fbpx

Girnilegar vörur frá Herbivore

Ég Mæli MeðHárHúðLífið MittNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýlega kom nýtt merki í uppáhalds netverslunina mína nola.is sem heitir Herbivore Botanicals. Vörurnar eru yfirmáta fallegar og þetta eru svona vörur sem mann langar hálfpartinn að skreyta heimilið með þær eru það fallegar og formúlurnar sjálfar gefa umbúðunum ekkert eftir í fegurð og gæðum.

Innihaldsefni varanna eru 100% náttúruleg og það eru engin óþarfa efni í formúlunum – öll efnin eru þarna af ástæðu og gegna öll sínu hlutverki. Allar vörurnar eru þróaðar innan merkisins og efnin hafa öll sína virkni svo þær skila allar þeim árangri sem þeim er ætlað að skila. Mér finnst þetta aðdáunarvert – það er ekkert verið að flækja formúlurnar með alls konar efnum sem hafa kannski beint ekki tilgang. Hér eru það einfaldar formúlur sem skila góðri virkni og dásamlegri upplifun við notkun á vörunum. Þetta var í raun ást við fyrstu sýn þegar ég handlék vörurnar fyrst og ég heillaðist samstundis af þessum fyrstu þremur sem ég keypti mér en nú eru svo margar fleiri komnar á óskalistann. En svo eru þónokkrar vörur sem eru ætlaðar fyrir bað – ég bölva því nú endalaust að eiga ekki bað og það liggur við að ég kaupi nokkrar baðvörur bara til að eiga fyrir þan tíma þegar ég eignast bað!

herbivore4

Ég varð strax svakalega spennt fyrir því þegar Karin sagði mér frá merkinu og komu þess. Svo ætlaði ég alltaf að kíkja í heimsókn inní Nola en komst aldrei vegna endalausra veikinda. Þetta endaði svo þannig að þegar ég lá núna síðast inná spítala kíkti ég inná nola.is og ég sá að margar vörurnar voru bara að seljast upp! Svo ég greip í kreditkortið og gekk frá kaupum á þremur vörum til að byrja með. Svo fékk ég þennan yndislega poka til mín uppá spítala en hann gladdi mig alveg ótrúlega mikið – akkurat það sem ég þurfti á að halda þann daginn.

Mig langaði að sýna ykkur þessar þrjár vörur sem ég valdi mér en HÉR getið þið skoðað alt úrvalið. Því miður er mikið af vörunum uppseldar eins og er vegna ótrúlega mikilla vinsælda en það er von á nýrri sendingu og þá tek ég gleði mína á ný því mig langar að prófa nokkrar sem eru búnar!

herbivore3

Ég er alltaf sjúk í svona andlitsvötn í spreyformi og þetta er án efa eitt það yndislegasta sem ég hef nokkru sinni prófað. Ég nota þá á hreina húð eftir húðhreinsun, á morgnanna þegar ég vakna og áður en ég set á mig serum og krem og svo líka bara yfir daginn til að fríska uppá húðina. Formúlan er rík af blómum og kókosvatni, það inniheldur Hibiscus og búlgarska rós sem er aðalilmurinn í uppáhalds ilminum mínum – STELLA eau de Toilette frá Stellu McCartney – ég heillaðist við fyrsta þef af vörunni og þegar ég sá innihaldslýsinguna þá skildi ég strax afhverju það var, búlgarska rósin mín!

Spreyið kemur í glerflösku og er með úðara sem dreifir vatninu jafnt yfir allt andlitið og það hentar öllum húðgerðum.

herbivore2

Svo keypti ég mér sjávarsalsprey fyrir hárið með Lavander ilm. Ég prófaði þetta í fyrsta sinn í hárið í gær og það er yndislegt. Spreyið er nefninlega svo létt og það léttir hárið svo það fær yfir sig frísklegra yfirbragð og verður svona náttúrulega tjásulegt. Ég úða því í handklæðaþurrt hár og hristi vel uppí því, blæs svo hárið eða leyfi því að þorna og svo bætti ég aðeins meiru í þegar hárið var orðið þurrt bara til að ýfa það aðeins meira upp. Ég valdi mér spreyið sem ilmar af Lavander því það hefur svo róandi áhrif á mig en það er líka til með kókosilm en bæði eru uppseld því miður… en væntanleg aftur!

herbivore

Svo ákvað ég á síðustu stundu að bæta við þessum varasalva. Ég er sjúk í allt sem er með myntuilm eða bragði og ég er alltaf með varasalva í töskunni minni því ég er með svo mikinn varaþurrk og svo finnst mér varirnar mínar alltaf verða áferðafallegri með varasalva. Formúla þessa varasalva er rosalega mjúk og það er mjög þægilegt að bera hann á varirnar. Hann er svakalega rakamikill og nærir varirnar samstundis. Eins og þið sjáið á myndinni eru aðeins 6 innihalds efni í formúlunni og þar af eru þrjú þeirra olíur sem næra varirnar.

Ég bíð spennt eftir næstu sendingu frá Herbivore inná nola.is og ég mun að sjálfsögðu láta ykkur vita þegar hún mætir á svæðið. Ég sá það strax að þetta voru frábær kaup sem ég gerði og ég á eftir að nota vörurnar heilan helling á næstunni!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Nýtt í fataskápnum - eftir meðgöngu...

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Anna Helga

    18. July 2015

    Spennandi! 100% náttúrulegar, engin óþarfa efni og þá mögulega cruelty-free, þ.e. engar dýraprófanir? Veistu um það?

  2. Karin

    23. July 2015

    Já þær eru 100% crueltu free, vegan, handmade, handpacked & dásamlegar <3