Ég held að ég geti með sanni sagt að fyrir og eftir færslurnar mínar eru þær sem mér finnst svo gaman að skrifa og deila með ykkur, eða þær og Leyndarmál Makeup Artistans sem ég þarf nú að fara að skrifa meira af og passa uppá að þær komi mun reglulega hér fyrir á síðunni.
En það sem mér finnst svo gaman við fyrir & eftir færslurnar er að sjá muninn – eða þá að sjá hvort munurinn sé til staðar. Ég greini og met mikið hvað mér finnst um grunnvöruna útfrá muninum sem ég sé sjálf á húðinni minni sem og á myndunum en þar sem ég þekki að sjálfsögðu húðina mína best þá sé ég alltaf greinilegan mun þegar hann er til staðar og í þessari færslu er hann það svo sannarlega.
Hér fáið þið fyrir og eftir myndir af nýjasta farðanum frá Lancome, Miracle Cushion. Byrjum á einni góðri eftirmynd af þessum stórskemmtilega farða og förum svo aðeins yfir vöruna sjálfa og umbúðirnar…
Farðann skrifaði ég sérstaklega um fyrir nýjasta tölublað Reykjavík Makeup Journal, þar hafði ég þetta um hönnun á grunnútliti og pælingunni á bakvið farðann að segja…
„Það er ekkert leyndarmál að við íslenskar konur erum mjög hrifnar af förðum sem koma í svona boxi því það er svo auðvelt að vera með þá þegar við erum á ferðinni og þurfum stundum að lappa uppá okkur. Fljótandi farðar hafa þó verið að sækja í sig veðrið og notið mikilla vinsælda síðustu misseri en það er hins vegar aðeins meira mál að fríska uppá áferð þannig farða þegar við erum á ferðinni. En Lancome hefur nú fundið lausn á þessu vandmáli og færa okkur nú fljótandi farða í boxi – hver er lausnin á vandamálinu, nú farðinn hefur verið settur í svamp svo hann haggast ekki. Í boxinu er svo spegill og svampur sem auðveldar ásetning farðans.“
Það er útlitið við farðann sem er það sem heillar við fyrstu sýn – eða það gerði það fyrir mig alla vega. Farðinn vakti samstundis forvitni mína og ég er ekki viss um að ég hefði orðið jafn spennt fyrir honum nema útaf þessum umbúðum sem eru svo sannarlega sérstakar. Ég vel fyrst og fremst það að nota fljótandi farða og það er auðvitað ekkert leyndarmál að það er erfiðara að lappa uppá fljótandi farða yfir daginn þar sem við erum nú ekki alltaf í aðstæðum til að laga hann til. Það er hins vegar aðeins einfaldara fyrir konur sem nota púðurfarða að gera það þar sem þær eru iðulega með allt sem þarf til að laga áferð húðarinnar í sama boxi og farðann – hér er lausnin við þessu „vandamáli“.
Formúla farðans er sérstaklega létt, farðinn er settur upp með það í huga að svampurinn sem fylgir með honum sé notaður til að bera farðann á. Ég hef hins vegar aldrei verið beint hrifin af því að nota svampa sem fylgja með farðanum en ég notaði hann í þetta sinn við að bera farðann á svo tók ég buffing bursta og jafnaði áferð farðans með hringlaga hreyfingum. Eins og þið sjáið þá kom það mjög vel út en mér fannst smá tvíverknaður í því svo nú set ég bara burstann sem ég nota til að buffa farðann saman við húðina beint í svampinn og svo á húðina. Svampurinn er hins vegar frábær til að hafa í boxinu einmitt til að laga húðina léttilega yfir daginn.
Formúlan er virkilega áferðafallega og létt og hún hylur ótrúlega vel og þekjan kom mér svo sannarlega á óvart ég get sko ekki sagt neitt annað en það. Formúlan er þannig að ég get hiklaust mælt með farðanum fyrir allar húðtýpur og konur á öllum aldri þetta fer fyrst og fremst eftir því hvernig farða þið leitið eftir.
Fyrir:
Mér finnst ég alltaf vera að skrifa um hvað er að húðinni minni eða svona lýti húðarinnar minnar til að segja frá hvað farðar eða aðrar gunnvörur ná að hylja en ég vil bara frekar taka það allt fram svo þið takið þá enn betur eftir muninum :) Það er helst áferðamunur í húðinni minni sem stafar af því að hún er svo ljós svo öll lýti eða litamunur sést gríðarlega vel. Litirnir í kringm augun mín, í kringum nefið og í kringum varirnar eru áberandi og ég leytast helst eftir því að nota vörur sem jafna litarhaft húðarinnar og gefa henni náttúrulega hulu frekar en að fela og þekja þétt yfir það sem mér finnst að megi alveg njóta sín.
Eftir:
Þær eru nokkrar núna eftirmyndir sem ég hef gert fyrir svona fyrir & eftir umfjallanir þar sem ég er sjálf frekar mikið agndofa yfir muninum. Ég tel mig aldrei sjá muninn fyllilega fyr en ég fer yfir myndirnar – sem eru að sjálfsögðu ekkert unnar ég vil samt taka það fram – en þær sem tróna á topp þremur hjá mér er munurinn á húðinni eftir Diorskin Star, EE kremið frá Estée Lauder og nú þessi eftir mynd með Miracle Cushion farðanum.
Persónulega finnst mér myndin sjálf segja meira til um muninn á húðinni en ég gæti nokkurn tíman gert…
Hér sjáið þið svo eftirmynd í alveg náttúrulegri birtu, myndirnar fyrir ofan eru teknar með flassi til að lýsa léttilega myndina svo áferðin sjáist fullkomlega, myndin fyrir neðan sínir svo á einstakan hátt hvernig sólarljósið endurkastast fallega beint af farðanum af svæðum húðarinnar sem standa út.
Hér fyrir neðan sjáið þið svo fulla förðun þar sem ég notast við Lancome Miracle Cushion farðann en myndin er af vorlúkki Lancome. Hér er ég búin að bæta við hyljara, púðri, sólarpúðri og kinnalit ofan á farðann sem fær samt svo sannarlega að njóta sín eins og þið sjáið ef þið berið myndina hér fyrir ofan saman við myndina af lúkkinu hér fyrir neðan.
Glæsilegur farði sem ég mæli heils hugar með, þennan er ég búin að nota mikið undanfarið og hann gefur húðinni minni frísklegt yfirbragð sem er fullkomið fyrir komu vorsins. Farðann sáuð þið áður hér á blogginu í BLAND Í POKA FÖSTUDAGSFÖRÐUN og VORLÚKK LANCOME. Að lokum er kannski gott að taka það fram að ég nota ljósasta litinn af Miracle Cushion farðanum – hann rétt sleppur fyrir mig.
EH
Varan sem ég skrifa um hér fékk ég senda sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg