fbpx

Snapchat: ernahrundrfj

Lífið Mitt

Mig langaði að prófa eitthvað nýtt, hætta mér aðeins útfyrir þægindarammann og gefa kannski enn meira færi á mér og gefa ykkur enn meiri innsýn í líf mitt. Svo ég ákvað í skyndi í gær að stofna nýjan snapchat aðgang fyrir bloggið. Ég held það gæti verið skemmtileg leið til að sýna ykkur en meira hvað ég geri dags daglega, deila skemmtilegu efni – það kemst nú ekki allt fyrir inná blogginu – og svara spurningum áhugasamra :)

1469743_810119945740865_6316026254404168976_n

Ég er nú þegar mjög mikið uppi með mér yfir móttökum og hversu margir eru búnir að followa aðganginn. Í dag reyndi ég að vera dugleg og deila með ykkur deginum sem byrjaði með brunch á Apótekinu og svo hélt leið mín inní Hagkaup Kringlunni að kynna æðislegu lökkin frá Essie. Það var mega stuð inní Kringlu og svakalega gaman að sjá hvað konur eru hrifnar af þessu uppáhalds naglalakkamerki mínu ;)

En endilega ef þið hafið áhuga á addið mér á snapchat – ernahrundrfj

Þetta verður bara stuð ég lofa! Svo megið þið endilega senda mér skilaboð og spurningar þar í gegn ef þið viljið. Mér datt t.d. í hug að einhverjum þætti gaman að fá kannski innsýn inná heimilið, snyrtivörusafnið og jafnvel fataskápinn sem er við það að springa! Dagarnir mínir eru ótrúlega misjafnir og ég fæ að gera ýmislegt skemmtilegt sem mig langar að deila með fleirum. Ég vona að þið munið hafa gaman af!

EH

Topp 10 fyrir Tax Free

Skrifa Innlegg