fbpx

Glimmerið af með nýju undirlakki

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup TipsneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniOPISnyrtibuddan mín

Í umfjölluninni um þær vörur sem voru í aðahlutverki hjá mér í apríl setti ég með mynd af nýju undirlakki frá OPI sem nefnist Glitter Off og gerir okkur kleift að taka naglalakk af í heilu lagi – ekkert asintone – lakkið er bara fjarlægt af eins og filma.

Naglalakkið verður dáldið eins og gúmmí filma þegar þið takið það af. Ég er búin að vera að prófa mig aðeins áfram með þetta nýja undirlakk og hef komist að því að það virkar ekki ef ég set of þunnt lag og ef ég set of þykkt lag þá klofnar lakkið frá nöglunum að sjálfu sér ef það verður fyrir hnjaski eða bara ef ég fer í sund – sem er leiðinlegt. En ég held ég sé búin að fullkomna þykktina. En lakkið verður helst að þekja nöglina alveg og vera með þéttum hvítum lit. Þegar Glitter Off lakkið þornar þá verður það alveg glært og þá er kominn tími til að setja lit og svo glimmer yfir.

Hér sjáið þið nokkrar myndir af því hvernig ferlið gengur fyrir sig….

glitteroff3

Byrja á því að setja þétta umferð af Glitter Off Natural Nail Base Coat yfir neglurnar, býð svo eftir að það þorni…

glitteroff4

Loks setti ég tvær umferðir af ljósbleiku naglalakki frá OPI sem heitir Sweet Heart – úr brúðarnaglakka settinu frá merkinu. Að lokum setti ég svo tvær umferðir af einu af nýju glimmernaglalökkunum sem heitir Rose of Light og er með rósagylltum glimmerögnum.

 

 

glitteroff

Til að sýna ykkur hvernig þetta virkað tók ég lakkið af mér í gærkvöldi og tók myndir af því hvernig ég náði lakkinu af í heilu lagi. Naglalakksagnirnar eru þó ekki alveg fullkomnar þar sem liturinn fór kannski smá út fyrir undirlakkið:)

Þetta er undirlakk sem svínvirkar en passið ykkur að ná þéttleikanum á áferðinni alveg jafnri yfir alla nöglina. Líka ekki setja tvær umferðir ég er búin að prófa það og þá flagnar það af mjög auðveldlega og það viljum við ekki.

Fullkomið lakk fyrir naglakkafíkla sem eru duglegir að breyta til og prófa alls konar glimmerlökk og yfirlökk með einhvers konar ögnum í.Undirlakkið myndar hálfgerða filmu yfir nöglunum og svo leggjast litirnir yfir og svo er ekkert mál að rífa hana af. Þetta undirlakk er nú komið á alla sölustaði OPI.

EH

Sportlínan frá Y.A.S. er væntanleg í sumar

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sirra

    7. May 2014

    Þetta er snilld! svo leiðinlegt að taka glimmerlökk af :P