fbpx

Gamall og góður frá McQueen fyrir MAC

lorealLúkkMACmakeupMakeup Artist

Í tiltekt um daginn fann ég algjöra gersemi! Augnskugga úr línu sem Alexander McQueen gerði í samstarfi við MAC árið 2007. Þetta er held ég ein af mínum fyrstu kaupum í MAC verslun hér á landi, hann var nú ekki mikið notaður en vá hvað ég var sátt með 18 ára gömlu mig að hafa vit á því að kaupa einn svona fyrir 6 árum;) Þetta er nánast safngripur í dag.

En ég ákvað að prófa hann bara svona af gamni. Hann er nú reyndar ansi gamall greyið en þar sem hann er nú búinn að vera vel geymdur og lokaður í allan þennan tíma – alla vega engin fituskán – þá ákvað ég að skella í eitt lúkk með honum.Ég setti McQueen augnskuggann yfir allt augnlokið, þann silfurlitaða – sem er úr jólalínu MAC frá síðasta ári – í augnkrókinn og lét hann ná aðeins inná augnlokið. Svo setti ég örmjóa línu með Super Liner Perfect Slim eyeliner og notaði False Lash Wing maskarann – báðir eru frá L’Oreal. Glossinn er einnig úr jólalínu MAC og heitir Talk Softly To Me.

Mér finnst þessi litur alveg æðislegur – ég þarf klárlega að nota hann meira;)

EH

Dýrindis Ilmir fyrir herra

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hilrag

    10. May 2013

    oh ég á líka þennan frá mcqueen, hann er geggjaður!

    xx