamál er vel þekkt og margar konur sem lenda í því, en það er ofþornun. Það fer svo mikill vökvi úr líkamanum eftir fæðnguna og það fer mikil orka í að framleiða mjólkina og koma líkamanum í samt horf og því er nauðsynlegt að vera með rakamiklar vörur fyrir allan líkamann ekki bara fyrir andlit. Þessa dagana vinn ég því að því að koma húðinni enn aftur í jafnvægi með olíum og græðandi kremum en vandamálið virðist enn bara vera staðbundið við andlitið.

græðandiolía

Kremið sem ég hef verið að setja á húðina mína þessa dagana er best líst sem græðandi olíuríku kremi. Fyrir mér dugir lítið annað en næringarrík olía þegar húðin skrælnar upp því olían gefur langvarandi raka. Olía er ekkert sem við ættum að hræðast sama hvernig húð við erum með því þær góðar fyrir húðina því þær leitast við að koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar hvort sem það er að auka við hana eða draga úr framleiðslu á óhreinum olíum og skipta þeim út fyrir framleiðslu á næringarríkum olíum.

Aquasource Nutrition kremið frá Biotherm er vara sem var til áður hjá merkinu og er nú komin aftur endurbætt og enn virkari en áður. Hér er krem sem er stútfullt af næringu og laus við allt auka og því í lagi að nota kremið á t.d. kuldaexem barna eða jafnvel bara á rauðan bossa sem þarf græðandi krem. Ég dýrka ilm frískandi kremsins en um leið og ég fann ilminn af því mundi ég eftir því að ég átti það sjálf þegar ég var yngri, ég fékk það í fermingargjöf ef ég man rétt fyrir alltof mörgum árum síðan en um leið og ég fann ilminn af því tengdi heilinn minn hana við minninguna um þetta æðislega krem.

Kremið er dáldið eins og smyrsli og vegna næringarinnar sem það gefur húðinni finnst mér gott að kalla það græðandi smyrsli. Ég ber það á húðina bæði kvölds og morgna og það fer vel inní húðina og vegna þess að það er í þykkari kantinum þykir mér gott að nudda því vel saman við húðina svo það bráðnar alveg inní húðina. Það situr ekki eftir á yfirborðinu heldur skilur það eftir sig flauelsmjúkt yfirborð og ég sé mun á þurrkublettunum eftir hverja notkun.

Þetta er svona krem sem maður grípur til þegar maður þarf á því að halda, fullkomið þegar vandamál eins og mínir þurrkublettir eru viðvarandi vandamál og eins er það fullkomið fyrir konur sem eru að lenda í þurrkinum eftir fæðingu eins og ég lýsi hér fyrir ofan. Það er frábært, drjúgt, gerir það sem það segist ætla að gera og ég myndi eindregið mæla með því fyrir alla sama hver húðtýpan er og sama hver aldurinn er því eins og ég segi er það án alls auka það er bara með góðum næringarríkum efnum. Fyrir ykkur sem eruð t.d. með olíumikla húð og ekki alveg til í að vera með svona þykk krem er það ekkert mikið ólíkt næturkremum þegar kemur að áferð og því kannski flott að nota sem slíkt fyrir ykkur.

EH

Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Konudagsdekur

Skrifa Innlegg