fbpx

Góð Kaup!

Lífið Mitt

Við fjölskyldan fengum okkur góðan göngutúr í bænum í gær með vinum. Ég laumaðist að sjálfsögðu inní nokkrar búðir og þetta er það sem rataði með mér heim ég verð nú að segja að þetta er ansi góður fengur fyrir aðeins 10.000kr!Fötin fékk ég á kílómarkaðnum í Spúútnik, 4 ermalausar skyrtur – 2 úr silki, 1 pallíettu og önnur blúndu og svo þennan fína blúndutopp. Samtals var þetta hálft kíló en ég og vinkona mín splittuðum kílóinu – hún fór heim með 2 hlýjar peysur. Það er fullt flottt í Spúútnik, mæli með að þið kíkið við!Mig er búið að langa lengi í flotta strigaskó en alltaf þegar ég hef fundið þá sem mig langar í eru þeir uppseldir í minni stærð. Svo fann ég þessa Nike skó í MAIA – þar sem kisan var – á 50% afslætti, kostuðu á útsölunni rúmar 7000kr. Unnustinn var svo yndislegur að gefa mér þá, þeir verða mikið notaðir í sumar og vonandi á næstu dögum ef veðrið verður áfram svona gott.

Ég er ansi ánægð með þessi fyrstu útsölukaup ársins.

EH

*Leikur/Æfing

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Anna

  18. February 2013

  Veistu hvað þessi tegund af nike skóm heitir?

  • Reykjavík Fashion Journal

   25. February 2013

   Nei því miður ég var e-h að reyna að leita að þeim á netinu og mér sýndist að Nike skór með svona teygju aftan á hafi heitið Twist…:/