fbpx

Dýrindis Ilmir fyrir herra

Fyrir HannIlmir

Jæja nú fannst mér kominn tími til að fjalla aðeins um nýja ilmir fyrir karlana okkar. Davidoff hefur sent frá sér 2 nýja ilmi.

Á hverju sumri sendir fyrirtækið frá sér ilm undir nafninu Cool Water – það kemur einn fyrir konur og annar fyrir karlmenn. Ilmurinn er ferskur acquatic sumarilmur sem gefur fyrst hjá sér blöndu sítrustóna og tón sem er líkt við ilm af sjávaröldum. Miðnóturnar eru basil og jurtin juniper er grunnóta ilmsins. Ótrúlega ferskur herrailmur sem á vel við í góða veðrinu sem við erum að njóta alla vega á höfuðborgarsvæðinu í dag:)
Svo er það ilmurinn The Game – mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar en þær líkja eftir stafla af spilapeningum og kynningarefnið fyrir ilminn er tekið við spilaborð. Aðstæðurnar í auglýsingunum eru með smá Casino Royal fíling. Minn maður er að nota þennan ilm og við erum bæði mjög skotin í honum. Nóturnar í ilminum samanstanda meðal annars af gini, Juniper berjum, Iris blóminu og karlmannlegum viðarilmum.

Um að gera að gleðja mennina sína með nýjum ilmum – endilega að nýta sér líka Tax Free dagana sem eru í Hagkaupum núna um helgina;)

EH

& Other Stories Lúkk

Skrifa Innlegg