fbpx

Nýtt í fataskápnum – eftir meðgöngu…

FashionLífið MittNýtt í FataskápnumVero Moda

Ég veit ég hef oft talað um það að maður eigi alls ekki að kaupa föt á meðgöngu sem eru ætluð til að nota eftir meðgöngu. En þegar kom að þessum flíkum þá stóðst ég bara alls ekki mátið…

YAS er merki í Vero Moda sem er mitt allra uppáhalds en það er svona fína og flotta merkið í búðinni, úr fallegustu efnunum og það kemur aldrei mikið af hverri flík sem er mikill kostur. Í sendingu vikunnar fengum við alveg þónokkrar gersemar sem ég stóðst ekki og það vantar meirað segja hér einn kjól sem var bara ekki ennþá kominn en hann er það vonandi núna.

En mig langaði að deila með ykkur flíkunum þremur sem ég er nú þegar búin að kaupa mér, allar í stærðinni sem ég var í fyrir meðgöngu en reyndar eru stærðirnar frá YAS alltaf frekar rúmlegar. En ég skellti með mér flíkunum útí garð á þessum fallega sumardegi sem var í gær og smellti af myndum á meðan Tinni Snær hoppaði alsæll í trampólíninu sínu – held það sé besta gjöf sem sonurinn hefur fengið.

yas2

Mér finnst þessi samfestingur algjört æði! Hann er í svo fallegu og klassísku sniði, svona sniði sem passar við allt og við öll tilefni. Á honum eru falleg lítil smáatriði eins og á öxlunum, og svo eru auðvitað vasar á skálmunum sem mér þykir alveg nauðsynlegt.

yas

Svo er hann tekinn fallega sama í mittið svo það er flott að vera með belti við hann, hálsmálið er auk þess V laga sem mér finnst alltaf voðalega elegant. Fyrir áhugasamar þá er þessi á 19.900kr og ég tók stærð 38, það kom alls ekki mikið af honum og þar sem ég keypti einn í 38 í Smáralind þýðir það að það er bara einn eftir ef hann er þá ennþá eftir og þá væri hann í Kringlunni.

yas4

Svo kolféll ég fyrir þessu munstri – þið sjáið á næstu myndum hversu mikið ég féll fyrir því… En þetta er svona ekta YAS kjóll í fallegu og lausu sniði, kjóll með fallegum smáatriðum sem auðvelt er að klæða upp og niður…

yas3

Hér sjáið þið svo fallegu smáatriðin á bakinu á kjólnum, virkilega fallegt hvernig hann fellur að aftan. Mér finnst þessi alveg æðslegur og ég hlakka til að fá tækifæri til að klæðast honum almennilega. Fyrir áhugasamar þá kostar þessi 13.900kr og ég tók stærð 38. Þessi er t.d. virkilega fallegur ef þið eruð t.d. að fara í brúðkaup núna á næstunni.

yas5

Svo kom munstrið líka í skyrtu! Þið þekkið mig ég á mjög erfitt með að standast skyrtur og ég á alltaf pláss fyrir fleiri í fataskápnum mínum!

yas6

Æðisleg við gallabuxur, sokkabuxur eða pleatherbuxur fyrir svona þessi fínni tilefni. Svo fyrst ég er nú byrjuð á þessum verðum þá kostar þessi 11.900.

Mér finnst þessar flíkur hver annarri fallegri, en þið eigið eftir að sjá kjólinn sem mig vantar enn að fá heim – hann er gersemi og ég get ekki beðið eftir að fá hann hingað í þennan fallega YAS hóp.

Knúsogkram á ykkur!

EH

Færslan inniheldur flíkur sem ég keypti sjálf – engin greiðsla er þegin fyrir færsluna ;)

Nýjar húðgersemar frá MAC

Skrifa Innlegg