Eitt af mínum uppáhalds snyrtivörumerkjum er Dior og það er ekkert að ástæðulausu en mér finnst bara allt sem tískuhúsið sendir frá sér vera flott. Þess vegna finnst mér ótrúlega gaman að eignast nýjar snyrtivörur frá Dior. Ég er búin að sýna ykkur nýja Dior veskið mitt sem áður innihélt snyrtivörupallettu sem er nú vel geymd í snyrtiborðinu mínu – HÉR. Í þetta sinn ætla ég að sýna ykkur augnskuggapallettu og ferðaburstasett sem er nú fáanlegt í verslunum fyrir hátíðirnar.
Svona augnskuggapalletta eða burstasett finnst mér ofboðslega falleg gjöf – ekki bara útaf því að snyrtivörurnar eru góðar og burstarnir eru flottir heldur eru umbúðirnar svo æðislegar. Með því að kaupa svona merkjavöru þá eruð þið að fá svo miklu meira en bara snyrtivörurnar þið eruð líka að fá umbúðir sem eru hannaðar af sérfræðingum hjá Dior eða hinum merkjunum. Eins og í sumar var ofboðslega flott snyrtivörupalletta partur af vorlúkkinu hjá línunni og pallettan sjálf var hönnuð af yfirskartgripahönnuði Dior!
En hér sjáið þið förðunina sem ég gerði með vörunum.
Náið lúkkinu:
- Byrjið á því að setja ljósasta augnskuggann yfir allt augnlokið – til þess að gera það notaði ég púðurburstann í ferðaburstasettinu.
- Takið svo brúna litinn sem er sá þriðji í pallettunni og setjið yfir allt augnlokið. Reynið að bera augnskuggann þannig á að það myndist smokey áferð á augnlokinu. Ég notaði augnskuggaburstann í settinu til að bera litinn yfir augnokið og svo notaði ég púðurburstann til að dreifa úr litnum og fullkomna áferðina. Brúna litinn setti ég líka meðfram neðri augnhárunum.
- Næst tók ég gyllta litinn og stimplaði honum yfir augnlokið til að fá sanseraða áferð á augnförðunina. Mér finnst þessir litir tveir saman koma virkilega vel út þar sem brúni liturinn er mjög kaldur en gyllti liturinn er hlýr og saman mynda þessar andstæður þennan fallega lit!
- Svo tók ég dekksta litinn og setti hann í eyelinerlínuna bæði meðfram efri augnhárunum og neðri augnhárunum. Ég notaði augnskuggaburstann til þess að gera það.
Ég er oft spurð hvort að konur þurfi ekki að eiga marga augnskuggabursta til að gera farðanir með mörgum ólíkum litum. En persónulega finnst mér nóg að hin „venjulega“ kona sem málar sig sjaldan um augun eigi einn bursta til að bera augnskuggana á augnlokin og annan til að blanda litum saman og fullkomna áferðina.
Við þessa förðun valdi ég hlýjan gloss sem er úr haustlínu Dior og liturinn er nr. 364. Ég er mjög hrifin af glossunum frá Dior þó ég noti reyndar örsjaldan gloss – ég veit ekki alveg hvað það er… En burstanir sem koma með glossunum eru svo þæginlegir í notkun, formúla glossins er þykk og mjög þétt og gefur vörunum heilbrigðan glans og jafnan lit:)
Þessar fallegu vörur finnst mér að ættu að vera undir trénu hjá konum sem eiga skilið að fá smá dekurpakka – eru það ekki bara allar konur ;)
EH
Skrifa Innlegg