fbpx

Fyrir & eftir: svefnherbergið!

Fyrir HeimiliðLífið Mitt

Jæja… er ekki kominn tími á eina svona færslu. Ég er alla vega mikið spurð hvenær í ósköpunum ég ætli að sýna myndir af heimilinu. Sannleikurinn er sá að það er bara ekki neitt tilbúið þetta er enn allt í vinnslu og smá framkvæmdir ennþá eftir – þegar ég segi smá þá þýðir það dáldið miklar en kannski ekki alveg eins stórar og þær sem við réðumst í fyrst.

En við skiptum nýlega um herbergi við Tinna Snæ, settum hann í stóra herbergið og færðum okkur í það minna sem var upphaflega eldhúsið. Litla herbergið nýtist mjög illa þar sem það er gengið úr því inní það stærra fyrir innan. Svo í framkvæmdunum sem eru framundan erum við að fara að loka því opi og opna inní stærra herbergið innúr stofunni. Um leið ætlum við að rífa upp gólfið sem er illa farið inní herbergjunum og setja hita í gólfin, taka burt ofnana og setja hita í gólfin. Um leið þurfum við því miður að taka útúr stóra herberginu risastóran fataskáp sem er alveg upprunalegur og bara eins og hann sé partur af íbúðinni. Mér þykir það eiginlega verst en vitiði ég verð að fá betri gólf og hita í þau ;)

En af því ég veit að það eru margir spenntir fyrir myndum þá fáið þið hér að sjá hvernig svefnherbergið lítur út núna. Svo breytum við aðeins meira þegar við lokum fyrir opið og tökum ofninn þá strax fáum við meira rými til að breiða úr húsgögnum. Mig langar svo dáldið að setja hangandi fataslá í loftið held það gæti komið skemmtilega út og sett smá pressu á mig til að vanda vel valið á því sem kemur með mér heim í poka.

En rifjum þetta aðeins upp… hér sjáið þið fyrir myndirnar af eldhúsinu gamla.

fyrir-620x930

Gvuð ég fæ smá hroll að horfa á þessa mynd en svona var þetta fyrir tæpu ári síðan. Í íbúðinni var æðisleg upprunaleg eldhúsinnrétting sem seinna kom í ljós að var heldur illa farin og ekkert sérlega smekkleg inní – svona þegar við fórum að rífa upp allt í kring. En gvuð hvað hún var falleg! Undir innréttingunni kom bara grunnur hússins í ljós, á viðarplötunum var tjara sem við hreinsuðum upp og svo fengum við einn alveg einstakan málara til að koma og hjálpa okkur að laga alla veggina til – það tók sinn tíma get ég sagt ykkur. Flísarnar voru pikkfastar við vegginn og hann er illa farinn eftir þær. En við eigum enn eftir að setja plötu í gluggakistuna til að hlýfa þeim hluta veggsins sem verður líklega gert með öðrum framkvæmdum í sumar.

Hér sjáið þið sama horn nú…

eftirherbergi11

Smá munur finnst ykkur ekki – vonandi alla vega :D

eftirherbergi8

Ég elska náttborðið okkar, við höfum bara pláss fyrir eitt eins og er – alla vega í þessari íbúð. Þetta er úr Stockholm línunni í IKEA. Fyrir neðan er ég svo yfirleitt alltaf með þónokkur tímarit sem ég glugga í fyrir innblástur.

eftirherbergi10

Á rúminu er svo blúnduteppi frá IKEA og Pia Wallen krossteppið frá Snúran.is. Fyrir ofan rúmið okkar hangir svo ein af mörgum myndum eftir tengdaföður minn sem prýða heimilið. Ég elska litina í þessu málverki og krafðist þess að fá það aftur fyrir ofan rúmið okkar þegar við vorum komin með vegg fyrir aftan það. Þetta var alltaf fyrir ofan rúmið hjá okkur en þegar við fluttum og vorum í stærra herberginu voru gluggar fyrir ofan rúmið.

eftirherbergi2

Ég á IKEA heimili og ég elska það! Hillurnar á veggnum og kommóðurnar tvær er allt úr IKEA.

eftirherbergi14

Ég efast ekki um að það væru margir sem væru til í að fá tækifæri til að róta í þessum kommóðum þær eru dáldið girnilegar – ég lofa! Ég fór að hugsa í gær hvort ég ætti að skella í leik á næstunni – í verðlaun væri að gramsa í kommóðunum og velja 5 vörur til að taka með sér heim. Gæti verið gaman – hvað segið þið?

eftirherbergi7

Þetta var herbergið hans Tinna Snæs og við settum upp þessa hillu fyrir bækurnar hans. En við ákváðum að halda henni eins og er inni hjá okkur þangað til eftir breytingar alla vega. Ég veit ekkert hvað ég ætti að setja í hana en nú fá nýjustu ilmvötnin á markaðnum að prýða hana ásamt fallegum myndum, kertum og Herra Barra. Hún er voðalega tómleg greyið en ég þarf eitthvað að finna mér innblástur fyrir þær…

eftirherbergi5

Þetta fína plakat frá petit.is þarf svo að komast uppá vegg. Mig langar samt ekki að hengja neitt meira upp inní herberginu fyr en eftir framkvæmdir svo ég stillti því bara upp ofan á ofni eins og er – engar áhyggjur ofninn er ekki heitur.

eftirherbergi6

Það er alltaf drasl ofan á Alexunum mínum ég ætla að sjá hvað mér tekst lengi að halda þessu fínu ég er ekki bjartsýn – ég þekki mig ansi vel.

eftirherbergi3

Svo er það þessi tryllingslega fallega og mjúka motta sem er frá henni Sillu minni í Glitter Mottur – meira HÉR. Sem fær loksins að njóta sín. Við höfðum eiginlega ekki nógu gott gólfpláss fyrir hana í stærra herberginu sem hljómar einkennilega en er satt. En þessi er svo mjúk og ég elska litinn á henni – það er voða kósý að stíga á hana á morgnanna þegar maður fer framúr.

eftirherbergi12

Svona er þetta nú… ég er rosalega ánægð með þetta tímabundna ástand. Okkur líður alla vega voða vel þarna og þetta verður bara enn betra eftir næstu framkvæmdahrynu – vonandi alla vega :)

EH

Nú er ilmur af vori í loftinu

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

 1. Elísabet Kristín

  19. April 2015

  jii myndi ég ekki vera hamingjusöm að fá að róta smá í þessum skúffum! ég elska að skoða snyrtidótið hjá öðrum :)

 2. Heiða

  19. April 2015

  Já, ég yrði voða glöð að fá að róta í þessum skúffum :)

 3. Svart á Hvítu

  19. April 2015

  Flottar breytingar, spennó að sjá meira:)
  Og já pant vinna þennan leik!!!

 4. Agnes

  20. April 2015

  Mikið eruð þið búin að gera fínt! Þarf endilega að fara að kíkja á ykkur <3

 5. Hrafnhildur

  22. April 2015

  Mjög töff :) hvað heitir hillan úr IKEA? Kemur mjög vel út þarna á veggnum