fbpx

Fyrir & eftir með nýja farðanum frá Max Factor

Ég Mæli MeðFarðarHyljariMakeup ArtistMax FactorNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að prófa nýja farða og sýna ykkur fyrir og eftir myndir. Góður farði getur gert svo mikið og ef það er einhver snyrtivara sem ég ætti erfitt með að vera án þá er það farði og þá helst ljómandi farði.

En það á einmitt við um nýja farðann frá Max Factor Skin Luminizer sem er nú kominn í verslanir ásamt hyljara í stíl. Serum farðinn frá merkinu er einn af mínum uppáhalds svo ég átti ekki von á því að þessi nýji myndi valda mér vonbrigðum – sem hann gerði líka ekki ;)

maxfactorfarði5

Til að sjá fyrir og eftir er auðvitað nauðsynlegt að vera með eina mynd þar sem ég er með alveg hreina húð. Eins og þið sjáið er ég með rauða díla hér og þar og sums staðar þarf að jafna lit húðarinnar – en þið sjáið vel að farðinn gerir einmitt það.

maxfactorfarði4 maxfactorfarði8

Hér sjáið þið farðann, Skin Luminizer – mér finnst umbúðirnar alveg æðislegar, gylltar og hátíðlegar og smellpassa fyrir afmæli merkisins. Eins og þið sjáið er hightlighterinn aðskildur frá farðanum í umbúðunum en þegar þið pumpið farðanum út þá blandast hann fallega saman við farðann. Ég nota Buffing burstann frá Real Techniques til að bera farðann á. Til að fá fallega áferð á litinn finnst mér nauðsynlegt að nota bursta í hann. Farðinn þornar líka fljótt, hann verður alveg mattur – alveg hreint ótrúlegt – og þá er gott að vera með burstann við hendina.

Hér sjáið þið svo húðina þegar farðinn er kominn á hana…

maxfactorfarði10

Mikill og fallegur ljómi – en húðin er alveg mött!

maxfactorfarði9

Á sama tíma og farðinn kom í sölu kom Eye Luminizer Brightener – ljómahyljarinn líka. Hann er léttari en farðinn en gefur þennan sama ljóma og þéttari þekju. Hann  þornar ekki eins hratt og farðinn og því í góðu lagi að nota bara fingurna. En ég notaði þó í þetta sinn Deluxe Crease burstann frá Real Techniques.

maxfactorfarði2

Á húðina bætti ég svo smá sólarpúðri og örlitlum kinnalit – maskarinn sem ég prófaði þarna í fyrsta sinn er Masterpiece Transform frá Max Factor líka og kom mér sérstaklega á óvart.

Burstinn er einfaldur og kemur skemmtilega á óvart. Brustinn er úr gúmmíi og stilkarnir eru alls ekki langir og vegna þess þykkir maskarinn augnhárin vel alveg frá rótinni og upp. Ég lofa að sýna ykkur hann betur á næstunni en ég vildi bara svona aðeins kynna ykkur fyrir honum – ég held hann sé nefninlega ekki kominn í verslanir svo þið fáið betri færslu þegar hann er kominn.

maxfactorfarði

Mér finnst áferðin í farðanum virkilega falleg og ég er alveg ástfangin af ljómanum. Liturinn og áferðin frá farðanum gefur húðinni virkilega heilbrigða áferð. Kosturinn við farðann er líka sá að það er óþarfi að nota púður með honum, hann verður alveg mattur svo þið sem eruð með olíumikla húð en viljið hafa heilbrigðan ljóma ættuð að skoða þennan.

Hyljarann nota ég svo til að fullkomna áferð farðans og set hann t.d. í kringum augun, varirnar og upp eftir nefinu.

maxfactorfarði6

Skemmtilegur farði frá Max Factor á góðu verði sem ætti að henta þeim sem vilja heilbrigða og ljómandi húð.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Spennandi verkefni...

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

7 Skilaboð

  1. Kristín Rún Sævarsdóttir

    27. September 2014

    Hæ :) Ég elska að lesa bloggin þín!
    Myndiru mæla með þessu meiki fyrir venjulega húð sem er samt píííínu þurr? Eða er það of matt?

    • Reykjavík Fashion Journal

      27. September 2014

      Hæ Kristín! takk fyrir :D

      Ég er með skraufþurra húð og mér fannst það bara mjög fínt á húðinni, fann ekki fyrir neinum þurrki af völdum farðanum en það er alltaf hægt að koma í veg fyrir það með því að nota gott krem undir farðann og leyfa því að þorna í svona 10 mínútur áður en þú berð farðann á þig. En ég mæli með því að þú prófir hann bara aðeins á handabakinu og sérð hvernig hann er og finnur hvernig hann er á húðinni :)

  2. Ásta Dröfn

    28. September 2014

    Ég keypti mér max factor ageless elixer og mér finnst ég alltaf vera svo þvöl í framan þegar ég er með hann.

    • Reykjavík Fashion Journal

      29. September 2014

      Æjj það er nú ekki nógu gott – ef ég má forvitnast leyfirðu ekki kreminu þínu alltaf að þorna vel áður en þú berð farðann á? Hann er alveg einn af mínum uppáhalds og ég notaði hann mikið síðasta vetur :)

  3. Aníta Guðlaug Axelsdóttir

    28. February 2015

    Fæst þessi allstaðar?

      • Aníta Guðlaug Axelsdóttir

        28. February 2015

        ég þangað núna! takk