fbpx

Fyrir og eftir: Infallible Matte

Ég Mæli MeðFarðarFyrir & EftirHúðlorealNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Mig langar að segja ykkur frá farðanum sem ég hef verið að nota dáldið síðustu vikur. Þessi er líka forsíðufarðinn minn fyrir Vikuna. Ég ákvað að grípa hann með mér og sýna Helgu sem farðaði mig þennan því áferðin fannst mér smellpassa fyrir myndatöku. Áferðin er nefninlega alveg mött og farðinn lofar því að haldast mattur allan daginn – hvað er þá betra en að prófa hann í myndatöku undir heitum ljósum ;)

Infallible 24H Matte farðinn frá L’Oreal er einn af þeim sem margir förðunarpekúlantar biðu spenntir eftir að fá og prófa. Hann er tiltölulega nýkominn til Íslands og hann virðist leggjast vel í dömur. Infallible farðinn sem var til fyrir hjá merkinu er einn af mínum alra uppáhalds ég elska rakann sem hann gefur og fallegu áferðina mér finnst fáir jafnast á við hann og því var ég dáldið skeptísk á þennan – svona hvort hann myndi standast samanburð minn við hinn – eftir mínar tilraunir hef ég komist að því að þetta eru bara tveir virkilega ólíkir farðar.

infallible

Umbúðirnar eru með mattri áferð í takt við áferð farðans sjálfs. Hann kemur í túbu sem mér þykir gaman og stúturinn er mjög mjór og flottir og þægilegt að kreista úr honum. Mér finnst ég þurfa sáralítið af þessum til að þekja yfir allt andlitið og það er mjög gott að vinna hann yfir húðina. Ég nota ljósasta litinn nr. 10 en hann heitir Porcelain. Í farðann finnst mér best að nota Expert Face Brush frá Real Techniques. Burstinn nær að vinna virkilega vel með formúlu farðans – svo hún fær að njóta sín best. Ég er búin að prófa nokkra bursta en þessi kemur best út með þessum farða :)

En eins og vaninn er verðið þið að sjá fyrir og eftir á húðinni minni til að sjá hvað hann í raun gerir fyrir húðina…

infallible3

Alltaf segi ég það sama um mína húð… það eru smá litamunur hér og þar – það er þá roði í kringum nef, skemmtilegum plómulitur í kringum augun og svona smá litaáferð sem er svona eins og hún sé flekkót. Ekki misskilja mig ég elska samt húðina mína ;D

En farðinn jafnar allt þetta og gefur húðinni virkilega mjúka áferð – finnst ykkur ekki. Hann hylur mjög vel en hann er samt ekki þykkur og ekki þungur á húðinni – þið finnið í raun ekkert fyrir honum á húðinni sem er ekki algengt fyrir svona farða með mattri áferð. Þið sjáið kannski að það eru nokkrar freknur farnar að spretta á kinnarnar mínar en farðinn hylur þær ekki alveg bara svona smá eða þannig að húðin verður bara enn heilbrigðari.

infallble6

Ég er mjög ánægð með farðann sem er rakamikill eins og hinn infallible farðinn svo þó hann matti húðina þá fær hún raka. Þessi er því flottur fyrir ykkur sem viljið matta áferð og ykkur sem eruð með olíumikla húð sem þið nennið ekki að vera að púðra hana endalaust.

En aftur að forsíðunni… hér er farðinn fallegi og nei ég þurfti ekki að púðra húðina neitt aukalega alla myndatökuna þó ég væri undir heitum ljósum allan tímann. Þessi stóðst sko prófið!

10308333_10153296273018044_3166798290279268470_n

Ljósmyndari: Rut Sigurðardóttir
Förðun og hár: Helga Kristjáns

Þó ég sé voðalega mikið fyrir ljóma, ljóma og enn meiri ljóma er ég mjög hrifin af þessum farða og sérstaklega af endingunni. Það er auðvitað ekkert rugl að vera með farða sem helst fullkomlega mattur alla myndatökuna svo það þarf ekkert að púðra á milli. Sem förðunarfræðingur þá get ég sagt það að það gerist bara ekki. Svo þessi er tilvalinn í sumar og þessi verður í brúðarfarðanakittinu mínu það er bara þannig!

Enn einn kosturinn við þennan farða er sá að hann er nú þegar á svo góðu verði svo maður er gjarnari á að leyfa sér að prófa. Svo er nú aðeins eftir af Tax Free í Hagkaup svo verðið verður enn betra.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Ekki missa af neinu og fylgist með Reykjavík Fashion Journal á Facebook:
REYKJAVÍK FASHION JOURNAL

Snapchat: ernahrundrfj

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Julia

  10. May 2015

  Hvað notaru undir farðann og seturu púður yfir? :-)

 2. Er með mjög olíumikið enni og nef og þessi nær að halda aftur af olíunni vel yfir daginn, love it.

 3. Hugrún Sigurðardóttir

  10. May 2015

  Veistu hvernig krullujárn var notað í hárið á þér? Það er godjöss!

 4. sigga vala

  10. May 2015

  hæ veistu hver er með umboðið fyrir stellu mac c og essie ?

  bk

  sigga

  • Jú evrópa og ameríka er aldrei með sama vöruúrval… svo farðinn er meirað segja ekki í eins umbúðum svo því miður geturðu ekki miðað litavalið útfrá mínum Evrópska lit :(